Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar

Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 

Erlent
Fréttamynd

Börn en ekki pólitík

Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til ríkis­stjórnarinnar vegna á­rása Ísraels á Gaza

Kæru þingmenn, valdhafar. Á undanförnum dögum hafa linnulausar loftárásir ísraelska hersins ollið gríðarlegu mannfalli. Yfir 1800 Palestínumenn hafa verið drepnir á miskunnarlausan hátt - þar af yfir 500 börn, mörg þeirra ungabörn. Gríðarleg eyðilegging á innviðum í Palestínu hefur átt sér stað sem hefur algjörlega lamað samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­ríki banna sam­komur til stuðnings Palestínu­mönnum

Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Segja 338 þúsund á vergangi og ástandið mjög alvarlegt

Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda þeirra sem eru á vergangi á Gasaströndinni hafa aukist um þriðjung á einum sólarhring. 338 þúsund manns hafa misst heimili sín í árásum Ísraelsmanna frá því á laugardaginn en ísraelski herinn hefur varpað rúmlega sex þúsund sprengjum á Gasaströndina á síðustu sex dögum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að spítalinn breytist í lík­hús

Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 

Erlent
Fréttamynd

„Stríð er ekki ró­leg skógar­ferð“

Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang.

Skoðun
Fréttamynd

Friður og rétt­læti

Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar vondur mál­staður verður verri

Það verður alltaf augljósara með hverjum degi sem líður hve alvarlegir atburðir eiga sér stað Í Palestínu. Stöðugar loftárásir með mannfalli þúsund palestínskra borgara er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við á viðeigandi hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast um líf vina sinna

Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: „Hver einasti Hamas-liði mun deyja“

Leiðtogar Ísraels heita því að drepa hvern og einn einasta Hamas-liða og að þurrka Hamas af yfirborði jarðarinnar. Ástandið á Gasaströndinni verður sífellt alvarlegra og þúsundir hafa fallið og særst á báða bóga.

Erlent
Fréttamynd

Sam­komu­lag hefur náðst um þjóð­stjórn

Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Stríð um til­veru og grunn­gildi

Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­rás virðist yfir­vofandi

Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gaza, þar á meðal 300.000 varaliðum. Svo virðist sem innrás sé yfirvofandi ef marka má Jonathan Conricus, talsmann hersins.

Erlent
Fréttamynd

Ill­menni nú­tímans

Í bernsku lærði ég um illmenni fyrri tíma. Það voru karlmenn með skrítna sjálfsmynd sem töldu sig vita betur en aðrir um skipan heimsmála. Þeir söfnuðu liði og reyndu að útrýma þeim sem voru ekki að þeirra skapi.

Skoðun
Fréttamynd

Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum

Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Ástandið og árásirnar verri en áður

Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir.

Erlent