Atvinnurekendur

Fréttamynd

Verður verð­mæta­sköpun í önd­vegi á nýju kjör­tíma­bili?

Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann.

Skoðun
Fréttamynd

Fer úr Efsta­leiti yfir til SFS

Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­skipta­ráð haldið þrá­hyggju

Formaður Bandalags Háskólamanna gefur lítið fyrir nýja úttekt Viðskiptaráðs Íslands á kjörum opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð segir opinbera starfsmenn njóta að jafnaði nítján prósent betri kjara en starfsmenn á almennum markaði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hags­muna­mál fyrir­tækjanna í stjórnar­sátt­mála

Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex.

Skoðun
Fréttamynd

Kynslóðasátt­málann má ekki rjúfa

Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um já­kvæða hvata til grænna fjár­festinga

Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðluðu húsin frá Lím­tré Vír­neti hafa slegið í gegn

Stöðluðu húsin úr límtré og steinullareiningum frá Límtré Vírnet hafa slegið í gegn undanfarið ár enda íslensk framleiðsla á hagkvæmu verði. Þau eru helst notuð fyrir iðnaðar- og landbúnaðarhús og geymslur en möguleikarnir í nýtingu þeirra eru fjölmargir.

Samstarf
Fréttamynd

Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­lífið leiðir

Á tímum þegar heimurinn stendur frammi fyrir fordæmalausum umhverfisáskorunum, hefur íslenskt atvinnulíf ekki setið auðum höndum. Þvert á móti hefur það tekið forystu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, ekki með innantómum loforðum, heldur með raunverulegum aðgerðum sem enduróma um allan heim.

Skoðun
Fréttamynd

Ísak Einar til Sam­taka at­vinnu­lífsins

Ísak Einar Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Ísak hóf störf 1. september síðastliðinn. Hann tekur við starfinu af Páli Ásgeiri Guðmundssyni, en Páll verður samtökunum áfram innan handar sem ráðgjafi í stjórnsýslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukinn úr­tölu­tónn í um­ræðum um lofts­lags­vá

Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar eiga met í fjölgun inn­flytj­enda

Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legir hags­munir í húfi fyrir sjávar­út­veg að Skaginn 3X lifi

Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það.

Innlent
Fréttamynd

Mikill á­hugi á þrota­búi Skagans 3X

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­þingi slátrar jafnræðisreglunni

Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta reddast“ voru fyrstu orðin sem hann lærði

„Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“, segir meðal annars í nýju appi, „Bara tala“, sem kennir íslensku á einfaldan og skemmtilegan hátt. Tvö hundruð manna fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur nýtt sér úrræðið með mjög góðum árangri.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­rek­endur í Grinda­vík krefjast úr­ræða

Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Að ó­breyttu endi málið með lögsóknum

Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land að tapa í slagnum um ferða­menn

Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu.

Innlent