Stj.mál

Fréttamynd

Þarf ekki að afsaka skipunina

Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í stöðu hæstaréttardómara í gær. Geir segist hafa ákveðið að leggja til grundvallar reynslu viðkomandi af lögmannsstörfum og málflutningi, þörf sé á því í réttinum.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar sviptir áhrifum

Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélagsins í Bolungarvík, segir að þingflokkur Framsóknarflokksins hafi svipt Vestfirðinga eina talsmanninum sem þeir hafi átt í þingliðinu.

Innlent
Fréttamynd

Dómarar velji ekki samstarfsmenn

"Hæstaréttardómarar eiga ekki að geta valið sér sína samstarfsmenn í réttinum," segir Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra er skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær.

Innlent
Fréttamynd

Grefur undan réttinum

"Ráðherrar hafa nú í tvígang virt algjörlega að vettugi álit Hæstaréttar um umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara," segir Eiríkur Tómasson, lagaprófessor og einn umsækjenda um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Segir Kristin hafa fengið viðvörun

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í flokknum. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. </font /></b /></font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Jón ekki einn um pólitík

Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn.

Innlent
Fréttamynd

Algjör trúnaðarbrestur

Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Refsing fyrir að segja skoðun sína

Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokkur sýnir tennurnar

Guðni Ágústsson segir að stjórn þingflokksins hafi ekki lagt í veturinn nema að sýna tennurnar á þann hátt sem hún gerði er hún útilokaði Kristin H. Gunnarsson frá fastanefndum Alþingis. Vestfirðingar eru orðlausir og vilja að forustan útskýri fyrir þeim hvernig byggja eigi flokkinn upp á ný. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur gekk fulllangt

Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur milljarður í kostnað

Umferðartafir í Reykjavík kosta sendibíla í borginni 525 milljónir á ári hverju, samkvæmt útreikningum Kristins Vilbergssonar, framkvæmdastjóra Dreifingarmiðstöðvarinnar og Vörubíls. Kristinn gerir ráð fyrir að um 5 prósent af heildaraksturstíma sendibíla fari í umferðartafir, eða um 275 klukkustundir í mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Byr í seglin hjá Bush

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur drjúgt forskot á keppinaut sinn í forsetakosningunum í haust, John Kerry, samkvæmt nýjum skoðanakönnunum.

Erlent
Fréttamynd

Kristinn H. fallinn í ónáð

Þingflokkur Framsóknar treystir Kristni H. Gunnarssyni ekki til að sitja í nefndum á vegum þingsins. Kristinn segir að sjálfstæði hans í tveimur málum hafi valdið óánægju innan forystu flokksins. Ætlar að starfa áfram innan þingflokksins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Einn á báti

Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Heimskulegt segir Kristinn H.

"Þetta er heimskuleg og vanhugsuð ákvörðun sem skapar ný og erfiðari mál en henni var ætlað að leysa," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þingflokkurinn ákvað í gær að reka Kristin úr öllum nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum þingflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Skammaður fyrir kveðjuna

Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sætir harðri gagnrýni heima fyrir sökum þess að hann tók í hendina á Robert Mugabe, forseta Simbabve, í móttöku í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Mugabe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir mannréttindabrot og hafa Bretar verið framarlega í flokki þeirra sem krefjast umbóta í Simbabve.

Erlent
Fréttamynd

Baulað á Blair

"Ég veit að þetta málefni hefur klofið þjóðina. Ég skil fullkomlega hvers vegna margir eru ósammála ákvörðuninni," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann fjallaði um innrásina í Írak og þær deilur sem hún hefur valdið í bresku samfélagi. Hann sagðist þó engan veginn geta beðist afsökunar á því að taka þátt í að steypa Saddam Hussein af stóli.

Erlent
Fréttamynd

Danskir ráðamenn réttmætt skotmark

Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar nýti sér íslenskan hagvöxt

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hitti Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, að máli í Hotel Matignon, embættisbústað þess síðarnefnda í París í gær. Þetta var fyrsti fundur Halldórs með erlendum starfsbróður frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra um miðjan þennan mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Samfylking vill rannsókn á Símanum

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn hleyptu kostnaðinum upp

Alþingishúsið hefur fengið andlitslyftingu eftir gagngerar endurbætur í sumar. Skipt var um jarðveg undir húsinu, ný gólfefni lögð og veggir málaðir. Kostnaður er nokkru hærri en áætlað var, meðal annars vegna ófyrirséðs sumarþings

Innlent
Fréttamynd

Skuggi Íraks vofir yfir

Landsþing breska Verkamannaflokksins stendur nú sem hæst. Leiðtogar flokksins reyna hvað þeir geta til að beina athyglinni að árangri sínum heima fyrir en þingfulltrúar vilja heldur ræða um ástandið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Lítill vilji til lagasetningar

Lítill hljómgrunnur er meðal þingmanna fyrir því að binda enda á kennaraverkfall með lögum. Vinsti-grænir útiloka lagasetningu. Þingmenn Samfylkingar áttu fund með sveitarstjórnarmönnum í vikunni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Of lítið samráð innan Framsóknar

Tveir þingflokksfundir hafa verið afboðaðir hjá Framsóknarflokknum undanfarna viku þar sem tilkynna átti um breytingar á nefndarsetum þingmanna. Sumir þingmanna flokksins telja of lítið samráð hafa verið haft við þingmenn vegna málsins en endanleg ákvörðun verður tilkynnt á þingflokksfundi á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við Kerry dvínar

Stuðningur við John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum virðist fara dvínandi. Kosningastjórar hans binda nú vonir við að vel gangi í fyrstu sjónvarpskappræðum frambjóðendanna sem haldnar verða í vikunni. 

Erlent
Fréttamynd

Íhugaði ekki afsögn

Átökin í Írak skyggja á upphaf flokksþings Verkamannaflokksins í Bretlandi í dag þar sem Tony Blair forsætisráðherra er forystusauður. Að sögn fjölmiðla þar í landi er Blair mikið í mun að beina kastljósinu að innanríkismálum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi sem eiga að fara fram á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Þörf á umbótum innan Sþ

Íslensk stjórnvöld telja að þörf sé á umbótum á skipulagi Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega innan öryggisráðsins. Geir H. Haarde fjármálaráðherra fjallaði meðal annars um þetta í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seint í gærkvöld í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Gæta verði að mannréttindum

Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. 

Innlent
Fréttamynd

Stófelldar kerfisbreytingar

Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála.

Innlent
Fréttamynd

Halldór hittir Raffarin

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hittir Jean-Paul Raffarin, forsætisráðherra Frakklands í París á mánudag.

Innlent