Bandaríkin Fann föður sinn og nauðgara móður sinnar með DNA prófi Bandarísk kona notaði DNA-próf og vinsælan erfðafræðigagnagrunn til að finna föður sinn og í senn manninn sem nauðgaði fjölfatlaðri móður hennar. Maðurinn vann á þjónustumiðstöð sem konan var vistuð á. Erlent 9.3.2023 20:47 Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Erlent 9.3.2023 18:35 NBA hetja handtekin vegna skotárásar Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki. Körfubolti 9.3.2023 11:00 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. Erlent 9.3.2023 09:37 Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara. Erlent 9.3.2023 08:44 Ákæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins. Erlent 9.3.2023 08:44 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. Erlent 8.3.2023 22:44 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. Erlent 8.3.2023 19:44 Hættu við að skjóta fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni út í geim Starfsmenn fyrirtækisins Relativity Space ætluðu sér að reyna að skjóta fyrstu eldflauginni sem er nánast öll þrívíddarprentuð út í geim. Eldflaugin notar einnig metan sem eldsneyti, sem er ekki hefðbundið. Erlent 8.3.2023 17:37 Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. Erlent 8.3.2023 12:18 Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Erlent 8.3.2023 08:18 Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar. Sport 8.3.2023 07:01 Báru kennsl á Granby-stelpuna 45 árum eftir að hún var myrt Lögreglunni í Massachusetts hefur tekist að bera kennsl á lík konu sem í 45 ár hefur einungis verið þekkt sem „Granby-stelpan“. Notast var við DNA-sýni úr syni hennar sem var fimm ára gamall þegar hún hvarf. Erlent 7.3.2023 22:01 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. Erlent 7.3.2023 20:01 Tveir létust í troðningi á tónleikum í New York Tveir tróðust undir og létust eftir að mikil ringulreið skapaðist á rapptónleikum í Rochester í New York-ríki á sunnudagskvöld. Einn er alvarlega slasaður. Erlent 7.3.2023 09:22 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. Erlent 7.3.2023 08:46 Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. Viðskipti innlent 7.3.2023 08:06 Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær. Erlent 6.3.2023 23:50 Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut Úkraínumenn segjast ætla að halda Bakhmut í Dónetskhéraði, þrátt fyrir erfitt ástand þar og að Rússum hafi vaxið ásmegin. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði með herforingjaráði Úkraínu þar sem talað var um að senda meiri liðsauka á svæðið. Erlent 6.3.2023 23:35 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. Lífið 6.3.2023 22:54 Lenti undir tré og lést Ganga skátadrengja í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum tók hræðilegan endi í gærmorgun. Móðir eins skátans lést í göngunni eftir að hafa orðið undir tréi sem féll. Erlent 6.3.2023 17:11 Óku á brunahana og húsvegg Bandaríski grínistinn Pete Davidson og kærasta hans, Chase Sui-Wonders, lentu í bílslysi í Beverly Hills í Los Angeles í fyrrinótt. Lífið 6.3.2023 09:00 Gítarleikari og einn stofnmeðlima Lynyrd Skynyrd látinn Gary Rossington, gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, er látinn, 71 árs að aldri. Með honum er genginn síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. Lífið 6.3.2023 08:03 Strategían að flytja í miðju Covid heppnaðist „Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri. Lífið 5.3.2023 18:55 Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016. Lífið 5.3.2023 14:37 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 5.3.2023 06:01 Farþegi einkaþotu lést í ókyrrð Einkaþota á flugi yfir Nýja Englandi í Bandaríkjunum með fimm innaborðs lenti í mikilli ókyrrð í gærkvöldi með þeim afleiðingum að einn farþeganna lét lífið. Erlent 4.3.2023 18:42 Fannst á lífi þrjátíu árum síðar í öðru landi Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. Erlent 4.3.2023 13:55 Spjallþáttur Rachael Ray kveður skjáinn Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. Lífið 4.3.2023 10:12 Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. Erlent 4.3.2023 08:00 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 334 ›
Fann föður sinn og nauðgara móður sinnar með DNA prófi Bandarísk kona notaði DNA-próf og vinsælan erfðafræðigagnagrunn til að finna föður sinn og í senn manninn sem nauðgaði fjölfatlaðri móður hennar. Maðurinn vann á þjónustumiðstöð sem konan var vistuð á. Erlent 9.3.2023 20:47
Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Erlent 9.3.2023 18:35
NBA hetja handtekin vegna skotárásar Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki. Körfubolti 9.3.2023 11:00
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. Erlent 9.3.2023 09:37
Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara. Erlent 9.3.2023 08:44
Ákæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins. Erlent 9.3.2023 08:44
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. Erlent 8.3.2023 22:44
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. Erlent 8.3.2023 19:44
Hættu við að skjóta fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni út í geim Starfsmenn fyrirtækisins Relativity Space ætluðu sér að reyna að skjóta fyrstu eldflauginni sem er nánast öll þrívíddarprentuð út í geim. Eldflaugin notar einnig metan sem eldsneyti, sem er ekki hefðbundið. Erlent 8.3.2023 17:37
Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. Erlent 8.3.2023 12:18
Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Erlent 8.3.2023 08:18
Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar. Sport 8.3.2023 07:01
Báru kennsl á Granby-stelpuna 45 árum eftir að hún var myrt Lögreglunni í Massachusetts hefur tekist að bera kennsl á lík konu sem í 45 ár hefur einungis verið þekkt sem „Granby-stelpan“. Notast var við DNA-sýni úr syni hennar sem var fimm ára gamall þegar hún hvarf. Erlent 7.3.2023 22:01
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. Erlent 7.3.2023 20:01
Tveir létust í troðningi á tónleikum í New York Tveir tróðust undir og létust eftir að mikil ringulreið skapaðist á rapptónleikum í Rochester í New York-ríki á sunnudagskvöld. Einn er alvarlega slasaður. Erlent 7.3.2023 09:22
Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. Erlent 7.3.2023 08:46
Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. Viðskipti innlent 7.3.2023 08:06
Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær. Erlent 6.3.2023 23:50
Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut Úkraínumenn segjast ætla að halda Bakhmut í Dónetskhéraði, þrátt fyrir erfitt ástand þar og að Rússum hafi vaxið ásmegin. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði með herforingjaráði Úkraínu þar sem talað var um að senda meiri liðsauka á svæðið. Erlent 6.3.2023 23:35
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. Lífið 6.3.2023 22:54
Lenti undir tré og lést Ganga skátadrengja í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum tók hræðilegan endi í gærmorgun. Móðir eins skátans lést í göngunni eftir að hafa orðið undir tréi sem féll. Erlent 6.3.2023 17:11
Óku á brunahana og húsvegg Bandaríski grínistinn Pete Davidson og kærasta hans, Chase Sui-Wonders, lentu í bílslysi í Beverly Hills í Los Angeles í fyrrinótt. Lífið 6.3.2023 09:00
Gítarleikari og einn stofnmeðlima Lynyrd Skynyrd látinn Gary Rossington, gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, er látinn, 71 árs að aldri. Með honum er genginn síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. Lífið 6.3.2023 08:03
Strategían að flytja í miðju Covid heppnaðist „Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri. Lífið 5.3.2023 18:55
Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016. Lífið 5.3.2023 14:37
„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 5.3.2023 06:01
Farþegi einkaþotu lést í ókyrrð Einkaþota á flugi yfir Nýja Englandi í Bandaríkjunum með fimm innaborðs lenti í mikilli ókyrrð í gærkvöldi með þeim afleiðingum að einn farþeganna lét lífið. Erlent 4.3.2023 18:42
Fannst á lífi þrjátíu árum síðar í öðru landi Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. Erlent 4.3.2023 13:55
Spjallþáttur Rachael Ray kveður skjáinn Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. Lífið 4.3.2023 10:12
Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. Erlent 4.3.2023 08:00