Stj.mál Dreifbýli megi síst við hækkunum Húshitunarkostnaður á Vestfjörðum hækkar um 70 til 80 milljónir króna á ári, eða um hátt í tíu þúsund krónur á hvert mannsbarn, í kjölfar breytinga á rekstrarumhverfi raforkufyrirtækja. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður segir að strjálbýlið megi alls ekki við slíku og að leita verði allra leiða til að koma í veg fyrir þetta. Innlent 13.10.2005 15:25 Ráðherra vill aukið eftirlit Eftirlit með erlendu ólöglegu vinnuafli hér á landi er á hendi lögreglu, segir dómsmálaráðherra. Ráðuneyti hans hefur ekki haft þessi mál sérstaklega til skoðunar að undanförnu, þrátt fyrir fullyrðingar um ólöglega atvinnustarfsemi hér. Félagsmálaráðherra vill hert eftirlit. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:25 Akureyrarbær braut jafnréttislög Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að Akureyrarbær hefði brotið jafnréttislög. Brotið snýr að því að konu var mismunað í launakjörum á grundvelli kynferðis. Innlent 13.10.2005 15:25 Júsjenko heimsækir Rússland Nýkjörinn forseti Úkraínu, Viktor Júsjenko, ætlar að heimsækja Rússland strax eftir að hafa verið settur inn í embætti á sunnudag. Stjórnvöld í Rússlandi studdu keppinaut hans, Viktor Janúkovítsj, í kosningabaráttunni en Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Júsjenko velkominn. Erlent 13.10.2005 15:25 Rice viðurkennir mistök í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ríkisstjórn George Bush hefði gert ýmis mistök í Írak. Til dæmis hefði stjórnin ekki búist við að það yrði svona erfitt að koma á stöðugleika í landinu eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Erlent 13.10.2005 15:25 Bush kvikar hvergi Helgasta skylda mín er að verja Bandaríkin sagði George Bush þegar hann sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna nú síðdegis. Hann sagðist hvergi mundu kvika við þau skyldustörf. Erlent 13.10.2005 15:25 Samfylkingin vill aflétta trúnaði Þingflokkur Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Innlent 13.10.2005 15:25 Stuðningurinn stefnubreyting Halldór Ásgrímsson hafði lýst afdráttarlausri afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi Írak á fundi mánuði fyrir innrás. Þar sagði hann að ef til aðgerða gegn Írak kæmi, yrðu þær einungis gerðar með samþykki öryggisráðsins. Annað kom á daginn. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:25 Stuðningurinn aldrei ræddur Utanríkismálanefnd fjallaði aldrei um hugsanlegan stuðning Íslendinga við innrás Bandaríkjamanna og Breta á fundum sínum veturinn 2002 til 2003. Málefni Íraks komu til umræðu á tveimur fundum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:24 Guðni hugsaði ekki nógu vítt Framsóknarmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ræðir á heimasíðu sinni um átökin varðandi Íraksmálið. Þar segir hún að ummæli Guðna Ágústssonar, varaformanns flokksins, um að tveir menn hefðu tekið ákvörðunina um stuðning við Íraksinnrásina beri vott um að hann hafi ekki hugsað nógu vítt og verið að reyna að spila frítt. Erlent 13.10.2005 15:25 Geysileg öryggisgæsla í Washington Sex þúsund lögreglumenn og 2500 hundruð hermenn verða í viðbragðsstöðu vegna embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta sem fram fer í Washington í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna er svarinn í embætti eftir hryðjuverkin þann 11. september árið 2001 og tekur öryggisgæslan mið af því. Erlent 13.10.2005 15:25 Gæti fengið flýtimeðferð þings Bobby Fischer hefur beðið ríkisstjórn Íslands um ríkisborgararétt að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar skákheimsmeistarans fyrrverand, eftir að japönsk stjórnvöld höfnuðu ósk hans um að fá að nýta sér dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskránni þarf lagasetningu Alþingis til að veita erlendum manni ríkisborgararétt á Íslandi. Það mál kemur til kasta allsherjarnefndar þingsins að fengnum tillögum dómsmálaráðuneytis. Innlent 13.10.2005 15:24 Lokaáfrýjun Janúkovítsj hafnað Hæstiréttur Úkraínu staðfesti í gærkvöldi að Viktor Júsjenkó hefði sigrað forsetakosningarnar í Úkraínu sem haldnar voru á annan í jólum. Lokaáfrýjun Viktors Janúkovítsj var hafnað og eru honum því endanlega allar bjargir bannaðar. Fastlega er reiknað með því að Júsjenkó sverji embættiseið um helgina. Erlent 13.10.2005 15:25 Trúnaði aflétt af fundargerðum Þingflokkur Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum funda utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Innlent 17.10.2005 23:41 Skref í friðarátt Palestínumenn lögðu í dag fyrir Ísraela ítarlega áætlun um hvernig öryggissveitum verði beitt til þess að stöðva árásir á ísraelskar landnemabyggðir á Gasasvæðinu. Háttsettur foringi í öryggissveitum Palestínumanna sagði að þeir væru reiðubúnir að senda sveitirnar inn hvenær sem er; þeir biðu bara eftir viðbrögðum Ísraela við áætluninni. Erlent 13.10.2005 15:25 Beiðni Fischers umdeild Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 15:25 Störfum fækkar mjög í Danmörku Störfum í Danmörku hefur fækkað um tugþúsundir á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Formenn tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, Anders Fogh Rasmussen fyrir Vinstri flokkinn og Mogens Lykketoft fyrir Jafnaðarmenn, keppast um að lofa svipuðum fjölda nýrra starfa í kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar. Erlent 17.10.2005 23:41 Stjórnvöld vissu af listanum Stjórnvöld vissu þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak, 18. mars 2003, að með því væru Íslendingar komnir á lista yfir hinar 30 staðföstu þjóðir. Framsóknarmenn halda því fram að listinn hafi verið "síðari tíma tilbúningur". </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:25 ESB hótar lagasetningu Evrópusambandið vill að matvælafyrirtæki hætti að beina auglýsingum um óhollan mat til barna. Sambandið ætlar að setja lög verði fyrirtækin ekki við kröfum þess. Um 25 prósent barna innan Evrópusambandsins eru of feit. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:25 Breytir engu um vald ráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki taka þátt í því sem hann kallar "leik" sem skipti engu máli. Fulltrúum stjórnarandstöðu og Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd ber saman um að ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak hafi aldrei verið rædd í utanríkismálanefnd. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:24 Komin mynd á utanríkisstefnu BNA Nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna útnefnir sex lönd sem vígi helstu harðstjórna heimsins og telur að Bandaríkin þurfi að beina sjónum sínum þangað. Yfirlýsingin þykir gefa allgóða vísbendingu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Erlent 13.10.2005 15:24 Þiggja eftirlaun í fullu starfi Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Innlent 13.10.2005 15:24 Hátíð vegna embættistöku Bush Fjögurra daga hátíðarhöld standa nú yfir í Bandaríkjunum í tengslum við embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta en hann verður formlega svarinn í embætti, annað kjörtímabilið í röð, á morgun. Erlent 13.10.2005 15:24 Halldór neitar að tjá sig Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar að tjá sig um ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um stuðning Íslands við Íraksstríðið. Fréttastofan hefur nú í þrjá daga leitað eftir skýringum hans á svörum þess efnis að ákvörðunin hafi verið rædd í utanríkismálanefnd. Innlent 13.10.2005 15:24 Einnota atvinnuleyfi Ný tegund atvinnuleyfa er nú til athugunar í félagsmálaráðuneytinu, að sögn Árna Magnússonar ráðherra þar á bæ. Innlent 13.10.2005 15:24 Ísraelar og Palestínumenn funda Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur afturkallað bann sem hann setti á samskipti embættismanna sinna við nýja stjórn Palestínu. Öryggisfulltrúar beggja landa hittast í kvöld til að ræða ástandið í Miðausturlöndum. Erlent 13.10.2005 15:24 Ummæli um Írak stangast á Samkvæmt forsætisráðherra hafði Íraksmálið ekki verið rætt í ríkisstjórn viku áður en ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak var tekin. Þingmenn Framsóknarflokksins greinir á um hvort Íraksmálið hafi verið rætt í þingflokknum eða ekki. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:24 Bandaríkin ætla að frelsa fleiri Condoleezza Rice sat fyrir svörum í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi í tengslum við embættistöku hennar sem utanríkisráðherra landsins. Það vakti mikla athygli að Rice nefndi sex lönd sem hún sagði vera útverði harðræðis í heiminum og þar yrðu Bandaríkin að aðstoða fólk og frelsa. Erlent 13.10.2005 15:24 Opinberir starfsmenn á sérkjörum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Innlent 17.10.2005 23:41 Staða eldra starfsfólks styrkt Árni Magnússon félagsmálaráðherra vill að hafið verði sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Hefur nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins lagt það til við stjórnvöld að slíku verkefni verði hrundið úr vör. Innlent 13.10.2005 15:24 « ‹ 143 144 145 146 147 148 149 150 151 … 187 ›
Dreifbýli megi síst við hækkunum Húshitunarkostnaður á Vestfjörðum hækkar um 70 til 80 milljónir króna á ári, eða um hátt í tíu þúsund krónur á hvert mannsbarn, í kjölfar breytinga á rekstrarumhverfi raforkufyrirtækja. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður segir að strjálbýlið megi alls ekki við slíku og að leita verði allra leiða til að koma í veg fyrir þetta. Innlent 13.10.2005 15:25
Ráðherra vill aukið eftirlit Eftirlit með erlendu ólöglegu vinnuafli hér á landi er á hendi lögreglu, segir dómsmálaráðherra. Ráðuneyti hans hefur ekki haft þessi mál sérstaklega til skoðunar að undanförnu, þrátt fyrir fullyrðingar um ólöglega atvinnustarfsemi hér. Félagsmálaráðherra vill hert eftirlit. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:25
Akureyrarbær braut jafnréttislög Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að Akureyrarbær hefði brotið jafnréttislög. Brotið snýr að því að konu var mismunað í launakjörum á grundvelli kynferðis. Innlent 13.10.2005 15:25
Júsjenko heimsækir Rússland Nýkjörinn forseti Úkraínu, Viktor Júsjenko, ætlar að heimsækja Rússland strax eftir að hafa verið settur inn í embætti á sunnudag. Stjórnvöld í Rússlandi studdu keppinaut hans, Viktor Janúkovítsj, í kosningabaráttunni en Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Júsjenko velkominn. Erlent 13.10.2005 15:25
Rice viðurkennir mistök í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ríkisstjórn George Bush hefði gert ýmis mistök í Írak. Til dæmis hefði stjórnin ekki búist við að það yrði svona erfitt að koma á stöðugleika í landinu eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Erlent 13.10.2005 15:25
Bush kvikar hvergi Helgasta skylda mín er að verja Bandaríkin sagði George Bush þegar hann sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna nú síðdegis. Hann sagðist hvergi mundu kvika við þau skyldustörf. Erlent 13.10.2005 15:25
Samfylkingin vill aflétta trúnaði Þingflokkur Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Innlent 13.10.2005 15:25
Stuðningurinn stefnubreyting Halldór Ásgrímsson hafði lýst afdráttarlausri afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi Írak á fundi mánuði fyrir innrás. Þar sagði hann að ef til aðgerða gegn Írak kæmi, yrðu þær einungis gerðar með samþykki öryggisráðsins. Annað kom á daginn. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:25
Stuðningurinn aldrei ræddur Utanríkismálanefnd fjallaði aldrei um hugsanlegan stuðning Íslendinga við innrás Bandaríkjamanna og Breta á fundum sínum veturinn 2002 til 2003. Málefni Íraks komu til umræðu á tveimur fundum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:24
Guðni hugsaði ekki nógu vítt Framsóknarmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ræðir á heimasíðu sinni um átökin varðandi Íraksmálið. Þar segir hún að ummæli Guðna Ágústssonar, varaformanns flokksins, um að tveir menn hefðu tekið ákvörðunina um stuðning við Íraksinnrásina beri vott um að hann hafi ekki hugsað nógu vítt og verið að reyna að spila frítt. Erlent 13.10.2005 15:25
Geysileg öryggisgæsla í Washington Sex þúsund lögreglumenn og 2500 hundruð hermenn verða í viðbragðsstöðu vegna embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta sem fram fer í Washington í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna er svarinn í embætti eftir hryðjuverkin þann 11. september árið 2001 og tekur öryggisgæslan mið af því. Erlent 13.10.2005 15:25
Gæti fengið flýtimeðferð þings Bobby Fischer hefur beðið ríkisstjórn Íslands um ríkisborgararétt að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar skákheimsmeistarans fyrrverand, eftir að japönsk stjórnvöld höfnuðu ósk hans um að fá að nýta sér dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskránni þarf lagasetningu Alþingis til að veita erlendum manni ríkisborgararétt á Íslandi. Það mál kemur til kasta allsherjarnefndar þingsins að fengnum tillögum dómsmálaráðuneytis. Innlent 13.10.2005 15:24
Lokaáfrýjun Janúkovítsj hafnað Hæstiréttur Úkraínu staðfesti í gærkvöldi að Viktor Júsjenkó hefði sigrað forsetakosningarnar í Úkraínu sem haldnar voru á annan í jólum. Lokaáfrýjun Viktors Janúkovítsj var hafnað og eru honum því endanlega allar bjargir bannaðar. Fastlega er reiknað með því að Júsjenkó sverji embættiseið um helgina. Erlent 13.10.2005 15:25
Trúnaði aflétt af fundargerðum Þingflokkur Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum funda utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Innlent 17.10.2005 23:41
Skref í friðarátt Palestínumenn lögðu í dag fyrir Ísraela ítarlega áætlun um hvernig öryggissveitum verði beitt til þess að stöðva árásir á ísraelskar landnemabyggðir á Gasasvæðinu. Háttsettur foringi í öryggissveitum Palestínumanna sagði að þeir væru reiðubúnir að senda sveitirnar inn hvenær sem er; þeir biðu bara eftir viðbrögðum Ísraela við áætluninni. Erlent 13.10.2005 15:25
Beiðni Fischers umdeild Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 15:25
Störfum fækkar mjög í Danmörku Störfum í Danmörku hefur fækkað um tugþúsundir á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Formenn tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, Anders Fogh Rasmussen fyrir Vinstri flokkinn og Mogens Lykketoft fyrir Jafnaðarmenn, keppast um að lofa svipuðum fjölda nýrra starfa í kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar. Erlent 17.10.2005 23:41
Stjórnvöld vissu af listanum Stjórnvöld vissu þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak, 18. mars 2003, að með því væru Íslendingar komnir á lista yfir hinar 30 staðföstu þjóðir. Framsóknarmenn halda því fram að listinn hafi verið "síðari tíma tilbúningur". </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:25
ESB hótar lagasetningu Evrópusambandið vill að matvælafyrirtæki hætti að beina auglýsingum um óhollan mat til barna. Sambandið ætlar að setja lög verði fyrirtækin ekki við kröfum þess. Um 25 prósent barna innan Evrópusambandsins eru of feit. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:25
Breytir engu um vald ráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki taka þátt í því sem hann kallar "leik" sem skipti engu máli. Fulltrúum stjórnarandstöðu og Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd ber saman um að ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak hafi aldrei verið rædd í utanríkismálanefnd. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:24
Komin mynd á utanríkisstefnu BNA Nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna útnefnir sex lönd sem vígi helstu harðstjórna heimsins og telur að Bandaríkin þurfi að beina sjónum sínum þangað. Yfirlýsingin þykir gefa allgóða vísbendingu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Erlent 13.10.2005 15:24
Þiggja eftirlaun í fullu starfi Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Innlent 13.10.2005 15:24
Hátíð vegna embættistöku Bush Fjögurra daga hátíðarhöld standa nú yfir í Bandaríkjunum í tengslum við embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta en hann verður formlega svarinn í embætti, annað kjörtímabilið í röð, á morgun. Erlent 13.10.2005 15:24
Halldór neitar að tjá sig Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar að tjá sig um ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um stuðning Íslands við Íraksstríðið. Fréttastofan hefur nú í þrjá daga leitað eftir skýringum hans á svörum þess efnis að ákvörðunin hafi verið rædd í utanríkismálanefnd. Innlent 13.10.2005 15:24
Einnota atvinnuleyfi Ný tegund atvinnuleyfa er nú til athugunar í félagsmálaráðuneytinu, að sögn Árna Magnússonar ráðherra þar á bæ. Innlent 13.10.2005 15:24
Ísraelar og Palestínumenn funda Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur afturkallað bann sem hann setti á samskipti embættismanna sinna við nýja stjórn Palestínu. Öryggisfulltrúar beggja landa hittast í kvöld til að ræða ástandið í Miðausturlöndum. Erlent 13.10.2005 15:24
Ummæli um Írak stangast á Samkvæmt forsætisráðherra hafði Íraksmálið ekki verið rætt í ríkisstjórn viku áður en ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak var tekin. Þingmenn Framsóknarflokksins greinir á um hvort Íraksmálið hafi verið rætt í þingflokknum eða ekki. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:24
Bandaríkin ætla að frelsa fleiri Condoleezza Rice sat fyrir svörum í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi í tengslum við embættistöku hennar sem utanríkisráðherra landsins. Það vakti mikla athygli að Rice nefndi sex lönd sem hún sagði vera útverði harðræðis í heiminum og þar yrðu Bandaríkin að aðstoða fólk og frelsa. Erlent 13.10.2005 15:24
Opinberir starfsmenn á sérkjörum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Innlent 17.10.2005 23:41
Staða eldra starfsfólks styrkt Árni Magnússon félagsmálaráðherra vill að hafið verði sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Hefur nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins lagt það til við stjórnvöld að slíku verkefni verði hrundið úr vör. Innlent 13.10.2005 15:24