Mannlegi þátturinn

Fréttamynd

Þarf að hemja og temja börn?

Í mannlega þættinum í dag fjöllum við um spennandi hugmyndir sem eru að ryðja sér til rúms undir yfirskriftinni tengslauppeldi, eða barnmiðað uppeldi. Uppá engilsaxnesku er talað um "Attatchment Parenting" sem er þá vísun í tengslakenningar sem runnar eru undan rifjum sálfræðingsins fræga Johns Bowlbys.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Segir fyrir um sjúkdóma

Hugmyndin að tækinu byggir á hinni 5000 ára gömlu kenningu kínverskra lækninga um orkubrautir líkamans. Þannig er að hvert hinna stærstu líffæra á sína orkubraut í báðum hliðum líkamans – þar eru orkubrautir lifrar og galls, hjarta og blóðrásar, ristils og smáþarma, lungna, maga, þvagblöðru og nýrna, milta og briss.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Kraftaverkakonan með tækið

Fæðan er orðin svo mikið unnin hjá okkur - niðursoðin, hreinsuð, klóruð, söltuð, fitusprengd, lituð og sykruð. Svo er verið að auka framleiðsluna og þá eru notuð efni og aðferðir sem hafa áhrif á fæðuna – hormón, eitur og hver veit hvað.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Á gjörgæslu vegna fæðuóþols

Litli strákurinn minn byrjaði að fá magakveisu níu mánaða. Þá byrjaði ég að gefa honum sojajógúrt og graut. Hafði bara fengið brjóstamjólk, ávexti og grænmeti fram að því. Honum leið skelfilega, kúkaði blóði og grenjaði marga tíma á dag. Fór með hann til læknis en þeir fundu ekkert. Leitaði ráða hjá Möttu. Hann var þá með glútenóþol og sojaóþol.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Frá Hippókratesi til Matthildar

Í dag hafa fjölmargir bæst í hóp þeirra sem starfa í anda náttúrulækningastefnunnar og sinna heildrænni heilsufræði. Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir er þeirra á meðal en hún rekur náttúrulækningastofu og matstofu í Grafarvogi.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Heilræðavísur í anda lífsleikninnar

Ungum er það allra best -- Að eiga val sem allra mest -- Að leika sér útum allar trissur -- Og óttast hreint ekki að gera skyssur. -- Að lesa og skrifa list er góð -- En líka að dansa og yrkja ljóð -- Að kunna að ærslast og eignast vini -- Ýmist af sam- eða gagnstæðu kyni.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Ég var í tossabekk

Já, fjölgreindarkenningin breytti öllu. Nú höfum við vísindalegar sannanir fyrir því að félags- og tilfinningaþroskinn segir best til um velgengni í lífinu. Og svo kom það líka í ljós eftir allt saman að heilinn virkar ekki vel þegar við erum óörugg og hrædd. Og fullur haus af niðursoðinni þekkingu hjálpar manni ósköp lítið á upplýsingaöld. Það eina sem raunverulega skiptir máli er hvernig okkur líður.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Saga og þróun

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmefðerð hefur verið að þróast alla síðustu öld út frá vinnu og uppgötvunum þriggja lækna; A. T. Still, William Sutherland og Dr. John E. Upledger.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Efni, orka og andi

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er heildrænt meðferðarform sem á sér rætur í hefðbundnum vestrænum vísindum.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hjón á miðjum aldri óska eftir svefni

Þegar fjórða stelpan mín mætti í þennan heim var hún ekki viss um að þetta væri öruggur staður. Strax í móðurkviði hafði hún upplifað kvíðakast hjá móður sinni. Hún hafði tekið til sín ótta og spennu ... og kannski svolítið óæskilega mynd af jarðlífinu. Sú litla taldi því öruggast að vera við brjóstið á mömmu sinni.

Heilsuvísir
Fréttamynd

45% þjóðarinnar fær sjúklegan kvíða

Margir vita ekki að þeir eru með kvíðaröskun og enn fleiri halda því leyndu. Fæstir vita að til eru einfaldar og góðar aðferðir til að losna undan kvíðanum og verða betri en nokkru sinni fyrr. Fylgist með athyglisverðri umræðu um kvíða í Mannlega þættinum á NFS í dag kl 10:00.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Í sjúkrabíl á 4 fótum

Það hefur oft verið kallað á sjúkrabíl á mínu heimili – við fíflumst með þetta viðkvæma mál og þykjumst vita að á 112 sé búið að koma upp sérstökum útkallsflokki sem kallist “Ásdísarútkall”. Ég fæ nefnilega kvíðaköst eða – ég fékk kvíðaköst. “Ykkur er óhætt að fara í kaffi strákar – það er ekki von á Ásdísarútkalli í bráð.”

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hugræn atferlismeðferð

Hugræn atferlismeðferð fer fram í hópi og byggist á fræðslu og heimaverkefnum, þar sem kenndar eru aðferðir til að takast á við kvíða og þunglyndistilfinningar. Í hverjum hópi eru 15-25 þátttakendur en tveir sálfræðingar veita meðferðina. Meðferðin fer fram einu sinni í viku, tvær stundir í senn, í fimm vikur. Áður en meðferðin hefst fær hver þátttakandi einstaklingsviðtal hjá sálfræðingi, þar sem vandi hans er metinn.

Heilsuvísir