Félagsmál

Fréttamynd

Málstofur Þjóðarspegilsins aðgengilegar öllum heima í stofu

„Það má líta á kosti þess að hafa þurft að fara í þær breytingar að hafa ráðstefnuna rafræna því jafnvel munum við ná betur til fólks með þessum hætti,“ segir Stefán Hrafn Jónsson forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni

Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið.

Innlent
Fréttamynd

MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar

MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu

Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 

Innlent
Fréttamynd

Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa of­beldi

Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Í fá­tæktina fórnað

Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til sex mánaða fæðingarorlof fyrir hvort foreldri

Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni.

Innlent