Ráðherra vill aukið eftirlit 21. janúar 2005 00:01 Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira