Stj.mál

Fréttamynd

Vonbrigði segir viðskiptaráðherra

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það mikil vonbrigði að kona skyldi ekki ná kjöri til setu í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

1500 ný heimili á Vesturbakkanum

Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“.

Erlent
Fréttamynd

Nýr meirihluti á Blönduósi

"Viðræður okkar gengu eins í sögu og engin snurða hljóp á þráðinn," segir Ágúst Þór Bragason, nýráðinn formaður bæjarráðs Blönduóss, en myndaður hefur verið nýr meirihluti í bænum. Er þar um að ræða samstarf D-lista Sjálfsstæðismanna og H-lista vinstri manna og óháðra.

Innlent
Fréttamynd

Hart deilt á lóðaúthlutun

Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Hætta við myndatökur

"Okkar mat er að betur má ef duga skal og tillögurnar eru fyrstu skref í þá átt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, en bæjarstjórnin hefur lagt línurnar með hvernig sé best að efla innbrotavarnir og öryggi íbúa bæjarfélagsins en tíðni innbrota á Nesinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Búist við þúsundum lóðaumsókna

Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði.

Innlent
Fréttamynd

Ál er ekki nóg

Iðnaðarráðherra segir að ekki gangi til lengdar að reisa fleiri álver. Nú verði að byggja upp hátækniiðnað.

Innlent
Fréttamynd

Minkafrumvarp enn í smíðum

Frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafði í smíðum varðandi fækkun á minknum í íslenskri náttúru er enn í vinnslu undir handleiðslu nýs umhverfisráðherra, Sigríðar Önnu Þórðardóttur. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja málið fram á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Þrír meirihlutar á kjörtímabili

Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu stríði á Ingólfstorgi

Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Íraksstríði mótmælt í miðborginni

Um fimm hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi núna klukkan tvö til þess mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herafla sinn út úr landinu. Í dag eru tvö ár síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og er þess minnst með mótmælum víða um heim.

Innlent
Fréttamynd

Klappað fyrir ráðherra vegna ganga

Klappað var á Siglufirði í dag þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti því yfir að borun Héðinsfjarðarganga hæfist eftir sextán mánuði. Göngin eiga að vera tilbúin í lok árs 2009.

Innlent
Fréttamynd

Nýr meirihluti á Blönduósi

Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra á Blönduósi hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista, bæjarmálafélagsins Hnjúka, sprakk í vikunni. Valgarður Hilmarsson verður áfram forseti bæjarstjórnar og Jóna Fanney Friðriksdóttir áfram bæjarstjóri en nýr formaður bæjarráðs verður Ágúst Þór Bragason frá D-lista.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað á göngum í júlí að ári

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi á Siglufirði sem nú stendur yfir. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað á göngum eftir 18 mánuði

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Opinber embætti eign þjóðarinnar

Pólitískum ráðningum hefur fjölgað undanfarin ár, mögulega vegna langrar valdasetu núverandi stjórnvalda. Þetta sagði Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu á fundi Félags stjórnmálafræðinga um pólitískar stöðuveitingar á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólaloforð sýni örvæntingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti vill sameina bæi

Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Fischer verður Íslendingur

Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Borgararéttur líklegur fyrir páska

Líkur eru til að Bobby Fischer verði kominn með íslenskan ríkisborgararrétt fyrir páska. Sendiherra Íslands í Japan fékk að heyra það frá fyrstu hendi hjá yfirmanni innflytjendaeftirlits Japans að Fischer fengi að koma hingað fengi hann íslenskt ríkisfang.

Innlent
Fréttamynd

Mælt með ríkisborgararétti

Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar.

Innlent
Fréttamynd

Davíð vill í öryggisráðið

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Viðræður um varnarmál í apríl

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum þurfa að taka á sig auknar skyldur vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar. Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð Keflavíkurflugvallar munu fara fram um miðjan apríl.

Innlent
Fréttamynd

Varnarviðræður um miðjan apríl

Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin hefjast að nýju um miðjan apríl. Niðurstöðurnar munu hafa áhrif á atvinnumál á Suðurnesjum og fjárhag íslenska ríkisins þar sem rætt verður um varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli og aukna þátttöku Íslands í kostnaði við rekstur vallarins.

Innlent
Fréttamynd

Úrbætur gerðar á Hegningarhúsinu

Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í kjölfar athugasemda heilbrigðisyfirvalda og evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri bíður með brosið

"Ég bíð með brosið þangað til ráðherra tilkynnir þetta formlega á laugardaginn kemur," segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Dagskrárráð í stað útvarpsráðs

Vinstri hreyfingin - grænt framboð kynnti nýjar tillögur að frumvarpi fyrir Ríkisútvarpið á fundi í morgun en vinstri grænir segja það frumvarp, sem nú liggi fyrir Alþingi, meingallað. Þeir leggja m.a. til að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd og í stað þess komi sérstakt dagskrárráð sem hafi ekki afskipti af innri málefnum stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn

Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta hluta brottflutnings lokið

Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Óeðlileg samkeppni?

Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu.

Innlent