Stj.mál Telja takmarkanir ólýðræðislegar Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Innlent 13.10.2005 14:21 Útkoma Björns vekur mesta athygli "Þetta staðfestir að Geir H. Haarde hefur yfirburðastöðu," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Innlent 13.10.2005 14:21 93% ætla að kjósa um fjölmiðlalög 93% landsmanna telja líklegt að þeir taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. RÚV skýrði frá þessu í gær. Rúmlega sex af hverjum tíu sögðust ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en þrír af hverjum tíu sögðust munu greiða atkvæði með þeim. Innlent 13.10.2005 14:21 Barroso reiðubúinn að taka við Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember. Erlent 13.10.2005 14:21 Þarf fleiri en kusu Ólaf Ragnar Níutíu og fjögur þúsund kjósendur þarf til að fella fjölmiðlalögin úr gildi í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðisbærra manna greiði atkvæði gegn þeim. Það eru mun fleiri en kusu Ólaf Ragnar Grímsson um helgina. Innlent 13.10.2005 14:21 Geir krónprinsinn Birgir Hermannsson segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins ekki koma á óvart. "Geir H. Haarde er krónprins Sjálfstæðisflokksins," segir Birgir. Innlent 13.10.2005 14:21 Barroso tekur við í haust José Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur þekkst boðið um að verða forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarríkin sættust á þessa niðurstöðu eftir hörð átök. Barroso tekur við stöðunni í haust og fær það hlutverk að sannfæra borgara álfunnar um gagnsemi Evrópusambandsins. Erlent 13.10.2005 14:21 Samstarf gegn hryðjuverkum Mikið hefur verið fjallað um aukið samstarf ríkja gegn hryðjuverkum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem nú fer fram. Lagt hefur verið til að auka upplýsingaflæði á milli aðildarríkja bandalagsins og samstarfsríkja til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum. Erlent 13.10.2005 14:21 Styður vilja stjórnarandstöðunnar Meginniðurstaða skýrslunnar styður þá eindregnu skoðun stjórnarandstöðunnar að stjórnarskráin heimili ekki að sett verði lög um þjóðaratkvæðagreiðslu með girðingum eða þröskuldum," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 14:21 Forsetaembættið hefur breyst "Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:20 Chirac gagnrýnir Bush Jaques Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi George Bush, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag fyrir að lýsa yfir eindregnum stuðningi við umsókn Tyrkja um inngöngu í Evrópusambandið og þrýsta á sambandið um að ákveða hvenær samningaviðræður geti hafist. Bush lýsti þessu yfir í Istanbúl í gær en þar fer nú fram leiðtogafundur sambandsríkja Erlent 13.10.2005 14:21 Írakar komnir með völdin Írakar eru nú sjálfs síns herrar eftir að þeim voru fengin völdin í landinu í morgun, tveimur dögum fyrr en til stóð. Í morgun kvisaðist út að til stæði að flýta valdaskiptunum og að yfirlýsingar væri að vænta. Erlent 13.10.2005 14:21 Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur heimilt að setja skilyrði um hana en að þau verði að vera hófleg. Nefndin hafnar hugmyndum um 75% þátttöku og að 2/3 hluta þurfi til að nema fjölmiðlalögin úr gildi. Innlent 13.10.2005 14:21 Ákvörðun leiðtoga ESB umdeild Ákvörðun forystumanna Evrópusambandsins um að útnefna Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, arftaka Romanos Prodis sem forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, mælist afar misjafnlega fyrir. Erlent 13.10.2005 14:21 Auðvelt að rökstyðja 44% skilyrðið Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að færa megi rök fyrir því að setja skilyrði um að 44% atkvæðisbærra manna verði að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum eigi þau að falla úr gildi. Innlent 13.10.2005 14:21 Harður og óvenjulegur tónn "Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Innlent 13.10.2005 14:20 Efast um sjálfstjórn Íraka Því hefur víðast verið fagnað að Bandaríkjamenn hafi látið Írökum eftir að stjórna landi sínu, tveimur dögum fyrr en búist var við. Hins vegar efast margir um að Írakar hafi fengið raunverulega sjálfstjórn. Erlent 13.10.2005 14:21 44% þurfi til að fella lögin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur eðlilegt að miða við að 44% kjósenda þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir vinnu starfshópsins sýna að ekkert hafi verið hugsað fyrir þessum hlutum þegar stjórnarskráin var samin. Innlent 13.10.2005 14:21 Upphlaup hans gamaldags pólitík Morgunblaðið sakar Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um "gamaldags pólitík" í leiðara sínum í gær. Forsetinn hafi "haldið því fram að frétt á forsíðu Morgunblaðsins á kjördag um breytta hætti varðandi birtingu upplýsinga um fjölda auðra seðla hefði verið eins konar tilkynning til landsmanna að þeir ættu að skila auðu". Innlent 13.10.2005 14:21 Stjórnarskrárbrot að leggja hömlur Varaformaður Samfylkingarinnar segir að það sé stjórnarskrárbrot að leggja hömlur á þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þingflokksformaður Vinstri grænna tekur undir það og segir skýrslu hinna vísu manna aðeins innlegg í umræðuna en engan endanlegan dóm. Innlent 13.10.2005 14:21 Úrslit í samræmi við kannanir "Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:20 62% gegn fjölmiðlafrumvarpinu 93% landsmanna telja líklegt að þau muni greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 4,5% segja ólíklegt að þeir greiði atkvæði og 3% telja það hvorki líklegt né ólíklegt. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Innlent 13.10.2005 14:21 Úrslitin liggja ekki fyrir Kosningarnar á síðustu helgi fá sjálfsagt sitt pláss á spjöldum sögunnar, en það á eftir að koma því á hreint hvaða tíðindi fólust í þeim. Ólafur Ragnar er hrærður yfir "hinum afgerandi stuðningi" sem felast úrslitunum en andstæðingar hans segja hann ekki lengur vera forseta þjóðarinnar. Innlent 13.10.2005 14:20 Margir vilja Halldór út "Þetta kemur nokkuð á óvart en líklegasta skýringin er sjálfsagt sú að Framsóknarflokkurinn er í lægð og það bitnar á formanninum," segir Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði um þá niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins að formaður Framsóknarflokksins sé annar á lista yfir þá ráðherra sem kjósendur vilja úr ríkisstjórn í haust. Innlent 13.10.2005 14:20 Chirac húðskammaði Bush Frakkar halda fast við að Atlantshafsbandalagið hafi engu formlegu hlutverki að gegna í Írak. Jacques Chirac, forseti Frakklands, húðskammaði auk þess George Bush, forseta Bandaríkjanna, fyrir afskiptasemi af málefnum Evrópu á leiðtogafundi bandalagsins í Tyrklandi. Erlent 13.10.2005 14:21 Móðgun við þá sem skiluðu auðu Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir í leiðara blaðsins í morgun að það sé móðgun við þá 28.000 Íslendinga sem skiluðu auðu í forsetakosningunum að halda því fram að þeir hafi hlýtt einhverju meintu kalli Morgunblaðsins og að þetta sé rýr uppskera blaðsins. Innlent 13.10.2005 14:21 Þjálfun NATO á írökskum hermönnum NATO samþykkti formlega í dag að taka þátt í að endurþjálfa írakska herinn. Samþykktin gengur þó hvergi nærri jafn langt og Bandaríkjamenn höfðu vonað, þ.e. að NATO myndi senda fjölmennt herlið til Íraks til þess að taka þar þátt í friðargæslu. Erlent 13.10.2005 14:21 Serbar kjósa nýjan forseta Eftir margar tilraunir tókst Serbum loksins að kjósa sér nýjan forseta í gærkvöldi. Boris Tadic heitir maðurinn og er hlynntur vesturlöndum og hófsamur. Erlent 13.10.2005 14:21 Þjálfun NATO á Írökum samþykkt Tillagan um að Atlantshafsbandalagið veiti írökskum hermönnum þjálfun var samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í Istanbúl í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni NATO, James Appathurai. Erlent 13.10.2005 14:21 Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku Nefnd hinna vísu manna hafnar hugmyndum um aukinn meirihluta og 75% lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin svo atkvæðagreiðslan teljist gild. Nefndin telur að leita beri hóflegri leiða. Innlent 13.10.2005 14:21 « ‹ 181 182 183 184 185 186 187 … 187 ›
Telja takmarkanir ólýðræðislegar Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Innlent 13.10.2005 14:21
Útkoma Björns vekur mesta athygli "Þetta staðfestir að Geir H. Haarde hefur yfirburðastöðu," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Innlent 13.10.2005 14:21
93% ætla að kjósa um fjölmiðlalög 93% landsmanna telja líklegt að þeir taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. RÚV skýrði frá þessu í gær. Rúmlega sex af hverjum tíu sögðust ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en þrír af hverjum tíu sögðust munu greiða atkvæði með þeim. Innlent 13.10.2005 14:21
Barroso reiðubúinn að taka við Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember. Erlent 13.10.2005 14:21
Þarf fleiri en kusu Ólaf Ragnar Níutíu og fjögur þúsund kjósendur þarf til að fella fjölmiðlalögin úr gildi í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðisbærra manna greiði atkvæði gegn þeim. Það eru mun fleiri en kusu Ólaf Ragnar Grímsson um helgina. Innlent 13.10.2005 14:21
Geir krónprinsinn Birgir Hermannsson segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins ekki koma á óvart. "Geir H. Haarde er krónprins Sjálfstæðisflokksins," segir Birgir. Innlent 13.10.2005 14:21
Barroso tekur við í haust José Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur þekkst boðið um að verða forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarríkin sættust á þessa niðurstöðu eftir hörð átök. Barroso tekur við stöðunni í haust og fær það hlutverk að sannfæra borgara álfunnar um gagnsemi Evrópusambandsins. Erlent 13.10.2005 14:21
Samstarf gegn hryðjuverkum Mikið hefur verið fjallað um aukið samstarf ríkja gegn hryðjuverkum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem nú fer fram. Lagt hefur verið til að auka upplýsingaflæði á milli aðildarríkja bandalagsins og samstarfsríkja til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum. Erlent 13.10.2005 14:21
Styður vilja stjórnarandstöðunnar Meginniðurstaða skýrslunnar styður þá eindregnu skoðun stjórnarandstöðunnar að stjórnarskráin heimili ekki að sett verði lög um þjóðaratkvæðagreiðslu með girðingum eða þröskuldum," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 14:21
Forsetaembættið hefur breyst "Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:20
Chirac gagnrýnir Bush Jaques Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi George Bush, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag fyrir að lýsa yfir eindregnum stuðningi við umsókn Tyrkja um inngöngu í Evrópusambandið og þrýsta á sambandið um að ákveða hvenær samningaviðræður geti hafist. Bush lýsti þessu yfir í Istanbúl í gær en þar fer nú fram leiðtogafundur sambandsríkja Erlent 13.10.2005 14:21
Írakar komnir með völdin Írakar eru nú sjálfs síns herrar eftir að þeim voru fengin völdin í landinu í morgun, tveimur dögum fyrr en til stóð. Í morgun kvisaðist út að til stæði að flýta valdaskiptunum og að yfirlýsingar væri að vænta. Erlent 13.10.2005 14:21
Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur heimilt að setja skilyrði um hana en að þau verði að vera hófleg. Nefndin hafnar hugmyndum um 75% þátttöku og að 2/3 hluta þurfi til að nema fjölmiðlalögin úr gildi. Innlent 13.10.2005 14:21
Ákvörðun leiðtoga ESB umdeild Ákvörðun forystumanna Evrópusambandsins um að útnefna Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, arftaka Romanos Prodis sem forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, mælist afar misjafnlega fyrir. Erlent 13.10.2005 14:21
Auðvelt að rökstyðja 44% skilyrðið Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að færa megi rök fyrir því að setja skilyrði um að 44% atkvæðisbærra manna verði að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum eigi þau að falla úr gildi. Innlent 13.10.2005 14:21
Harður og óvenjulegur tónn "Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Innlent 13.10.2005 14:20
Efast um sjálfstjórn Íraka Því hefur víðast verið fagnað að Bandaríkjamenn hafi látið Írökum eftir að stjórna landi sínu, tveimur dögum fyrr en búist var við. Hins vegar efast margir um að Írakar hafi fengið raunverulega sjálfstjórn. Erlent 13.10.2005 14:21
44% þurfi til að fella lögin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur eðlilegt að miða við að 44% kjósenda þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir vinnu starfshópsins sýna að ekkert hafi verið hugsað fyrir þessum hlutum þegar stjórnarskráin var samin. Innlent 13.10.2005 14:21
Upphlaup hans gamaldags pólitík Morgunblaðið sakar Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um "gamaldags pólitík" í leiðara sínum í gær. Forsetinn hafi "haldið því fram að frétt á forsíðu Morgunblaðsins á kjördag um breytta hætti varðandi birtingu upplýsinga um fjölda auðra seðla hefði verið eins konar tilkynning til landsmanna að þeir ættu að skila auðu". Innlent 13.10.2005 14:21
Stjórnarskrárbrot að leggja hömlur Varaformaður Samfylkingarinnar segir að það sé stjórnarskrárbrot að leggja hömlur á þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þingflokksformaður Vinstri grænna tekur undir það og segir skýrslu hinna vísu manna aðeins innlegg í umræðuna en engan endanlegan dóm. Innlent 13.10.2005 14:21
Úrslit í samræmi við kannanir "Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:20
62% gegn fjölmiðlafrumvarpinu 93% landsmanna telja líklegt að þau muni greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 4,5% segja ólíklegt að þeir greiði atkvæði og 3% telja það hvorki líklegt né ólíklegt. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Innlent 13.10.2005 14:21
Úrslitin liggja ekki fyrir Kosningarnar á síðustu helgi fá sjálfsagt sitt pláss á spjöldum sögunnar, en það á eftir að koma því á hreint hvaða tíðindi fólust í þeim. Ólafur Ragnar er hrærður yfir "hinum afgerandi stuðningi" sem felast úrslitunum en andstæðingar hans segja hann ekki lengur vera forseta þjóðarinnar. Innlent 13.10.2005 14:20
Margir vilja Halldór út "Þetta kemur nokkuð á óvart en líklegasta skýringin er sjálfsagt sú að Framsóknarflokkurinn er í lægð og það bitnar á formanninum," segir Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði um þá niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins að formaður Framsóknarflokksins sé annar á lista yfir þá ráðherra sem kjósendur vilja úr ríkisstjórn í haust. Innlent 13.10.2005 14:20
Chirac húðskammaði Bush Frakkar halda fast við að Atlantshafsbandalagið hafi engu formlegu hlutverki að gegna í Írak. Jacques Chirac, forseti Frakklands, húðskammaði auk þess George Bush, forseta Bandaríkjanna, fyrir afskiptasemi af málefnum Evrópu á leiðtogafundi bandalagsins í Tyrklandi. Erlent 13.10.2005 14:21
Móðgun við þá sem skiluðu auðu Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir í leiðara blaðsins í morgun að það sé móðgun við þá 28.000 Íslendinga sem skiluðu auðu í forsetakosningunum að halda því fram að þeir hafi hlýtt einhverju meintu kalli Morgunblaðsins og að þetta sé rýr uppskera blaðsins. Innlent 13.10.2005 14:21
Þjálfun NATO á írökskum hermönnum NATO samþykkti formlega í dag að taka þátt í að endurþjálfa írakska herinn. Samþykktin gengur þó hvergi nærri jafn langt og Bandaríkjamenn höfðu vonað, þ.e. að NATO myndi senda fjölmennt herlið til Íraks til þess að taka þar þátt í friðargæslu. Erlent 13.10.2005 14:21
Serbar kjósa nýjan forseta Eftir margar tilraunir tókst Serbum loksins að kjósa sér nýjan forseta í gærkvöldi. Boris Tadic heitir maðurinn og er hlynntur vesturlöndum og hófsamur. Erlent 13.10.2005 14:21
Þjálfun NATO á Írökum samþykkt Tillagan um að Atlantshafsbandalagið veiti írökskum hermönnum þjálfun var samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í Istanbúl í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni NATO, James Appathurai. Erlent 13.10.2005 14:21
Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku Nefnd hinna vísu manna hafnar hugmyndum um aukinn meirihluta og 75% lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin svo atkvæðagreiðslan teljist gild. Nefndin telur að leita beri hóflegri leiða. Innlent 13.10.2005 14:21