Stj.mál

Fréttamynd

Telur ekki að samstaða muni aukast

Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver.

Innlent
Fréttamynd

Samningur auki ekki líkur á álveri

Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að kolmunnaveiðum verði hætt

Norska hafrannsóknarstofnunin og danska matvælaráðuneytið vilja að kolmunnaveiðum verði hætt þegar í stað. Það myndi kosta Ísland marga milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Strandavegur mjög illa farinn

Vegurinn frá Hólmavík á Ströndum að Brú í Hrútafirði er illa á sig kominn. Auknir stórflutningar um veginn hafa leikið hann illa og nú horfa Strandamenn til vegar um Arnkötludal sem myndi stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 40 kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Bjarna sé beitt í leikmannamálum

Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt.

Sport
Fréttamynd

Áfram unnið að álveri fyrir norðan

Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sáttur við niðurstöðu nefndar

Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, Björgólfur Jóhannsson, er ekki sáttur við þá niðurstöðu svokallaðrar hágengisnefndar um að ekki sé ástæða til að grípa til sértækra aðgerða vegna hás gengis krónunnar. Hágengisnefnd viðurkennir í skýrslu, sem kynnt var í gær, að afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins séu óviðunandi en samkvæmt niðurstöðum megi sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir gætu hafist 2007

Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar.

Innlent
Fréttamynd

Stefna áfram að eigin vatnsveitu

Formaður bæjarráðs Kópavogs fagnar vilja Orkuveitu Reykjavíkur til lækkunar á vatnsverði til Kópavogsbæjar. Hann segir bæinn engu að síður stefna að eigin vatnsveitu á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verði gripið til séraðgerða

Afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins eru óviðunandi, samkvæmt niðurstöðum svokallaðrar hágengisnefndar sem skilaði af sér í dag. Ekki er þó talin ástæða til að grípa til sértækra aðgerða og það má jafnvel sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum.

Innlent
Fréttamynd

Vill áminna Kínverja

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur ritað Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bréf vegna heimsóknar hans til Kína og lýst áhyggjum sínum af stöðu mannréttindamála í Kína. Grétar vill jafnframt að forsetinn komi þessu á framfæri við kínversk stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stofna félag um stóriðju

Blása á til sóknar í stóriðjumálum á Norðurlandi. Stofnfundur félags með þetta markmið verður á Akureyri á þriðjudag. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að mikið sé af óbeislaðri orku bæði í fallvötnum og jarðvarma. Félagið ætlar að beita sé með beinum og óbeinum hætti fyrir því að þessi orka verði beisluð og nýtt til eflingar atvinnulífs.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn fá Konungasögur að gjöf

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun á fundi með Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sem haldinn verður á morgun afhenda norsku þjóðinni gjöf Íslendinga í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Norðmenn öðluðust sjálfstæði og norska konungdæmið var endurreist. Gjöfin er 500 eintök af Konungasögum í fjórum bindum með norskum inngangi. Áætlaður kostnaður við verkið er 14-16 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Fríverslun við Kína í burðarliðnum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við.

Innlent
Fréttamynd

Vildi bara styðja Ingibjörgu

Helga Jónsdóttir, borgarritari og fyrrverandi aðstoðarkona Steingríms Hermannssonar, gekk eingöngu í Samfylkinguna til þess að styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri flokksins. Nafn Helgu átti hvergi að koma fram en það komst í hendur stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar og í kjölfarið var starfsmanni á skrifstofu flokksins sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegurinn skiptir ekki máli

"Það er ástæða fyrir því að Síldavinnslan hefur ákveðið að hætta vinnslu á þorski í landi," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað.

Innlent
Fréttamynd

Færri herstöðvum lokað en til stóð

Herstöðvum Bandaríkjamanna á heimavelli verður fækkað mun minna en til stóð. Áhrifin á Keflavíkurstöðina eru óljós en fjölmargar tillögur hafa verið lagðar fram um framtíðarfyrirkomulag stöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Samið við Kína um fríverslun

Ísland verður að öllum líkindum fyrsta ríkið í Evrópu sem mun gera fríverslunarsamning við Kína. Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif?

Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarskrá ESB samþykkt

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild þýska þingsins í morgun. Ekki er búist við að Frakkar fari eins mjúkum höndum um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok mánaðarins. 

Erlent
Fréttamynd

Raffarin aftur til starfa

Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sneri aftur til starfa í dag eftir að hafa gengist undir uppskurð á laugardag. </font />Ráðherrann var þá fluttur í skyndi á sjúkrahús í París vegna gallsteinkasts.

Erlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn Hollendingum

Ættingjar nokkurra þeirra Bosníumúslima sem Serbar myrtu við Srebrenitsa árið 1995 hafa höfðað mál á hendur hollenskum yfirvöldum til að fá úr því skorið hver það var nákvæmlega sem gaf hollensku friðargæsluliðunum skipun um að vísa fólkinu út í opinn dauðann.

Erlent
Fréttamynd

Kærir kjörstjórn Samfylkingarinnar

Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Í þrem flokkum sama kjörtímabilið

Allar götur frá því stjórnmálaflokkar urðu til á Íslandi í upphafi síðustu aldar hafa flokkar komið og farið, sameinast og sundrast. Sömu sögu er að segja af stjórnmálamönnunum sem mynda flokkana.

Innlent
Fréttamynd

Í olíuviðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar velkominn í flokkinn

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn.  

Innlent
Fréttamynd

Lítill drengskapur Gunnars

"Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum," segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins um ákvörðun Gunnars Örlygssonar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarskrá ESB samþykkt

Bundestag, neðri deild þýska þingsins, samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins með yfirgnæfandi meirihluta fyrir stundu. Stjórnarskráin á enn eftir að fara fyrir Bundesrat, efri deild þingsins, en ekki er búist við neinum umsnúningi þar.

Erlent
Fréttamynd

Hraðamet í afgreiðslu þingmála

Alþingi fór í sumarleyfi skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld eftir að Halldór Blöndal, fráfarandi þingforseti, hafði slegið hraðamet í afgreiðslu mála.

Innlent