Sjókvíaeldi

Fréttamynd

Tvö al­var­leg frá­vik hjá Arctic Sea Farm

Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar.

Innlent
Fréttamynd

Norð­menn á­byrgir fyrir skað­legu sjó­kvía­eldi á Ís­landi

Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Segir lög­­reglu­­stjórann á Vest­fjörðum van­hæfan í málinu

Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört.

Innlent
Fréttamynd

Þegar raun­veru­leikinn er annar en reiknað var með

Ef slepping eldislaxa úr sjókvíum Arctic Fish í Patreksfirði og útbreidd ganga þeirra í skilgreindar laxveiðiár um nánast allt land er sett inn í spálíkanið að baki gildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna kemur í ljós að sjókvíaeldi í núverandi magni verður ekki haldið áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hverfis­sóðar fram­leiða „nýjan fisk“

Það eru ekki margar bækur um fiskeldi sem hafa haft jafn sterk áhrif á mig og bókin The New Fish (The Truth about Farmed Salmon and the Consequences We Can No Longer Ignore). Bókin er rituð af þeim Simon Sætre, sem var blaðamaður hjá vikublaðinu Morgenbladet, og höfundur fimm bóka og svo Kjetil Östli sem er einnig blaðamaður og handhafi Brage verðlauna bókaútgefenda og höfundur og ritstjóri Harvest Magazine.

Skoðun
Fréttamynd

Deilur um Kristján Lofts­son og litla fræðslu­bók

Farsakennd atburðarás um hvalveiðar. Kristján Loftsson og konurnar í tunnunum. Krafa um afsökunarbeiðni í Karphúsinu og eftirtektarverðir Bomber jakkar Eflingarfólks. Óvænt útspil Heimis Más Péturssonar, sjókvíaeldi og hatrammar deilur um eina litla fræðslubók. Þetta eru deilur ársins 2023.

Innlent
Fréttamynd

And­stæðingar sjókvíaeldis æfir vegna á­kvörðunar Helga

Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís gerir ráð fyrir 20 prósenta af­föllum

Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina standa á brauð­fótum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lags­leg á­byrgð Arnarlax; skaðar hand­bolta jafnt og náttúruna

Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Afla­gjald í sjó­kvíeldi

Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Telur að for­maður HSÍ eigi að segja af sér

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust.

Innlent
Fréttamynd

Nú eru þeir strákarnir þeirra

Hvernig gat þetta gerst, að Handknattleikssamband Íslands gerði samning við Arnarlax, þá norsku aurgoða sem hafa hreiðrað um sig í fjörðum landsins og eru að þar leggja lífríkið í rúst? Formaður HSÍ hefur gerst sekur um alvarlegan dómgreindarbrest og ætti að segja af sér strax.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Vest­firðinga óttast að gagn­rýna fisk­eldi

Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi.

Innlent
Fréttamynd

Lag Bjarkar og Rosalíu kemur út á fimmtu­daginn

Lagið Oral, úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar með Rosalíu sem gestasöngkonu, kemur út fimmtudaginn næstkomandi, þann 9. nóvember. Lagið er að sögn Bjarkar framlag til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. 

Lífið
Fréttamynd

Vill stjórn­endur laxeldisfyrirtækja í fangelsi

Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn.

Innlent