Bandaríkin

Fréttamynd

Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín

Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið

Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum.

Erlent
Fréttamynd

Kántrístjarnan Charley Pride lést úr Covid-19

Bandaríski kántrísönvarinn Charley Pride er látinn, 86 ára að aldri, af völdum covid-19. Pride lést í gær en söngvarinn gerði garðinn frægan með tónlist sinni vestanhafs á miklum umrótatímum á sjöunda áratugnum en greint er frá andlátinu á heimasíðu söngvarans.

Lífið
Fréttamynd

Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað

Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

I­vanka Trump sögð í­huga feril í stjórn­málum

Ivanka Trump, dóttir fráfarandi Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar Jared Kushner eru nú að festa kaup á eign í Flórída-ríki samkvæmt heimildarmanni CNN. Er ástæðan meðal annars sögð vera bollaleggingar Ivönku um mögulegan feril í stjórnmál.

Erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins.

Erlent
Fréttamynd

Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan

Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka

Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli.

Erlent
Fréttamynd

Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku

Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Tommy Lister dáinn eftir að hafa sýnt einkenni Covid-19

Leikarinn Tommy Lister er látinn. Hann var 62 ára gamall. Lister hóf feril sinn í bandarískri fjölbragðaglímu og færði sig svo yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Hann var hvað þekktastur fyrir leik sinn í Friday-myndunum, Fifth Element, Dark Knight og fjölda annarra aukahlutverka í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarna tvo til þrjá áratugi.

Lífið
Fréttamynd

Biden og Harris manneskjur ársins hjá Time

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, verðandi varaforseti, hafa verið útnefnd sem manneskjur ársins (Person of the Year) hjá bandaríska tímaritinu Time.

Erlent
Fréttamynd

Geimfararnir sem stefna á tunglið

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars.

Erlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu

Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun

Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur.

Erlent
Fréttamynd

Trump brýtur aldargamla hefð og fyrirskipar fimm aftökur

Nú þegar styttist í að Donald Trump forseti Bandaríkjanna yfirgefi Hvíta húsið hefur stjórn hans fyrirskipað aftökur á fimm mönnum sem á að taka af lífi áður en Joe Biden tekur við stjórnartaumunum þann 20. janúar á næsta ári.

Erlent