Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2022 15:04 Útibú Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði. Vísir/Tryggvi Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Málefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafa verið í brennidepli frá því fyrir áramót þegar Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra stofnunarinnar og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, var sagt upp störfum. Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Tilraun til að afvegaleiða úttektina Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins.. Stofnuð var sérstök verkefnastjórn um flutninginn. Úttektin var gerð opinber í dag og þar má finna svartan kafla um háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunarinnar í tengslum við úttekt Ríkisendurskoðun. Þar segir að úttekt Ríkisendurskoðunar hafi hafist í september á síðasta ári. Ítarlegur spurningalisti var sendur til Innheimtustofnunarinnar. Svörin sem fengust voru hins vegar verulega ábótavant að mati Ríkisendurskoðunar. „Um mánaðamótin nóvember/desember 2021 gerði Ríkisendurskoðun verkefnisstjórninni grein fyrir því mati sínu að í mörgum tilfellum væri um að ræða tilraunir til að leyna upplýsingum og gögnum og afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Taldi Ríkisendurskoðun sum svörin beinlínis röng og villandi,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þar kemur einnig fram að á sama tíma hafi Ríkisendurskoðun vakið athygli verkefnastjórnarinnar að stjórnun og innra skipulag Innheimtustofnunar væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hefði sett sér um opinber fjármál og faglega stjórnsýslu. „Eins gerði Ríkisendurskoðun grein fyrir því að úttektin hefði varpað ljósi á óeðlilega háttsemi innan Innheimtustofnunar sveitarfélaga, á ábyrgð stjórnenda hennar.“ Ný stjórn tekið málið föstum tökum Í úttektinni kemur einnig fram að þegar þáverandi stjórnendur hafi gert þáverandi stjórn Innheimtustofnunar grein fyrir háttsemi sinni að hluta hafi hún ákveðið að umrædd háttsemi hafi falið í sér trúnaðarbrest. Var stjórnendum skipað að hverfa frá háttseminni og skila stjórn skýrslu um málið. Hvað gerir Innheimtustofnun sveitarfélaga? Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra. „Frumkvæði stjórnenda hvað tilkynningu til stjórnar varðar má rekja til eftirgrennslan fjölmiðla um háttsemina,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þáverandi stjórn Innheimtustofnunar sagði af sér vegna málsins. Ný stjórn var skipuð og segir í úttekt Ríkisendurskoðunar að sú stjórn hafi tekið málið föstum tökum. „Hefur Ríkisendurskoðun fylgst með og eftir atvikum veitt núverandi stjórn stuðning í aðgerðum sínum til að upplýsa um þessa háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar. Ný stjórn Innheimtustofnunar kærði meinta háttsemi fyrrverandi stjórnenda til lögreglu og hefur héraðssaksóknari málið til meðferðar þegar skýrsla þessi er rituð.“ Fjórar tillögur Ríkisendurskoðun leggur til fjórar tillögur hvað varðar framtíð Innheimtustofnunarinnar. Lagt er til að ábyrgð á innheimtu meðlaga verði endurskilgreind og að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falin ábyrgð á verkefninu. Þá er lagt til að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falið að meta þau verðmæti sem felast í kröfusafni stofnunarinnar, en í því sambandi telur embættið rétt að kröfusafnið í heild flytjist til ríkisins með samkomulagi við eigendur Innheimtustofnunar. Endanlegt uppgjör vegna kröfusafnsins fari þá fram að tilteknum tíma liðnum. Enn fremur er lagt til að gerð verði sérstök greining á gagnagrunni núverandi innheimtukerfis, sem og þeim kerfum sem til staðar eru hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, eftir atvikum í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins. Loks er lagt til að viðtökuaðili verkefnanna, í samráði við ráðuneyti, marki stefnu um framkvæmd innheimtu meðlaga með skilgreindum mælikvörðum um árangur. Í því sambandi þurfi meðal annars að endurskoða lagaumhverfi meðlagsinnheimtu, skjalfesta verklagsreglur og koma á tilhlýðilegu gæðakerfi. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Málefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafa verið í brennidepli frá því fyrir áramót þegar Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra stofnunarinnar og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, var sagt upp störfum. Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Tilraun til að afvegaleiða úttektina Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins.. Stofnuð var sérstök verkefnastjórn um flutninginn. Úttektin var gerð opinber í dag og þar má finna svartan kafla um háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunarinnar í tengslum við úttekt Ríkisendurskoðun. Þar segir að úttekt Ríkisendurskoðunar hafi hafist í september á síðasta ári. Ítarlegur spurningalisti var sendur til Innheimtustofnunarinnar. Svörin sem fengust voru hins vegar verulega ábótavant að mati Ríkisendurskoðunar. „Um mánaðamótin nóvember/desember 2021 gerði Ríkisendurskoðun verkefnisstjórninni grein fyrir því mati sínu að í mörgum tilfellum væri um að ræða tilraunir til að leyna upplýsingum og gögnum og afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Taldi Ríkisendurskoðun sum svörin beinlínis röng og villandi,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þar kemur einnig fram að á sama tíma hafi Ríkisendurskoðun vakið athygli verkefnastjórnarinnar að stjórnun og innra skipulag Innheimtustofnunar væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hefði sett sér um opinber fjármál og faglega stjórnsýslu. „Eins gerði Ríkisendurskoðun grein fyrir því að úttektin hefði varpað ljósi á óeðlilega háttsemi innan Innheimtustofnunar sveitarfélaga, á ábyrgð stjórnenda hennar.“ Ný stjórn tekið málið föstum tökum Í úttektinni kemur einnig fram að þegar þáverandi stjórnendur hafi gert þáverandi stjórn Innheimtustofnunar grein fyrir háttsemi sinni að hluta hafi hún ákveðið að umrædd háttsemi hafi falið í sér trúnaðarbrest. Var stjórnendum skipað að hverfa frá háttseminni og skila stjórn skýrslu um málið. Hvað gerir Innheimtustofnun sveitarfélaga? Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra. „Frumkvæði stjórnenda hvað tilkynningu til stjórnar varðar má rekja til eftirgrennslan fjölmiðla um háttsemina,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þáverandi stjórn Innheimtustofnunar sagði af sér vegna málsins. Ný stjórn var skipuð og segir í úttekt Ríkisendurskoðunar að sú stjórn hafi tekið málið föstum tökum. „Hefur Ríkisendurskoðun fylgst með og eftir atvikum veitt núverandi stjórn stuðning í aðgerðum sínum til að upplýsa um þessa háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar. Ný stjórn Innheimtustofnunar kærði meinta háttsemi fyrrverandi stjórnenda til lögreglu og hefur héraðssaksóknari málið til meðferðar þegar skýrsla þessi er rituð.“ Fjórar tillögur Ríkisendurskoðun leggur til fjórar tillögur hvað varðar framtíð Innheimtustofnunarinnar. Lagt er til að ábyrgð á innheimtu meðlaga verði endurskilgreind og að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falin ábyrgð á verkefninu. Þá er lagt til að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falið að meta þau verðmæti sem felast í kröfusafni stofnunarinnar, en í því sambandi telur embættið rétt að kröfusafnið í heild flytjist til ríkisins með samkomulagi við eigendur Innheimtustofnunar. Endanlegt uppgjör vegna kröfusafnsins fari þá fram að tilteknum tíma liðnum. Enn fremur er lagt til að gerð verði sérstök greining á gagnagrunni núverandi innheimtukerfis, sem og þeim kerfum sem til staðar eru hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, eftir atvikum í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins. Loks er lagt til að viðtökuaðili verkefnanna, í samráði við ráðuneyti, marki stefnu um framkvæmd innheimtu meðlaga með skilgreindum mælikvörðum um árangur. Í því sambandi þurfi meðal annars að endurskoða lagaumhverfi meðlagsinnheimtu, skjalfesta verklagsreglur og koma á tilhlýðilegu gæðakerfi.
Hvað gerir Innheimtustofnun sveitarfélaga? Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira