
Morgunkaffi í Íslandi í dag

Nagli og lætur ekki vaða yfir sig
Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga er nýbúin að semja við kennara um laun og er ánægð að hafa getað samið.

Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið
„Það var haft samband við mig í október og ég beðinn um að vera á lista. Þetta var þá í raun bara varaþingmannssæti og ég ákvað að láta slag standa og kynnast nýju fólki og prófa að taka þátt í kosningabaráttu,“ segir Jón Pétur Zimsen, fyrrum kennari og skólastjóri, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er nú kominn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

„Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“
Daði Már Kristófersson er frjálslyndur maður sem vill að ríkið skipti sér ekki af fólki. Hann er nýr fjármálaráðherra og hitti Sindri Sindrason hann í morgunkaffi í Íslandi í dag í síðustu viku.

„Án okkar verður ekki til miðjustjórn“
Sindri Sindrason leit við á hliðarheimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í vikunni og fékk sér morgunbolla með formanni Framsóknarflokksins. Ráðherra í dag, en það gæti breyst í kosningunum á morgun.

Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið
Sindri Sindrason skellti sér í morgunkaffi til Ingu Sælands formanni Flokks Fólksins í vikunni. Hún segist vita nákvæmlega hvað þurfi að gera á Alþingi og vill einfaldlega ráðherrastól.

Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hvílir hugann með góðri tónlist, ræktun á grænmeti og hreyfingu.

Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er maður með skoðanir. Fylgi flokksins í könnunum hefur verið nokkuð gott síðustu mánuði en Sindri Sindrason leit við hjá honum á dögunum og fékk sér morgunbollann með honum í Íslandi í dag á Stöð 2.

„Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“
Hvað vill Viðreisn sem skýst upp í skoðanakönnunum? Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem fór yfir málin með honum.

Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður Pírata vill komast aftur á þing og helst í ríkisstjórn. Sindri Sindrason hitti þingmanninn í morgunkaffi á heimili hennar í Mosfellsbæ í Íslandi í dag í vikunni.

Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians
Hún elskar Taylor Swift, horfir á The Kardashians og langar að verða forsætisráðherra. Sindri kíkti í morgunkaffi hjá Kristrúnu Frostadóttur í Íslandi í dag í vikunni.

Stamaði svo mikið að hann varð að fara í talþjálfun í fimm ár
Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson bjóst við að verða bóndi, átti erfitt með lestur í æsku en kláraði á endanum doktorspróf.

„Bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í“
Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa almennt áhyggjur af stöðu mála og vill ráðherrastól í framtíðinni.

„Stór hluti af samfélaginu okkar“
Í Íslandi í dag á dögunum leit Sindri við í morgunkaffi til Björns Brynjúlfs Björnssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann
Hann þolir ekki óheiðarleika en segir þó flesta vera ágæta. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Brynjars Níelssonar og kynntist mýkri hliðinni hjá alþingismanninum fyrrverandi.

„Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“
Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum.

Fólk í öllum flokkum ágætt og meingallað í senn
Heimir Már Pétursson er einn helsti stjórnmálablaðamaður Íslands og hefur verið í fjölmiðlabransanum lengur en flestir. Sindri Sindrason kíkti til Heimis í morgunkaffi á litla, krúttlega heimili hans í miðbæ Reykjavíkur.

Kominn í pásu frá sterunum
Guðmundur Emil Jóhannsson eða Gummi Emil segist vera í pásu frá sterum. Hann hefur engar áhyggjur af lungnabólgu þrátt fyrir að vera alltaf ber að ofan og segir ekki tíma kominn á að eignast kærustu. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til kappans í Íslandi í dag.

Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós
Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig.

Styrktist í trúnni eftir áfallið
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Guðrúnar Karls Helgudóttur nýkjörins biskups Íslands í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Endurtekið hvött til að hvíla bláa litinn
Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Höllu Hrundar Logadóttur sem býður sig fram til forseta og fékk að kynnast henni betur.

„Kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið“
Hún hefur aldrei setið auðum höndum, stofnað fleiri fyrirtæki en eitt, elskar fólk og fallega hönnun svo ekki sé talað um matinn sem maðurinn hennar býr til.

„Veit ekkert hvernig þessi ferð endar, en ég er samt mjög ánægð með að hafa lagt af stað“
Þegar hún vill slökkva á heilanum horfir hún á Naked gun eða aðra eins vitleysu, hún getur orðið brjáluð í umferðinni og á eina eftirsjá á pólitíska ferlinum.

Sagan á bak við djarft listaverk Ásdísar Ránar
Heimili Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur forsetaframbjóðanda er hlaðið listaverkum eftir hana sjálfa. Myndirnar sem prýða veggina eru þó ekki allar úr smiðju Ísdrottningarinnar; eitt tiltekið verk fékk hún að gjöf úr áhugaverðri átt.

Morgunbolli með Heimi Karlssyni
Heimir Karlsson hefur starfað í Bítinu á Bylgjunni í yfir tuttugu ár og hefur enginn verið lengur í þættinum.

Tekjulaus og allslaus með fjögur börn
Formaður Flokk Fólksins Inga Sæland bauð Sindra Sindrasyni í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

„Maður er löngu hættur að setja sig í fyrsta sæti“
Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi til Gunnars Nelson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

Flest allt notað í fallegu baðherbergi Sólveigar Önnu
Hún er nörd sem elskar Star Wars, segist mögulega stundum pínu ósanngjörn en þó ekki erfið. Sindri Sindrason hitti Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar, í morgunkaffi á fallegu heimili hennar í smáíbúðahverfinu og fékk að kynnast hinni hliðinni á þessari kraftmiklu konu.

„Lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið“
Hann ætlaði í listaháskóla en valdi svo hagfræði. Hann elskar starfið sitt og að rökræða við Sólveigu Önnu. Sindri Sindrason heimsótti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í morgunkaffi.

Vakna alltaf miður mín
Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm.

Skírð í höfuðið á flugvél
Hún hefur slegið í gegn í Svörtu söndum en er svo sannarlega ekki sama týpan og hún leikur. Nei, þessi Icelandair flugfreyja, leikkona, hundakona, handritahöfundur og fagurkeri er lífsglaðari og skemmtilegri en flestir.