Þórhildur Elín Elínardóttir

Fréttamynd

Reservoir Dogs

Sannarlega var að óreyndu útilokað að spá þeirri almennu fíkn í tíðindi af efnahagsmálum sem raunin hefur verið. Á meðan flest lék í lyndi svæfði mig að minnsta kosti umfjöllun um verðbréf og vísitölur ætíð á augabragði.

Bakþankar
Fréttamynd

Að sigra heiminn

Samkvæmt sálfræðinni eru viðbrögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sammannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martraðarkenndir.

Bakþankar
Fréttamynd

Köttur út í mýri

Eftir heila viku af uppnámi sem einkenndist mest af fréttum af því hvað Davíð hafi eiginlega verið að meina höfum við nú hneppt börnin okkar og barnabörn í ævilangt skuldafangelsi.

Bakþankar
Fréttamynd

Hamstur

Ef ætlunin er að fá brjóstsviða, vöðvabólgu eða viðvarandi hárlos er upplagt um þessar mundir að æfa hamstur. Öll skilyrði eru enn hagstæð til að verða lunkinn í þeirri vanræktu íþróttagrein svo nú er um að gera að munda innkaupakörfuna rösklega. Ýmislegt getur komið sér vel í kreppunni. Til dæmis verður hægt að hrósa sigri yfir að luma enn á krukku af fetaosti daginn sem Mjólkursamsalan leggur upp laupana og allir aðrir verða búnir að gleyma þeirri munaðarvöru. Eða súpa hlakkandi á síðasta espressóinum á meðan hinir óforsjálu horfa hnípnir og kaffilausir í gaupnir sér.

Bakþankar
Fréttamynd

Góði pabbi, vondi pabbi

Vökustaurar forfeðranna hafa nú loks endurheimt hlutverk sitt síðustu örlaganætur. Ósofnir og veðraðir víkingarnir hafa snúið aftur til að færa okkur almúgan­um þau tíðindi að skildirnir séu brotnir, axirnar hauslausar og útrásin hafi breyst í innrás.

Bakþankar
Fréttamynd

Spilað með hjartastrengina

Svona áratug eftir svolítið kaldrifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjartastrengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af laginu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Svindlað á okkur

Í hvert sinn sem minnst er á ójafna stöðu kynjanna verða alltaf einhverjir til að fá létt flogakast af pirringi. Geðvonskuna styðja þeir stundum með þeim rökum að íslenskar konur hafi það bara prýðilegt og ættu umsvifalaust að hætta þessu væli. Og vissulega búum við auðvitað við dásamlegar aðstæður í samanburði við konur í sumum öðrum heimshlutum sem margar fá hvorki tækifæri til að mennta sig né svo mikið sem velja sér maka sjálfar. Ekki eru til lög hér sem heimila barsmíðar á ódælum kvensniftum. Umskurður stúlkubarna þekkist ekki, konur eru ekki þvingaðar til að ganga í búrkum og mega vinna fyrir sér, sjást einar á almannafæri og aka bíl. Hafa rétt til að tjá sig opinberlega og kjósa. Við erum sannarlega lukkunnar pamfílar.

Bakþankar
Fréttamynd

Húsráð gegn grámósku tilverunnar

Gulltrygg aðferð til að gefa sjálfum sér jákvæðar strokur er að kaupa fallega skó. Sumum kann að virðast þetta heldur þunnildisleg sálfræði en reynslan hefur margsannað að glæsilegt skótau getur þurrkað upp vægan lífsleiða í einu vetfangi.

Bakþankar
Fréttamynd

Nóg er nóg er nóg

Á dögunum þáði ég boð um að mæta á samkomu hjá Samhjálp. Bjóðandinn er dæmalaust vel gerður piltur sem nýlega sneri við blaðinu og kvaddi förunaut sinn fíkniefnadjöfulinn sem hafði verið honum fylgispakur um hríð.

Bakþankar
Fréttamynd

Silfur

Síðustu vikuna hefur hópsálin í okkur fengið ærið tækifæri til að fagna. Hversu sérlunduð sem við erum annars og önug kannski sum, finnst varla sá Íslendingur tveggja ára og eldri sem ekki gladdist innilega yfir handboltaúrslitum Ólympíuleikanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Að leyfa það sem er bannað

Í fyrri viku gekk athyglisverður dómur á Norðurlandi þar sem maður var sýknaður af að hafa refsað börnum fyrir óskilgreinda óþekkt með flenginum á beran rassinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Dýrafóður fyrir börnin

Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska.

Bakþankar
Fréttamynd

Lyftistöng fyrir mannlífið

Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð.

Bakþankar
Fréttamynd

Sleitulaus hátíðahöld

Við vorum nokkrar vinkonur fyrir löngu farnar að plana villta verslunarmannahelgi. Ráðagerðirnar fólust þó ekki í tilhlökkun vegna dvalar við hjalandi lítinn læk og kvakandi fugl í mó, þótt umhyggjusamir foreldrar hafi líklega verið fóðraðir á einhverjum þægilegum skáldskap.

Bakþankar
Fréttamynd

Sænskasumarið

Ef íslenskur almannarómur gæti njörvað skoðun á þjóðum heims niður í eitt orð yrði niðurstaðan kannski sú að til dæmis væri sú þýska skipulögð, danska afslöppuð, norska trúrækin en írska, rússneska og grænlenska staupsöm. Finnska þjóðarsálin væri lokuð, bandaríska yfirborðsleg og þannig áfram. Einn fjölmargra víðkunnra sleggjudóma er svo vitaskuld að Svíar séu almennt og yfirhöfuð hroðalega leiðinlegir.

Bakþankar
Fréttamynd

Bobba, Jóhanna og Bergrún

Eitt fegursta orðið í íslensku máli er ljósmóðir. Í því býr mildi og gæska, umhyggja og virðing fyrir lífi. Fæstar konur sem fætt hafa barn gleyma nokkru sinni þeirri konu sem annaðist þær á meðgöngu, spáði í spilin, samgladdist þegar fyrsti hjartslátturinn heyrðist, skildi allar áhyggjur og sefaði kvíðann.

Bakþankar
Fréttamynd

Bændur í kaupstaðarferð

Eftir einangrun á ísaköldu landi í þúsund ár eru núna næstum öll heimsins gæði innan seilingar. Loks getum við úðað í okkur alls kyns croissant og latte, parmesan og sushi.

Bakþankar
Fréttamynd

Áfallastreitu- röskun

Á víðáttum vefsins var nýlega frétt um rannsókn sem segir að áttundi hver nágranni World Trade Center finni enn til streitu eftir atburðina 11. september 2001.

Bakþankar
Fréttamynd

Krydd í kynlífið

Nokkuð lengi hefur verið móðins að kvarta undan tímaskorti. Þar er ég sjálf engin undan­tekning, byrja yfirleitt að væla yfir þessu hátt og í hljóði strax á morgnana.

Bakþankar
Fréttamynd

Hættulegt hættumat

Vegvilltur túristi á unglingsaldri var í síðustu viku skotinn á færi í fjallshlíð í Skagafirði. Alfriðaður og hopandi inn í þoku undan kúrekum norðursins sem ekki datt í hug friðsöm leið að lausn málsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Ferðalag í hundana

Nákvæmlega klukkan 06.50 hvern virkan dag pípir síminn minn undur blíðlegt lag. Ekki þarf nema eitt skilvirkt handtak til að þagga niður í kvikindinu en nákvæmlega tíu mínútum seinna upphefur hann annað og grimmdar­legra garg sem kostar undantekningarlaust dálítið einvígi. Ég hamast við að reyna að sofa yfir mig en hann reynir staðfastlega að svipta heimilið næturkyrrðinni. Enn hefur mér því miður ekki tekist að kenna börnunum hversu unaðslegt það er að lúra lengur undir hlýrri sæng, heldur spretta þau upp eins og stálfjaðrir. Þar með er áreiti dagsins hafið fyrir alvöru.

Bakþankar
Fréttamynd

Massa hress, megabeib

Sígild skemmtun er að gramsa upp úrelt viðhorf og njóta þess hagstæða samanburðar sem okkur finnst tíminn hafa fært. Þannig komst ég eitt sinn yfir gamla bók sem kenndi kvenleika.

Bakþankar
Fréttamynd

Ósýnilega lífstykkið

Mikið getum við konur þakkað fyrir að vera uppi nú en ekki fyrir til dæmis sextíu árum. Burtséð frá því að þá var eigi ætlast til annars af okkur en að sveipa heimilið hreingerningarilmi og okkur sjálfar dulúð, þá var hvorki búið að finna upp hárblásarann né sléttujárnið.

Bakþankar
Fréttamynd

Drama- drottning

Faðir minn var vel lesinn í Íslendingasögunum og lunkinn við að kveikja áhuga á sagnaarfinum. Sem spons var ég í hefðbundnum álögum lítilla stúlkna sem vilja ólmar vera prinsessur. Þá fékk ég ítarlegar frásagnir af hennar hágöfgi Melkorku sem rænt var frá Írlandi og var bæði stórlynd og staðföst. Í útgáfu pabba var hún langamma mín í beinan kvenlegg sem þýddi þar með að ég var sjálf konungborin.

Bakþankar
Fréttamynd

Hressandi kreppa

Þótt samúð með vörubílstjórum hafi runnið út í sandinn fer ekki hjá því ópin um eldsneytishækkun hafi orðið bensín á dýrtíðarhræðsluna. Sniðugt, ekki satt? Hroðaleg verðbólga ekki lengur bara bráðum heldur núna.

Bakþankar
Fréttamynd

Ást við fyrstu sýn

Þrátt fyrir allskyns uppsteyt í garð dæmigerðrar kynjaskiptingar hef ég með sóma haldið uppi merkjum kvenlegs yndisþokka með því að vera átakanlega seinfær þegar kemur að vélbúnaði.

Bakþankar
Fréttamynd

101 Kalkútta

Ein af klisjunum sem við þorpsbúar yljuðum okkur lengi við var að þrátt fyrir allt ættum við besta vatn í heimi og hreinustu höfuðborgina. Vorum roggin gagnvart útlendingum sem hingað slæddust enda vóg hreinleikinn upp á móti því hversu allt var - líka þá - rosalega dýrt.

Bakþankar
Fréttamynd

Æðst allra dyggða

Nú hafa stórkaupmenn sent út kaldrifjaða orðsendingu um hroðalegar verðhækkanir sem augsjáanlega koma okkur illa. Margir munu bíta á jaxlinn og aðlagast eins og áður en ekki allir hafa svigrúm til þess.

Bakþankar
Fréttamynd

Heimagert kynlífsmyndband

Sem dálítið aldurhnigin frú væri ferill minn nú örugglega á fallanda fæti ef hann byggðist á aðdáun múgsins. Þótt ég hafi því miður ekki enn haft framfærslu af glæsileika og hæfileikum til að performera þá læðist að mér ofurlítill en áleitinn hrollur yfir því að jafnöldrur mínar í Hollywood séu sumar afskrifaðar vegna elli.

Bakþankar