Stj.mál Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Innlent 13.10.2005 19:11 Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. Innlent 13.10.2005 19:11 Safna undirskriftum gegn lögum Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu. Innlent 13.10.2005 19:11 Ræddu um vegamál fram á nótt Umræður um vegaáætlun samgönguráðherra stóðu fram á fjórða tímann í nótt. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki, gerði nokkrar veigamiklar breytingatillögur við áætlun flokksbróður síns, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, og vildi skipta fé milli landshluta öðruvísi, það er að segja að meira fé komi til framkvæmda á suðvesturhorninu. Þingfundur hefst að nýju klukkan hálfellefu með síðustu fyrirspurnum vorsins en eldhúsdagsumræður verða síðan í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:11 Annað en fyrningarafnám mögulegt Bjarni Benediktsson alþingismaður sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. Innlent 13.10.2005 19:11 Geta útskrifast án samræmds prófs Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. Innlent 13.10.2005 19:11 53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11 Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. Erlent 13.10.2005 19:11 10 milljarða króna vanskil Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:11 Lög um RÚV og vatnalög í salt Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið og vatnalög verða sett í salt samkvæmt samkomlagi sem náðist nú fyrir nokkrum mínútum milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lok þingstarfa. Þetta þýðir að önnur stjórnarfrumvörp munu renna í gegn, þar á meðal samkeppnislög og samgönguáætlun, en gert er ráð fyrir að Alþingi fari í sumarfrí á miðvikudag. Innlent 13.10.2005 19:11 Olíugjaldi mótmælt í dag Fyrirhuguðu olíugjaldi verður mótmælt í Reykjavík í dag, en 1. júlí verður það hækkað þannig að verð á díselolíu hækkar verulega. Það eru ferðaklúbburinn 4X4, Félag hópferðaleyfishafa, Landssamband sendibílstjóra, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra og Bifreiðastjórafélagið Átak sem standa fyrir mótmælunum. Innlent 13.10.2005 19:11 Fáir hlynntir Héðinsfjarðagöngum Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. Innlent 13.10.2005 19:11 Frumvarpi um RÚV frestað Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Innlent 13.10.2005 19:11 Strætó líklega frá Kirkjusandi Starfsemi Strætó bs. mun að öllum líkindum flytja af Kirkjusandslóð á þessu ári og lóðin verða seld. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir lóðina vera eina þá bestu í bænum og að verðið verði eftir því. Starfsemi Strætó bs. hefur verið fundin ný lóð. Innlent 13.10.2005 19:11 Hissa á viðkvæmni barnageðlækna Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er hissa á því hversu viðkvæmir barnageðlæknar eru fyrir umræðu um þá miklu aukningu sem orðið hefur á notkun barna á ofvirknilyfjum. Innlent 13.10.2005 19:11 Meirihluti á móti göngum "Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að það skuli vera svona mikill munur á jákvæðri og neikvæðri afstöðu manna," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, þegar niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng voru borin undir ráðherrann. Innlent 13.10.2005 19:11 Þinglok á miðvikudag? Óvíst er hvort þinglok verði á miðvikudaginn eins og gert hefur verið ráð fyrir því mörg stór og umdeild mál bíða enn afgreiðslu Alþingis. Samkvæmt starfsáætlun eiga þingmenn að fara í frí á miðvikudaginn eftir eldhúsdagsumræður. Í morgun hefur verið tekist á um samkeppnislög sem stjórnarandstæðingar telja veikja eftirlit með samkeppni hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:11 Mótmæltu háu olíugjaldi Eigendur dísilbíla flautuðu fyrir utan Alþingishúsið nú síðdegis til að mótmæla háu olíugjaldi. FÍB furðar sig hins vegar á mótmælunum. Innlent 13.10.2005 19:11 Markmið náist ekki vegna olíuverðs Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara. Innlent 13.10.2005 19:11 Geislavirkur leki í Sellafield Í ljós hefur komið að um 20 tonn af stórhættulegri blöndu geislavirkra efna hafa lekið úr hriplekum pípum í Sellafield, kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Bretlandi. Erlent 13.10.2005 19:11 Afhentu ráðherra áskorun Stjórn og aðalfundur Ferðafélagsins 4x4, Landsamband sendibílstjóra, Frami, félag leigubílstjóra, Félag hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagið Átak afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra áskorun við Alþingishúsið í dag vegna gjalds sem lagt verður á dísilolíu 1. júní næstkomandi. Félögin stóðu fyrir hópakstri frá Holtagörðum niður í bæ vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:11 Annir á þingi í dag Fjörtíu og þrjú mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en fundur hefst nú klukkan hálfellefu. Stefnt er að því að þingstörfum ljúki á miðvikudaginn, 11. maí, en ekki er víst að það takist. Sum málanna sem taka á fyrir á þingi í dag eru umdeild og má þar nefna samkeppnislög, vatnalög auk laga um Ríkisútvarpið, fjarskiptalög og vegalög. Innlent 13.10.2005 19:11 Aðeins 6,5% gerða í íslensk lög Aðeins 6,5 prósent af tilskipunum og öðrum gerðum Evrópusambandsins hafa verið tekin inn í íslensk lög. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar á Alþingi segja þessar upplýsingar afhjúpa þá blekkingu að Íslendingar þyrftu með EES-samningnum að innleiða 80 prósent af reglugerðaverki Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:11 Tannlæknar styðja reykingabann Tannlæknafélag Íslands hefur sent frá sér á ályktun þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við breytingar á lögum um tóbaksvarnir þar sem m.a. er kveðið á um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Telur Tannlæknafélagið að umrætt frumvarp sé í fullu samræmi við markmið félagsins að stuðla að bættri tannheilsu landsmanna. Innlent 13.10.2005 19:11 Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag Stjórnarandstæðingar eru tilbúnir að sitja næstu vikur á þingi ef reynt verður að keyra í gegn frumvarp um Ríkisútvarpið án nauðsynlegrar umræðu, segja þeir. Kynntar verða breytingar á frumvarpinu í menntamálanefnd þingsins í dag. Innlent 13.10.2005 19:10 Samkeppnislögin rædd eftir helgi Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Lengstu ræðurnar voru á þriðju klukkustund. Þrettán voru á mælendaskrá þegar fundi lauk og verður því umræðunni haldið áfram á mánudag. Innlent 13.10.2005 19:10 Ingibjörg með meira fylgi en Össur Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í gæer er lítill munur á fylgi Össurar og Ingibjargar Sólrúnar þegar tekið er mið af öllum svöurm. Össun nýtur hins vegar bara stuðnings um fjórðungs þeirra sem segjast kjósa Samfylkingunna. Innlent 13.10.2005 19:11 Veltur framtíð Blairs á ESB? Evrópumálin verða líklega stærsta verkefni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á þriðja kjörtímabili hans. Takist honum ekki að fá bresku þjóðina til að samþykkja nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins kann það að binda enda á pólitískan feril hans. Erlent 13.10.2005 19:10 Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 13.10.2005 19:10 Mjótt á mununum í formannskjöri Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu. Innlent 13.10.2005 19:11 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 187 ›
Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Innlent 13.10.2005 19:11
Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. Innlent 13.10.2005 19:11
Safna undirskriftum gegn lögum Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu. Innlent 13.10.2005 19:11
Ræddu um vegamál fram á nótt Umræður um vegaáætlun samgönguráðherra stóðu fram á fjórða tímann í nótt. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki, gerði nokkrar veigamiklar breytingatillögur við áætlun flokksbróður síns, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, og vildi skipta fé milli landshluta öðruvísi, það er að segja að meira fé komi til framkvæmda á suðvesturhorninu. Þingfundur hefst að nýju klukkan hálfellefu með síðustu fyrirspurnum vorsins en eldhúsdagsumræður verða síðan í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:11
Annað en fyrningarafnám mögulegt Bjarni Benediktsson alþingismaður sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. Innlent 13.10.2005 19:11
Geta útskrifast án samræmds prófs Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. Innlent 13.10.2005 19:11
53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11
Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. Erlent 13.10.2005 19:11
10 milljarða króna vanskil Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:11
Lög um RÚV og vatnalög í salt Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið og vatnalög verða sett í salt samkvæmt samkomlagi sem náðist nú fyrir nokkrum mínútum milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lok þingstarfa. Þetta þýðir að önnur stjórnarfrumvörp munu renna í gegn, þar á meðal samkeppnislög og samgönguáætlun, en gert er ráð fyrir að Alþingi fari í sumarfrí á miðvikudag. Innlent 13.10.2005 19:11
Olíugjaldi mótmælt í dag Fyrirhuguðu olíugjaldi verður mótmælt í Reykjavík í dag, en 1. júlí verður það hækkað þannig að verð á díselolíu hækkar verulega. Það eru ferðaklúbburinn 4X4, Félag hópferðaleyfishafa, Landssamband sendibílstjóra, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra og Bifreiðastjórafélagið Átak sem standa fyrir mótmælunum. Innlent 13.10.2005 19:11
Fáir hlynntir Héðinsfjarðagöngum Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. Innlent 13.10.2005 19:11
Frumvarpi um RÚV frestað Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Innlent 13.10.2005 19:11
Strætó líklega frá Kirkjusandi Starfsemi Strætó bs. mun að öllum líkindum flytja af Kirkjusandslóð á þessu ári og lóðin verða seld. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir lóðina vera eina þá bestu í bænum og að verðið verði eftir því. Starfsemi Strætó bs. hefur verið fundin ný lóð. Innlent 13.10.2005 19:11
Hissa á viðkvæmni barnageðlækna Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er hissa á því hversu viðkvæmir barnageðlæknar eru fyrir umræðu um þá miklu aukningu sem orðið hefur á notkun barna á ofvirknilyfjum. Innlent 13.10.2005 19:11
Meirihluti á móti göngum "Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að það skuli vera svona mikill munur á jákvæðri og neikvæðri afstöðu manna," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, þegar niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng voru borin undir ráðherrann. Innlent 13.10.2005 19:11
Þinglok á miðvikudag? Óvíst er hvort þinglok verði á miðvikudaginn eins og gert hefur verið ráð fyrir því mörg stór og umdeild mál bíða enn afgreiðslu Alþingis. Samkvæmt starfsáætlun eiga þingmenn að fara í frí á miðvikudaginn eftir eldhúsdagsumræður. Í morgun hefur verið tekist á um samkeppnislög sem stjórnarandstæðingar telja veikja eftirlit með samkeppni hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:11
Mótmæltu háu olíugjaldi Eigendur dísilbíla flautuðu fyrir utan Alþingishúsið nú síðdegis til að mótmæla háu olíugjaldi. FÍB furðar sig hins vegar á mótmælunum. Innlent 13.10.2005 19:11
Markmið náist ekki vegna olíuverðs Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara. Innlent 13.10.2005 19:11
Geislavirkur leki í Sellafield Í ljós hefur komið að um 20 tonn af stórhættulegri blöndu geislavirkra efna hafa lekið úr hriplekum pípum í Sellafield, kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Bretlandi. Erlent 13.10.2005 19:11
Afhentu ráðherra áskorun Stjórn og aðalfundur Ferðafélagsins 4x4, Landsamband sendibílstjóra, Frami, félag leigubílstjóra, Félag hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagið Átak afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra áskorun við Alþingishúsið í dag vegna gjalds sem lagt verður á dísilolíu 1. júní næstkomandi. Félögin stóðu fyrir hópakstri frá Holtagörðum niður í bæ vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:11
Annir á þingi í dag Fjörtíu og þrjú mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en fundur hefst nú klukkan hálfellefu. Stefnt er að því að þingstörfum ljúki á miðvikudaginn, 11. maí, en ekki er víst að það takist. Sum málanna sem taka á fyrir á þingi í dag eru umdeild og má þar nefna samkeppnislög, vatnalög auk laga um Ríkisútvarpið, fjarskiptalög og vegalög. Innlent 13.10.2005 19:11
Aðeins 6,5% gerða í íslensk lög Aðeins 6,5 prósent af tilskipunum og öðrum gerðum Evrópusambandsins hafa verið tekin inn í íslensk lög. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar á Alþingi segja þessar upplýsingar afhjúpa þá blekkingu að Íslendingar þyrftu með EES-samningnum að innleiða 80 prósent af reglugerðaverki Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:11
Tannlæknar styðja reykingabann Tannlæknafélag Íslands hefur sent frá sér á ályktun þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við breytingar á lögum um tóbaksvarnir þar sem m.a. er kveðið á um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Telur Tannlæknafélagið að umrætt frumvarp sé í fullu samræmi við markmið félagsins að stuðla að bættri tannheilsu landsmanna. Innlent 13.10.2005 19:11
Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag Stjórnarandstæðingar eru tilbúnir að sitja næstu vikur á þingi ef reynt verður að keyra í gegn frumvarp um Ríkisútvarpið án nauðsynlegrar umræðu, segja þeir. Kynntar verða breytingar á frumvarpinu í menntamálanefnd þingsins í dag. Innlent 13.10.2005 19:10
Samkeppnislögin rædd eftir helgi Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Lengstu ræðurnar voru á þriðju klukkustund. Þrettán voru á mælendaskrá þegar fundi lauk og verður því umræðunni haldið áfram á mánudag. Innlent 13.10.2005 19:10
Ingibjörg með meira fylgi en Össur Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í gæer er lítill munur á fylgi Össurar og Ingibjargar Sólrúnar þegar tekið er mið af öllum svöurm. Össun nýtur hins vegar bara stuðnings um fjórðungs þeirra sem segjast kjósa Samfylkingunna. Innlent 13.10.2005 19:11
Veltur framtíð Blairs á ESB? Evrópumálin verða líklega stærsta verkefni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á þriðja kjörtímabili hans. Takist honum ekki að fá bresku þjóðina til að samþykkja nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins kann það að binda enda á pólitískan feril hans. Erlent 13.10.2005 19:10
Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 13.10.2005 19:10
Mjótt á mununum í formannskjöri Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu. Innlent 13.10.2005 19:11