Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 20:01 Steingrímur Jón Guðjónsson rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Mingming. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira