Stj.mál

Fréttamynd

Háhraðavæðing fyrir árið 2007

Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet.

Innlent
Fréttamynd

Enginn eigi að segja af sér

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að hann og aðrir ráðherrar beri ábyrgð á því að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng á sínum tíma. Hann segir deildar meiningar um hvort ríkið hafi brotið lög, eins og héraðsdómur hefur sagt, Hæstiréttur eigi eftir að fjalla um málið. Hann telur að enginn eigi að segja af sér vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Ísland verið fremst í fjarskiptum

Ísland kemst í fremstu röð í heiminum í upplýsingatækni og fjarskiptum með fimm ára fjarskiptaáætlun sem hefst í ár. Með henni á að bæta sjónvarps- og útvarpssendingar til dreifðra byggða og sjómanna auk þess sem farsímakerfið verður eflt og háhraðatengingu komið upp um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýni ákvæði um RÚV

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segist ekki sjá nein rök fyrir ákvæði í frumvarpi að nýjum lögum um Ríkisútvarpið, þar sem kveðið er á um að stjórn stofnunarinnar eigi að setja reglur um fréttaflutning og auglýsingar og gæta þess að reglum sé fylgt.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýndi ómálefnalega umræðu

Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Hafi erindi sem erfiði

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vona að Agnes Bragadóttir og félagar hennar í átaki til að koma saman hópi lítilla fjárfesta til að kaupa hlut í Símanum hafi erindi sem erfiði. Hann furðar sig hins vegar á því að hún geri Alþingi að blóraböggli.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli

Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á <em>Vefþjóðviljanum</em> í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð.

Innlent
Fréttamynd

Tími Ingibjargar ekki kominn

Það er ekkert sem bendir til þess að tími Ingibjargar Sólrúnar muni ekki koma einhvern tíma en það verður þó að bíða betri tíma. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan í dag undir yfirskriftinni <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér</em>. Þá sagðist Össur sjálfur vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í næstu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Auka kvóta úr sameiginlegum stofni

Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær einhliða að auka kvóta íslenskra skipa til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fá íslensku skipin á þessu ári að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld. Ekki náðist samkomulag við Norðmenn um veiðarnar og hafa báðar þjóðir því í reynd tekið einhliða ákvörðun í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Landburður af nýjum félögum

Talið er að allt að 4.000 nýir félagar hafi skráð sig í Samfylkinguna, en frestur til skráningar fyrir formannskjörið rann út klukkan sex í gærkvöld. "Það er landburður af nýjum félögum," segir Flosi Eiríksson formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Undirbýr leyfi til olíurannsókna

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að veita olíufyrirtækjum leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu á landgrunni Íslands. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra lagði fram greinargerð um málið á ríkisstjórnarfundi í dag og samþykkti ríkisstjórnin áætlun sem gerir ráð fyrir að nauðsynlegum undirbúningi til að bjóða fram leyfi verði lokið í ársbyrjun 2007.

Innlent
Fréttamynd

Tölvupóstur verður dulkóðaður

Til skoðunar er að dulkóða tölvupóst á milli starfsmanna ráðuneytanna til að koma í veg fyrir að viðkvæm mál berist til óviðkomandi. Dæmi eru um að mál er varða þjóðaröryggi hafi lent í röngum höndum.

Innlent
Fréttamynd

Undrast hlutleysi Ágústs

Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tilkynnti í morgun að hann gæfi kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í maí. Ágúst Ólafur er 28 ára og var kjörinn á þing í kosningunum árið 2003. Samfylkingarmenn sem fréttastofa ræddi við í morgun eru undrandi á yfirlýsingum Ágústs um að hann ætli engan að styðja til formannskjörs.

Innlent
Fréttamynd

Hafi tíma til að skila inn tilboði

Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Athyglin dregin frá kjarna málsins

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forseti Alþingis hafi beitt gamaldags aðferðafræði í pólitík og dregið athyglina frá kjarna málsins með því að víta hann á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til afgreiðslu frumvarps

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni og leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Vonarstjarna almennra flokksmanna

Helle Thorning-Schmidt er fyrsta konan til að leiða danska jafnaðarmannaflokkinn og um leið fyrsta konan í sögu danskra stjórnmála sem á raunhæfan kost á að verða forsætisráðherra. Hún hyggst færa stefnu flokksins nær miðju.</font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Samfylkingin: Félögum fjölgar ört

Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á ungliðum í forystusveit

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ákvörðun sína tilkynnti hann opinberlega í gær og tók þar með áskorun framkvæmdastjórnar Ungra jafnaðarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Meðalverð lóða ríflega 100% hærra

Meðalverð á einbýlishúsalóðum í Norðlingaholti var vel á annað hundrað prósentum hærra í tilboðunum, sem opnuð voru í gær, en í tilboðunum í júní í fyrra. Þá er lóðaverð vegna íbúðar í fjölbýlishúsi orðið hærra en einbýlishúsalóð kostaði fyrir nokkrum misserum.

Innlent
Fréttamynd

Auka kvóta til jafns við Norðmenn

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Eina stjórnarandstaðan í Bretlandi

Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hófu kosningabaráttu sína í dag með því að lýsa því yfir að þeir væru eina raunverulega stjórnarandstaðan í landinu. Demókratarnir voru einir stóru flokkanna á móti innrásinni í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Styrkja kjarnorkuvarnir sínar

Norður-Kórea segist ætla að styrkja kjarnorkuvarnir sínar vegna fjandsamlegrar afstöðu Bandaríkjanna til landsins, að sögn Itar-Tass fréttastofunnar.

Erlent
Fréttamynd

Hyggja ekki á hernaðaraðgerðir

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur tjáð bandarískum embættismönnum að Ísraelar hyggi ekki á hernaðaraðgerðir gegn Írönum til að koma í veg fyrir að þeir eignist kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Landamæraeftirlit ESB í Póllandi

Höfuðstöðvar Landamæraeftirlits Evrópusambandsins verða í Póllandi. Þetta verður fyrsta Evrópusambandsstofnunin með höfuðstöðvar í einu hinna tíu nýju ríkja sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki hækka leikskólagjöld

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja falla frá hækkunum á leikskólagjöldum sem samþykktar voru af R-listanum fyrir fjórum mánuðum. Þetta kom fram í bókun sem lögð var fram í borgarráði í gær vegna umræðu um gjaldskrá leikskóla á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Chirac reynir að sannfæra Frakka

Jacques Chirac Frakklandsforseti mun í kvöld taka þátt í sjónvarpskappræðum með áttatíu frönskum ungmennum þar sem fjallað verður um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Chirac mun reyna að koma þeim skilaboðum til þjóðarinnar að hún verði að samþykkja stjórnarskrána í lok maí.

Erlent
Fréttamynd

Borgin látin kaupa kampavínsbörur

Borgarstarfsmenn voru látnir kaupa og sendast með þrjár hjólbörur undir vín í fimmtugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ekki var gerður reikningur. Rekstrarstjóri hjá gatnamálasviði segir börurnar hafa nýst síðar í hverfisstöð. Til marks um velvild starfsmanna í sinn garð að mati Ingibjargar Sólrúnar sem telur ekkert óeðlilegt við málið.

Innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkar með axlabönd og belti

Formaður Vinstri - grænna sagði það hneyksli að Kárahnjúkavirkjun hefði verið troðið í gegnum Alþingi um leið og viðvaranir vísindamanna um misgengissprungur hefðu verið þaggaðar niður. Iðnaðarráðherra sagðist hins vegar í þingumræðum í dag þess fullviss að engin hætta væri á ferðum og sagði virkjunina með tvenn axlabönd og tvö belti.

Innlent
Fréttamynd

Mun bjóða sig fram

Ágúst Ólafur Ágústsson mun formlega tilkynna í dag að hann muni gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingar á næsta landsfundi.

Innlent