Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 15:21 Samherji kærði nokkra starfsmenn Seðlabankans, þáverandi og fyrrverandi, til lögreglu árið 2019. Vísir/Egill Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum. Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum.
Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira