Bandaríkin

Fréttamynd

Á lokametrunum í kosninga­bar­áttu

Forsetaframbjóðendurnir bandarísku, þau Kamala Harris og Donald Trump eru nú á lokametrunum í kosningabaráttu sinni en á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Í gær þeyttust þau á milli sveifluríkjanna svokölluðu og komu fram á fjölmörgum viðburðum.

Erlent
Fréttamynd

Morgun­blaðið, ís­lenska hægrið og Ísrael

Síðan árás Hamas á Ísrael átti sér stað þann 7. október í fyrra hafa ýmsir stungið niður penna í viðleitni til að réttlæta það morðæði sem Ísraelsríki hefur staðið fyrir á Gaza, þar sem tugþúsundir alsaklausra borgara hafa verið myrtar eða limlestar og því sem næst allir íbúarnir sveltir, sviptir lífsviðurværinu og reknir á vergang.

Skoðun
Fréttamynd

Repúblikanar önugir yfir ó­væntu at­riði Harris í SNL

Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði.

Erlent
Fréttamynd

Skyggnst inn í hugar­heim stuðnings­manna Trump

„Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með.

Erlent
Fréttamynd

Ó­vænt for­skot Harris í Iowa sætir tíðindum

Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump.

Erlent
Fréttamynd

Þurft að horfa í­trekað á mynd­bönd Jennifer Lopez

Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs.

Lífið
Fréttamynd

Brady í á­falli yfir barn­eignum Bündchen

Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum.

Lífið
Fréttamynd

Segir um­mæli Trump um konur móðgun við alla

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína.

Erlent
Fréttamynd

Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi

Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu.

Tónlist
Fréttamynd

Stór­sigur beggja innan skekkju­marka

Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna.

Erlent
Fréttamynd

Ný flaug flaug lengra en áður

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert.

Erlent
Fréttamynd

Trump lék ruslakarl í Wisconsin

Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum.

Erlent
Fréttamynd

Sagði Trump heltekinn hefndarvilja

Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna.

Erlent
Fréttamynd

Harris og Trump hníf­jöfn viku fyrir kosningar

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrata til forseta og Donald Trump frambjóðandi Repúblikana og fyrrverandi forseti mælast hnífjöfn í könnunum. Silja Bára Ómarsdóttir, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, segir stöðuna ekki hafa verið svo jafna áður.

Innlent
Fréttamynd

Adidas og Ye sættast

Þýski íþróttavoruframleiðandinn Adidas og rapparinn Ye, áður Kanye West, hafa náð sáttum eftir að hafa staðið í málaferlum síðan Adidas sleit samstarfi við rapparann árið 2022.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teri Garr látin

Leik- og söngkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. Hún greindist með MS sjúkdóminn árið 2002 og árið 2006 fékk hún blóðtappa. Teri var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie. Þá lék hún einnig í Young Frankenstein og lék móður Phoebe í þáttaröðinni Friends.

Lífið
Fréttamynd

Skagastelpan sem gerðist mennta­skóla­kennari í Flórída

Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi.

Lífið
Fréttamynd

Bitcoin, gull og hrá­vörur fá aukna at­hygli fjár­festa

Á undanförnum vikum hafa nokkrir af virtustu fjárfestum heims lýst áhyggjum sínum af óstöðugu efnahagsumhverfi í Bandaríkjunum. Sérstaklega hafa þeir áhyggjur af bandarískum ríkisskuldabréfum sem þeir telja ekki lengur bjóða upp á jafn örugga ávöxtun og þau hafa gert síðustu áratugina.

Umræðan
Fréttamynd

Lokaði unnustann í ferða­tösku þar til hann lést

Sarah Boone, 47 ára kona frá Flórída-ríki í Bandaríkjunum, var dæmd sek fyrir manndráp í gær fyrir dómstólum í Orlando-borg í Flórída. Árið 2020 lokaði hún unnusta sinn í ferðatösku í nokkra klukkutíma þar til hann lést. 

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu

Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð.

Erlent