Pétur Jökull handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 14:26 Þessa síðu er ekki lengur að finna á vef Interpol. Interpol Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er hvergi að finna á vef Interpol lengur. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. DV greindi frá málinu fyrr í dag. Í tilkynningu segir að Pétur Jökull hafi verið handtekinn við komuna til landsins í gær og færður samdægurs fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Það hafi verið gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eftirlýsingin hjá Interpol hafi verið birt að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. Rannsókn á nefndum innflutningi hafi verið unnin á vegum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurnesjum og embætta ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að lögreglunni hefðu borist upplýsingar um hvar Pétur Jökull gæti verið staddur í heiminum. Lýst var eftir Pétri Jökli vegna gruns um að hann tengdist stóra kókaínmálinu svokallaða. Grímur sagði í gær ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hefði þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslendingar erlendis Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. 17. febrúar 2024 12:30 Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. DV greindi frá málinu fyrr í dag. Í tilkynningu segir að Pétur Jökull hafi verið handtekinn við komuna til landsins í gær og færður samdægurs fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Það hafi verið gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eftirlýsingin hjá Interpol hafi verið birt að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. Rannsókn á nefndum innflutningi hafi verið unnin á vegum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurnesjum og embætta ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að lögreglunni hefðu borist upplýsingar um hvar Pétur Jökull gæti verið staddur í heiminum. Lýst var eftir Pétri Jökli vegna gruns um að hann tengdist stóra kókaínmálinu svokallaða. Grímur sagði í gær ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hefði þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslendingar erlendis Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. 17. febrúar 2024 12:30 Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. 17. febrúar 2024 12:30
Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44