Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Enginn féll á lyfjaprófi í Meistaradeildinni

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, opinberaði í dag skýrslu um þau lyfjapróf sem voru tekin í leikjum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Þar kemur fram að enginn knattspyrnumannanna var uppvís að notkun ólöglegra lyfja á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær Evrópudeildin Meistaradeildarsæti?

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun tilkynna það á morgun, hvort að sigurvegarar í Evrópudeildinni vinni sér í framtíðinni sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Þessi breyting er til umræðu sem hluti af þeirri viðleitni sambandsins að auka mikilvægi og áhuga á Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea-menn fögnuðu vel sigrinum í Evrópudeildinni

Chelsea varð í kvöld fyrsta enska liðið til að vinna Evrópudeildina síðan að keppnin var endurskírð 2009 og fyrsta enska liðið í tólf ár til að þess að vinna UEFA-bikarinn eða síðan að Liverpool vann gömlu Evrópukeppni félagsliða árið 2001.

Fótbolti
Fréttamynd

Branislav Ivanovic skellti sér upp á markslána

Branislav Ivanovic var hetja Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Amsterdam í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið með stórglæsilegum skalla á þriðju mínútu í uppbótartíma. Chelsea er því Evrópumeistari annað árið í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Lampard: Enginn á þetta meira skilið en Ivanovic

Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var kátur eftir 2-1 sigur á Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. Chelsea er þar með handhafi beggja Evróputitlanna í fótboltanum því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en seinna í þessum mánuði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin

Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Terry missir aftur af úrslitaleik í Evrópukeppni

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu á móti Benfica á morgun þegar liðin mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á heimavelli Ajax í Amsterdam. Terry er ekki búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hann varð fyrir um síðustu helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Glæsimark David Luiz

Brasilíumaðurinn David Luiz skoraði mark kvöldsins í leik Chelsea og Basel í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea í úrslit Evrópudeildarinnar

Evrópumeistarar Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 heimasigri á Basel. Enska liðið fer áfram 5-2 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica mætir Chelsea í Amsterdam

Stuðningsmenn Benfica munu mála Lissabon rauða í nótt enda tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Evróupdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Fenerbahce í kvöld. Benfica mætir Chelsea í úrslitaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham tapaði í vítaspyrnukeppni

Gylfi Þór Sigurðsson var eini leikmaður Tottenham sem nýtti spyrnu sína þegar að liðið féll úr leik í Evrópudeild UEFA. Tottenham tapaði fyrir Basel í vítaspyrnukeppni, 4-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Gengur Tottenham betur en KR?

Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Fenerbahce og Benfica áfram

Fenerbahce gerði sér lítið fyrir og sló út ítalska liðið Lazio í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld. Þá hafði Benfica betur gegn Newcastle.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi skoraði en Bale borinn af velli

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas vongóður vegna meiðsla Bale

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, meiddist illa á ökkla í leiknum gegn Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er vongóður um að meiðslin séu ekki eins slæm og þau litu út fyrir að vera.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA kærir Internazionale

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að ákæra ítalska félagið Internazionale fyrir kynþáttafordóma stuðningsmanna liðsins í seinni leik Internazionale og Tottenham í Evrópudeildinni. Málið verður tekið fyrir 19. apríl næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi og félagar til Sviss

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham drógust gegn svissneska liðinu Basel í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti