

Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni.
Félagið NQ fasteignir, sem er í eigu athafnamannsins Quang Le, hefur tekið kauptilboði í Herkastalann við Kirkjustræti. Kaupandinn er ónefnt fasteignafélag og kaupverðið liggur ekki fyrir.
Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést.
Um 30 ætlaðir þolendur mansals Quang Lé búa nú við mikla óvissu þegar einungis nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfa þeirra hér á landi. Sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum segir mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í.
Herkastalinn, eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, hefur verið skráð á sölu og tilboða er óskað. Húsið er í eigu félags í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota.
Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi.
Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna.
Vietnam restaurant ehf. varð á dögunum sjötta félagið í eigu athafnamannsins Quangs Lé, sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota.
Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel.
Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús WOKON ehf., segir fjölmarga hafa sýnt rekstrinum áhuga og lýst yfir vilja til að kaupa annað hvort alla staðina eða einstaka staðsetningar. Hann á von á nokkrum tilboðum í næstu viku, og stefnir að því að taka afstöðu til þeirra fyrir lok vikunnar.
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið við máli Quang Lé og er nú verjandi hans. Sveinn segir skjólstæðing sinn grátt leikinn, og enginn Íslendingur hefði mátt þola annað eins.
Veitinga- og athafnamaðurinn Quang Lé virðist hafa eignast krúnudjásnin í viðskiptaveldi sínu fyrir lánsfé og loforð sem lítil innistaða var fyrir. Þannig eignaðist hann Herkastalann fyrir aðeins sextíu milljóna króna útborgun og Wok On fyrir loforð um greiðslu síðar.
WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum.
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu.
Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar.
WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum.
Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða.
Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört.
Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu.
Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur.
Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.
Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út.
Gæsluvarðhald yfir Quang Lé hefur verið framlengt af Héraðsdómi Reykjavíkur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til sautjánda júní. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun mars.
Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum.
Litlar líkur eru á því að innbrot á Facebook-síðu Quangs Le, sem gengur einnig undir nafninu Davíð Viðarsson, hafi áhrif á sakamálarannsókn lögreglu á hendur honum.
Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður.
Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð.