Sjókvíaeldi

Fréttamynd

Ríkisendurskoðandi segist ekki vera vanhæfur

Ríkisendurskoðandi segir formennsku eiginkonu sinnar í veiðifélaginu Laxá ekki hafa áhrif á hæfi sitt við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Einnig segir hann að auglýsing frá árinu 2004 og störf í NASCO geri sig ekki vanhæfan.

Innlent
Fréttamynd

Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir al­mennings

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings.

Innlent
Fréttamynd

Vilja láta banna fisk­eldi í sjó­kvíum

Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg.

Innlent
Fréttamynd

Laxa­slagurinn mikli

Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð.

Skoðun
Fréttamynd

Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt

Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 

Innlent
Fréttamynd

„Án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“

Það er mjög auðvelt að ofnota hugtök á borð við „svört skýrsla“ og „áfellisdómur“. Það má hins vegar vel færa rök fyrir því að þessi hugtök nái ekki alveg yfir inntakið í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu sjókvíaeldis sem kynnt var í gær, svo alvarleg er hún.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum

Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis.

Innlent
Fréttamynd

„Mun litlum árangri skila að leggjast í skot­grafir stjórn­málanna“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“

Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum.

Innlent
Fréttamynd

Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni.

Innlent