Bandaríkin

Fréttamynd

Ste­ve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes

Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni.

Lífið
Fréttamynd

„Hann dó sem hetja“

Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug.

Lífið
Fréttamynd

Hun­ter Biden á­kærður

Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum.

Erlent
Fréttamynd

Borg­ar ekki fjöl­skyld­un­um sem hann hrellt­i en spreð­ar pen­ing­um

Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur.

Erlent
Fréttamynd

Eiginkona El Chapo laus úr steininum

Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans.

Erlent
Fréttamynd

Hefja formlega rannsókn á Biden

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Arnar Geirsson frá Connecticut til New York

Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill að dómarinn stígi til hliðar

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verjar auka hernaðar­legan við­búnað við Taí­van

Kínverjar hafa aukið hernaðarlegan viðbúnað umhverfis Taívan eftir að herskipum frá Bandaríkjunum og Kanada var siglt um Taívan-sund á laugardag. Á fjórða tug herflugvéla og í kringum tuttugu herskip hafa farið um svæðið síðasta sólahring.

Erlent
Fréttamynd

Ása opnar sig um lífið eftir hand­tökuna

Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri

Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­gjafi Trump dæmdur fyrir að ó­hlýðnast þinginu

Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump.

Erlent