Bandaríkin

Fréttamynd

„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“

Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Per­serverance lent á Mars

Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni.

Erlent
Fréttamynd

Sætir gagn­rýni fyrir frí á meðan vetrar­stormar ganga yfir ríkið

Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Sjö mínútur af ótta

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að lenda á Mars í kvöld

Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft.

Erlent
Fréttamynd

Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri

Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum.

Erlent
Fréttamynd

Verstu vetrarhörkur í manna minnum

Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn

Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum

Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum.

Erlent
Fréttamynd

Paris Hilton trúlofuð

Athafnarkonan Paris Hilton er trúlofuð en hún tilkynnti það í dag á Instagram, á fjörutíu ára afmælisdegi sínum.

Lífið
Fréttamynd

Spilavíti Trumps jafnað við jörðu

Trump Plaza spilavítið í Atlantic City í Bandaríkjunum var jafnað við jörðu í dag. Sprengiefni voru notuð til að láta háhýsið falla inn á sig og urðu engar skemmdir á öðrum byggingum sem stóðu þar nærri.

Erlent
Fréttamynd

Minnst ellefu látnir vegna af­taka­veðurs

Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi.

Erlent
Fréttamynd

Setja á fót nefnd til að rann­saka á­rásina á þing­húsið

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn.

Erlent
Fréttamynd

Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar.

Erlent
Fréttamynd

Harry og Meghan eiga von á öðru barni

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni. Þetta staðfestir talsmaður hjónanna sem segir að sonur þeirra Archie sé nú að verða stóri bróðir.

Lífið