Sjávarútvegur

Fréttamynd

Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafrannsóknastofnun leggur til tvöföldun loðnukvótans

Hafrannsóknastofnun birti nú í kvöld nýja ráðgjöf á loðnuveiðar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fengust úr loðnuleitinni í síðustu viku. Samkvæmt henni ráðleggur stofnunin að loðnukvótinn rétt rúmlega tvöfaldist, hækki úr 61 þúsund tonnum, sem áður var búið að gefa út, upp í 127.300 tonn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna

Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun.

Innlent
Fréttamynd

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina

Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eign þjóðarinnar verður að sam­eign sam­fé­laga

Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi utan í Elliðaey

Skuttogarinn Dala Rafn VE sigldi utan í Elliðaey við komu til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Eyjafréttir greina frá óhappinu en málsatvik eru sögð óljós að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar

Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar

Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagkvæmt kvótakerfi og nýliðun

Sókn í fiskistofna var breytt hér á landi seint á síðustu öld og útgerðarmönnum bannað að veiða meira en stofnar þoldu og urðu því að draga verulega úr sókn.

Skoðun
Fréttamynd

Sex vilja gegna em­bætti for­stjóra Haf­ró

Alls sóttu sex um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar síðastliðinn, en í hópi umsækjenda er núverandi forstjóri, Sigurður Guðjónsson.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár

Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kampi á Ísafirði í greiðslustöðvun og starfsmanni sagt upp

Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði fékk í morgun greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Vestfjarða til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Fjármálastjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í desember. Stjórnarformaður Kampa segir stjórnina hafa fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða blasti við í lok árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skip­verjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni

Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða.

Innlent