Lögreglumál Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. Innlent 1.11.2022 20:10 Ók næstum því á lögreglubíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Sjö voru vistaðir í fangageymslu. Innlent 30.10.2022 07:21 Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. Innlent 29.10.2022 07:33 Drengurinn fannst sofandi í strætó Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó. Innlent 28.10.2022 19:48 Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. Innlent 28.10.2022 14:07 Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. Innlent 28.10.2022 12:45 Barn flutt á bráðamóttöku eftir fall Barn var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Reykjavík til skoðunar eftir fall. Innlent 28.10.2022 06:18 Fjórða kæran í ferli vegna meintra kynferðisafbrota sama einstaklings Enn ein konan hefur stigið fram vegna karlmanns sem hefur þegar verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Málin þrjú eru fyrnd en ekki mál konunnar sem nú stígur fram. Innlent 27.10.2022 09:01 Sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók á lögreglubifreið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór eftirför á eftir bifreið í nótt þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Í stuttum eltingaleik var meðal annars ekið á lögreglubifreið, segir í tilkynningu. Innlent 27.10.2022 06:19 Hinn látni karlmaður á miðjum aldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í Skeifunni í gærkvöldi hafi glímt við veikindi. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 26.10.2022 10:23 Líkamsárás, eignaspjöll og menn undir áhrifum Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt hafi verið fjölbreytt en útköll bárust meðal annars vegna líkamsárásar, fíkniefnaneyslu, ofurölvi einstaklinga og innbrota. Innlent 26.10.2022 06:20 Líkfundur við Skeifuna Lokað var fyrir vegfarendur um nokkrar götur í Skeifunni fyrr í kvöld vegna líkfundar. Talsverður fjöldi lögreglumanna var á svæðinu. Innlent 25.10.2022 19:44 Í langt gæsluvarðhald grunaður um atlögu gegn móður sinni Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. mars næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa veist að móður sinni með ofbeldi. Innlent 25.10.2022 13:26 „Ég er að skila skömminni“ Maður sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotin rifjuðust upp áratugum síðar. Réttarsálfræðingur segir þetta vel þekkt. Gríðarlega mikilvægt sé að vinna úr slíkum áföllum um leið og þau koma upp. Innlent 25.10.2022 07:00 Þrír sagðir hafa ráðist á mann við fjölbýlishús Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Eitt útkalla sneri að tilkynningu um slagsmál við fjölbýlishús þar sem þrír eru sagðir hafa ráðist á einn. Innlent 25.10.2022 06:09 Tveir sextán ára skemmdu tólf bíla Tveir sextán ára gamlir drengir voru handteknir klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt grunaðir um að hafa skemmt tólf bíla Breiðholti. Barnavernd var kölluð til og skýrsla tekin af þeim á lögreglustöð vegna skemmdarverkanna. Innlent 24.10.2022 06:21 Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann Innlent 23.10.2022 18:30 Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. Innlent 23.10.2022 12:21 Átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur Tilkynnt var um mann sem átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Lögregla fór á vettvang en maðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Innlent 23.10.2022 09:29 Lamdi til fólks með stól í húsnæði Rauða krossins Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði veist að fólki í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði. Innlent 22.10.2022 18:18 Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Innlent 21.10.2022 15:04 Ungmenni með loftbyssu veittust að einstaklingi Tvö ungmenni voru í gærkvöldi kærð fyrir vopnalagabrot. Þau höfðu verið að leika sér með loftbyssu og veittu sér að öðrum einstakling. Engin meiðsli urðu á fólki en barnavernd og foreldrum var tilkynnt um atvikið. Innlent 21.10.2022 06:10 Telur að „menn hafi aðeins misst sig“ við hryðjuverkarannsókn Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir málið hvorki fugl né fisk og telur lögreglu hafa gert of mikið úr því. Innlent 20.10.2022 21:17 Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. Innlent 20.10.2022 15:42 Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. Innlent 20.10.2022 11:29 Reif sig úr að ofan á veitingastað Lögreglan ók manni heim í gær eftir að kvartað var undan hegðun hans inni á veitingastað. Meðal annars hafði maðurinn rifið sig úr að ofan. Innlent 20.10.2022 06:16 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. Innlent 19.10.2022 16:40 „Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. Innlent 19.10.2022 18:47 Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Innlent 19.10.2022 10:34 Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Innlent 19.10.2022 09:10 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 280 ›
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. Innlent 1.11.2022 20:10
Ók næstum því á lögreglubíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Sjö voru vistaðir í fangageymslu. Innlent 30.10.2022 07:21
Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. Innlent 29.10.2022 07:33
Drengurinn fannst sofandi í strætó Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó. Innlent 28.10.2022 19:48
Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. Innlent 28.10.2022 14:07
Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag. Innlent 28.10.2022 12:45
Barn flutt á bráðamóttöku eftir fall Barn var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Reykjavík til skoðunar eftir fall. Innlent 28.10.2022 06:18
Fjórða kæran í ferli vegna meintra kynferðisafbrota sama einstaklings Enn ein konan hefur stigið fram vegna karlmanns sem hefur þegar verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Málin þrjú eru fyrnd en ekki mál konunnar sem nú stígur fram. Innlent 27.10.2022 09:01
Sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók á lögreglubifreið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór eftirför á eftir bifreið í nótt þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Í stuttum eltingaleik var meðal annars ekið á lögreglubifreið, segir í tilkynningu. Innlent 27.10.2022 06:19
Hinn látni karlmaður á miðjum aldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í Skeifunni í gærkvöldi hafi glímt við veikindi. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 26.10.2022 10:23
Líkamsárás, eignaspjöll og menn undir áhrifum Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt hafi verið fjölbreytt en útköll bárust meðal annars vegna líkamsárásar, fíkniefnaneyslu, ofurölvi einstaklinga og innbrota. Innlent 26.10.2022 06:20
Líkfundur við Skeifuna Lokað var fyrir vegfarendur um nokkrar götur í Skeifunni fyrr í kvöld vegna líkfundar. Talsverður fjöldi lögreglumanna var á svæðinu. Innlent 25.10.2022 19:44
Í langt gæsluvarðhald grunaður um atlögu gegn móður sinni Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. mars næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa veist að móður sinni með ofbeldi. Innlent 25.10.2022 13:26
„Ég er að skila skömminni“ Maður sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotin rifjuðust upp áratugum síðar. Réttarsálfræðingur segir þetta vel þekkt. Gríðarlega mikilvægt sé að vinna úr slíkum áföllum um leið og þau koma upp. Innlent 25.10.2022 07:00
Þrír sagðir hafa ráðist á mann við fjölbýlishús Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Eitt útkalla sneri að tilkynningu um slagsmál við fjölbýlishús þar sem þrír eru sagðir hafa ráðist á einn. Innlent 25.10.2022 06:09
Tveir sextán ára skemmdu tólf bíla Tveir sextán ára gamlir drengir voru handteknir klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt grunaðir um að hafa skemmt tólf bíla Breiðholti. Barnavernd var kölluð til og skýrsla tekin af þeim á lögreglustöð vegna skemmdarverkanna. Innlent 24.10.2022 06:21
Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann Innlent 23.10.2022 18:30
Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. Innlent 23.10.2022 12:21
Átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur Tilkynnt var um mann sem átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Lögregla fór á vettvang en maðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Innlent 23.10.2022 09:29
Lamdi til fólks með stól í húsnæði Rauða krossins Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði veist að fólki í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði. Innlent 22.10.2022 18:18
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Innlent 21.10.2022 15:04
Ungmenni með loftbyssu veittust að einstaklingi Tvö ungmenni voru í gærkvöldi kærð fyrir vopnalagabrot. Þau höfðu verið að leika sér með loftbyssu og veittu sér að öðrum einstakling. Engin meiðsli urðu á fólki en barnavernd og foreldrum var tilkynnt um atvikið. Innlent 21.10.2022 06:10
Telur að „menn hafi aðeins misst sig“ við hryðjuverkarannsókn Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir málið hvorki fugl né fisk og telur lögreglu hafa gert of mikið úr því. Innlent 20.10.2022 21:17
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. Innlent 20.10.2022 15:42
Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. Innlent 20.10.2022 11:29
Reif sig úr að ofan á veitingastað Lögreglan ók manni heim í gær eftir að kvartað var undan hegðun hans inni á veitingastað. Meðal annars hafði maðurinn rifið sig úr að ofan. Innlent 20.10.2022 06:16
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. Innlent 19.10.2022 16:40
„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. Innlent 19.10.2022 18:47
Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Innlent 19.10.2022 10:34
Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Innlent 19.10.2022 09:10