Stj.mál

Fréttamynd

Munurinn eykst í Bretlandi

Verkamannaflokkurinn bætir enn við sig fylgi samkvæmt síðustu könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi, sem fara fram á morgun. Samkvæmt könnun dagblaðsins <em>Times</em>, sem birtist í morgun, mælist Verkamannaflokkurinn með 41 prósent fylgi en Íhaldsflokkurinn aðeins með 27. Þetta er mesti munur sem mælst hefur á flokkunum í aðdraganda kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Birtir milliuppgjör í baráttu

Starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar hefur birt milliuppgjör í kosningabaráttunni um formannssætið í Samfylkingunni. Samkvæmt því hefur formannsbaráttan kostað 1.217.851 krónur fram til 1. maí en tekjur á sama tímabili verið 1.294.000 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Stimpilgjöld ekki afnumin í vor

Ekki er vilji hjá stjórnarflokkunum til að afgreiða frumvarp um afnám stimpilgjalda og endurfjármögnum lána á þessu þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar hafði þó lýst stuðningi við málið. Þingmaður Samfylkingarinnar segir sárt að þetta stóra hagsmunamál fjölskyldna náist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Greiða ber fyrir sálfræðiþjónustu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar kveðst fagna því að heilbrigðsráðherra ætli að láta athuga nánar hvort mikil notkun Ritalins og skyldra lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna tengist á einhvern hátt oflækningum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin sór embættiseið

Fyrsta lýðræðislega kjörna ríkisstjórnin í Írak í hálfa öld sór embættiseið í dag. Þrjá mánuði tók að mynda stjórnina eftir kosningarnar sem fram fóru í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Bilið í Bretlandi virðist minnka

Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing.

Erlent
Fréttamynd

Andstaða við RÚV-frumvarpið

Stjórn BSRB lýsir eindreginni andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið. BSRB telur að verði frumvarpið að lögum komi það til með að skerða kjör og réttindi starfsmanna og einboðið sé að upp komi mál sem nauðsynlegt verði að útkljá fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Enn þarf að bæta skattaumhverfið

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag að halda bæri áfram að laga skattaumhverfið til að styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og bæta lífskjörin.

Innlent
Fréttamynd

Strangar reglur um innflytjendur

Enn hafa Tony Blair og Verkamannaflokkurinn forskot á keppinauta sína samkvæmt könnunum en harkan eykst núna á lokasprettinum.Breski Íhaldsflokkurinn hefur sett strangari reglur um innflytjendur á oddinn í sinni kosningabaráttu. Þetta er sérstakt hitamál í Bradford þar sem Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var á ferð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rofar til hjá stuðningsmönnum ESB

Það rofar til hjá stuðningsmönnum Evrópusambandsins í Frakklandi. Þrjár af síðustu fimm skoðanakönnunum benda til þess að naumur meirihluti kjósenda ætli að samþykkja stjórnarskrá sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Stimpilgjöldin hortittur

Sama dag og fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna höfnuðu því að afgreiða þingmál um afnám stimpilgjalda af endurfjármögnun lána, kallaði forsætisráðherra þau hortitt í íslensku skattakerfi. Það sagði hann í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í dag.

Innlent
Fréttamynd

36% Breta enn óákveðin

Þrjátíu og sex prósent Breta segjast ekki enn hafa ákveðið hvað þeir ætla að kjósa þegar þeir koma inn í kjörklefann á fimmtudaginn. Þetta er svo hátt hlutfall að það gæti haft áhrif á annars örugga stöðu Blairs í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Bankarnir gengið of langt

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur að umsvif íslenskra banka á fjármálamarkaðnum og útrás þeirra á erlendum grundum hafi gengið of langt. Finnst honum sá ljóður vera á viðskiptalífinu að þar sé of mikið um átök og þar gangi bankarnir of hart fram.

Innlent
Fréttamynd

Thatcher umbylti bresku samfélagi

Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher.

Erlent
Fréttamynd

Uppsagnir án rökstuðnings?

Hægt verður að segja starfsmönnum Ríkisútvarpsins upp án áminningar og málefnalegs rökstuðnings, ef fyrirtækið verður sameignarstofnun, eins og nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið gerir ráð fyrir. Þá missa þeir rétt til biðlauna. Þetta segir lögfræðingur BSRB.

Innlent
Fréttamynd

70 milljóna halli á borgarsjóði

Rúmlega 70 milljóna króna halli varð á rekstri borgarsjóðs, svokölluðum A-hluta, sem er sú starfsemi borgarinnar sem fjármögnuð er með skatttekjum. 5,1 milljarðs króna hagnaður varð aftur á móti af heildarrekstri Reykjavíkurborgar, eða af fyrirtækjum sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um umsókn í Öryggisráðinu

Forsætisráðherra segir fulla samstöðu hafa verið milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu. Það hafi ekki verið mistök. Verið er að skoða kostnað við framboðið en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Hann segir utanríkisþjónustuna skrifa meira á reikning framboðsins en efni séu til.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin tapar meirihlutanum

Ríkisstjórnin heldur ekki meirihluta sínum í nýjustu skoðanakönnun Gallups en Samfylkingin vinnur á. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 37 prósenta fylgi og tapar einu prósentustigi frá fyrra mánuði. Framsóknarflokkur mælist með tíu prósent og tapar tveimur prósentustigum.

Innlent
Fréttamynd

Sendiráðið í Hollandi flutt

Bandaríkjamenn hyggjast flytja sendiráð sitt í Haag í Hollandi út í úthverfi þar sem öryggisráðstafanir angra ekki nágrannana eins og nú er. Það eru því greinilega fleiri Laufásvegir í heiminum en nágrannar bandaríska sendiráðsins í Reykjavík hafa einmitt kvartað undan auknum öryggisráðstöfunum sem hafa áhrif á íbúa við götuna.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskar jeppasveitir á förum

Þegar síðustu starfsmenn íslensku friðargæslunnar fara frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir rúman mánuð hefst þátttaka Íslendinga í endurreisnarstarfi í norður- og vesturhluta Afganistans. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi að gert væri ráð fyrir að á hvorum staðnum yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka við af Blair

Tveir menn vilja flytja föggur sínar inn í Downing-stræti 10 eftir kosningarnar, Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkuráðstefna í uppnámi

Ráðstefna utanríkisráðherra aðildarlanda NPT-sáttmálans um kjarnorkuafvopnun sigldi eiginlega í strand áður en hún hófst. Deilt er um hvort sé mikilvægara: að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjarnavopn eða að fækka þeim vopnum sem til eru.

Erlent
Fréttamynd

Orkustofnun í dekri hjá ríkinu

Umhverfisstofnun gagnrýnir frumvarp iðnaðarráðherra til vatnalaga. Óánægja er meðal starfsmanna stofnunarinnar með lítið vægi sem hún virðist hafa gagnvart öðrum stofnunum. Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslyndra segir Orkustofnun í dekri ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Á móti frumvarpi um ný vatnalög

Umhverfisstofnun leggst gegn frumvarpi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um ný vatnalög. Iðnaðarnefnd afgreiddi frumvarpið úr nefnd fyrir helgina og er önnur umræða um það fyrirhuguð á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Þarf 10 prósentum meira fylgi

Sjálft kosningakerfið er líka flókið og undarlegt. Íhaldsflokkurinn þarf til að mynda tíu prósentustigum meira fylgi en Verkamannaflokkurinn til að bera sigur úr býtum í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Segir samráð haft við íbúa

Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Vilja einn rétt og ekkert svindl

Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að nefnd vilji fá tilboð

Talsmenn félagsins Almennings, sem stefnir að kaupum á Landssímanum, fengu engin svör á stuttum fundi í dag með starfsmönnum einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar. Agnes Bragadóttir, talsmaður félagsins, stórefast um að einkavæðingarnefnd vilji fá tilboð frá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín vinsælust

Minni ánægja ríkir meðal landsmanna með störf allra ráðherra Framsóknarflokksins nú en síðasta haust, samkvæmt nýrri könnun frá Þjóðarpúlsi Gallups.

Innlent
Fréttamynd

Stimpilgjald verði afnumið

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Pétur Blöndal, hyggst freista þess að ná samstöðu meðal þingflokka um að frumvarp Margrétar Frímannsdóttur um afnám stimpilgjalds við endurfjármögnun lána verði lögfest fyrir sumarfrí Alþingis.

Innlent