Bandaríkin

Fréttamynd

„Ekki að grínast“ um þriðja kjör­tíma­bilið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar.

Erlent
Fréttamynd

Í­huga hærri tolla á alla

Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vörur sem flug­freyjur kaupa í Banda­ríkjunum

Flugfreyjur hafa í gegnum tíðina verið þekktar fyrir að eiga vörur sem veita lausnir við ýmsum daglegum vandamálum. Hvort sem um ræðir hágæða þvottaefni, vinsælar snyrtivörur eða eftirsótta heimilisilmi, hafa þær haft auga fyrir því besta á markaðnum.

Lífið
Fréttamynd

Trump „mjög reiður“ út í Pútín

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að átta sig á á­formum Trumps

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum.

Erlent
Fréttamynd

Kærir Musk til hæsta­réttar vegna milljónagjafa til kjós­enda

Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur.

Erlent
Fréttamynd

Richard Chamberlain er látinn

Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Við náum Græn­landi, hundrað prósent“

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt.

Erlent
Fréttamynd

Heim­sókn Vance óvið­eig­andi og ó­við­unandi

Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 

Erlent
Fréttamynd

Gott gengi tækni­fyrir­tækja hefur aukið sam­þjöppun er­lendra eigna líf­eyris­sjóða

Með auknu vægi bandarískra tæknifyrirtækja í heimsvísitölu hlutabréfa hefur orðið talsverð samþjöppun þegar litið er til erlendra hlutabréfafjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu Seðlabankans, og eignarhlutur tíu stærstu félaganna í eignasöfnum sjóðanna nemur núna samanlagt um tíu prósent af öllum erlendum eignum þeirra. Miklar lækkanir hafa einkennt bandaríska hlutabréfamarkaðinn á undanförnum vikum en fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hér á landi fyrir árið 2025 sýna að sjóðirnir ætla sér að fara varlega í að auka vægi sitt frekar í erlendum eignum eins og sakir standa.

Innherji
Fréttamynd

Segir orð­ræðu vara­for­setans ó­sann­gjarna

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn.

Erlent
Fréttamynd

Full­veldi Ís­lands háð því að al­þjóða­lög séu virt

Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur.

Innlent
Fréttamynd

„Það er skít­kalt hérna“

Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna.

Erlent
Fréttamynd

Bitin Bachelor stjarna

Bachelor stjarnan Sean Lowe er á batavegi eftir að hundur hans réðist á hann og beit hann tvisvar á einum sólarhringi illilega á heimili hans fyrr í þessum mánuði. Piparsveinninn fyrrverandi hafði nýlega ættleitt hundinn og segir hann ljóst að eitthvað mikið hafi gengið á í lífi dýrsins.

Lífið
Fréttamynd

Segir gömlu sam­bandi Kanada við Banda­ríkin lokið

Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“

Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið.

Erlent
Fréttamynd

Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að fjölga her­mönnum á norður­slóðum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau.

Erlent
Fréttamynd

Biður til Guðs að Banda­ríkin gefi ekki eftir

Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Trump um Græn­land: „Við verðum að eignast þetta land“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum.

Erlent