Lögreglumál Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Innlent 18.10.2021 10:50 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. Innlent 17.10.2021 20:30 Komið að manninum meðvitundarlausum úti á götu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort ekið hafi verið á mann sem komið var að meðvitundarlausum úti á götu í Mávanesi í Garðabæ um tvöleytið í nótt. Málið var tilkynnt sem líkamsárás en áverkar mannsins eru minniháttar. Innlent 17.10.2021 11:31 Hópslagsmál pilta við Hagkaup hafi átt sér aðdraganda Veist var að þremur piltum á bílastæði fyrir utan Hagkaup í Garðabæ á fjórða tímanum í nótt. Piltarnir segja gerendur hafa verið eldri pilta, um tvítugt, sem hafi ráðist á vin þeirra fyrr um kvöldið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 17.10.2021 10:59 Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 17.10.2021 08:18 Sautján ára tekinn á 140 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sautján ára ökumann á Hafnarfjarðarvegi í gær. Hraði ökumannsins mældist 140 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Foreldrar ökumannsins voru látnir vita auk Barnaverndar. Innlent 16.10.2021 08:06 Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Innlent 15.10.2021 18:50 Öll yfirkjörstjórnin með réttarstöðu sakbornings Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna endurtalningarinnar. Innlent 15.10.2021 13:55 Jólasleða stolið í nýja miðbænum á Selfossi Jólasleða, sem stóð fyrir utan jólabúðina Mistiltein í nýja miðbænum á Selfossi, var stolið í nótt. Sleðinn hefur verið mjög vinsæll til myndatöku enda sérsmíðaður og mjög fallegur. Innlent 15.10.2021 13:42 Börn á íþróttaæfingu áreitt tvo daga í röð Um klukkan 17.30 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að maður væri að áreita krakka sem voru á íþróttaæfingu. Var hann farinn þegar lögreglu bar að en sams konar tilkynning barst einnig í fyrradag. Innlent 15.10.2021 06:29 Stúlkan sem lýst var eftir er fundin Lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir stúlku fyrr í dag. Innlent 14.10.2021 17:55 Lögreglan lýsti eftir stúlku Lögreglan á Suðurlandi lýsti fyrr í dag eftir stúlku. Innlent 14.10.2021 16:26 Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart. Innlent 14.10.2021 11:03 Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum. Innlent 13.10.2021 21:01 Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Innlent 13.10.2021 19:01 Hótað vegna kynhneigðar sinnar: „Þeir sögðu að það ætti að setja homma í útrýmingarbúðir“ Hinseginfólk og fatlað fólk hefur undanfarna daga fengið símtöl og skilaboð á samfélagsmiðlum frá óprúttnum aðilum sem hafa hótað þeim barsmíðum og lífláti. Upptökur af slíkum símtölum hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga en málið hefur verið kært til lögreglu. Innlent 13.10.2021 15:30 Gátu rakið staðsetningu símans og fundu í öðrum skáp Um klukkan 22.30 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað úr skáp í búningsaðstöðu í Smárahverfinu í Kópavoginum. Innlent 13.10.2021 06:13 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Innlent 12.10.2021 19:00 Leita enn svara við því sem gerðist í Sky Lagoon Rannsókn lögreglunnar á andláti í baðlóninu Sky Lagoon á Kársnesi stendur enn yfir. Innlent 12.10.2021 14:12 Líkamsárás á krá og ekið á ljósastaura Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út rétt fyrir miðnætti eftir að maður tilkynnti um líkamsárás á bar í póstnúmeri 108. Innlent 12.10.2021 06:39 Áfram í gæsluvarðhaldi og rannsókn langt komin Rannsókn á meintum brotum karlmanns sem lögreglumenn skutu á Egilsstöðum í ágúst er langt á veg komin. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku. Innlent 11.10.2021 10:09 Handtekinn fyrir að áreita börn og brot á vopnalögum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann sem grunaður er um að áreita börn og brot á vopnalögum. Maðurinn bar því við að börnin hafi verið að gera dyraat við heimili hans. Innlent 11.10.2021 06:08 Handtekinn þegar hann sneri aftur á vettvang glæpsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um þjófnað og eignaspjöll á hóteli í Reykjavík. Fram kemur í dagbók lögreglu að legið hafi fyrir hver var þar að verki, en viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 10.10.2021 17:38 Tólf ára stúlkan fundin Tólf ára gömul stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir á Facebook fyrir stuttu er fundin og komin heim til sín. Innlent 10.10.2021 16:14 Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. Innlent 10.10.2021 13:00 Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. Innlent 10.10.2021 08:10 Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Innlent 9.10.2021 12:19 Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 9.10.2021 07:25 Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi. Innlent 8.10.2021 18:31 Hættustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. Innlent 8.10.2021 14:31 « ‹ 137 138 139 140 141 142 143 144 145 … 281 ›
Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Innlent 18.10.2021 10:50
Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. Innlent 17.10.2021 20:30
Komið að manninum meðvitundarlausum úti á götu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort ekið hafi verið á mann sem komið var að meðvitundarlausum úti á götu í Mávanesi í Garðabæ um tvöleytið í nótt. Málið var tilkynnt sem líkamsárás en áverkar mannsins eru minniháttar. Innlent 17.10.2021 11:31
Hópslagsmál pilta við Hagkaup hafi átt sér aðdraganda Veist var að þremur piltum á bílastæði fyrir utan Hagkaup í Garðabæ á fjórða tímanum í nótt. Piltarnir segja gerendur hafa verið eldri pilta, um tvítugt, sem hafi ráðist á vin þeirra fyrr um kvöldið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 17.10.2021 10:59
Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 17.10.2021 08:18
Sautján ára tekinn á 140 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sautján ára ökumann á Hafnarfjarðarvegi í gær. Hraði ökumannsins mældist 140 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Foreldrar ökumannsins voru látnir vita auk Barnaverndar. Innlent 16.10.2021 08:06
Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Innlent 15.10.2021 18:50
Öll yfirkjörstjórnin með réttarstöðu sakbornings Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna endurtalningarinnar. Innlent 15.10.2021 13:55
Jólasleða stolið í nýja miðbænum á Selfossi Jólasleða, sem stóð fyrir utan jólabúðina Mistiltein í nýja miðbænum á Selfossi, var stolið í nótt. Sleðinn hefur verið mjög vinsæll til myndatöku enda sérsmíðaður og mjög fallegur. Innlent 15.10.2021 13:42
Börn á íþróttaæfingu áreitt tvo daga í röð Um klukkan 17.30 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að maður væri að áreita krakka sem voru á íþróttaæfingu. Var hann farinn þegar lögreglu bar að en sams konar tilkynning barst einnig í fyrradag. Innlent 15.10.2021 06:29
Stúlkan sem lýst var eftir er fundin Lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir stúlku fyrr í dag. Innlent 14.10.2021 17:55
Lögreglan lýsti eftir stúlku Lögreglan á Suðurlandi lýsti fyrr í dag eftir stúlku. Innlent 14.10.2021 16:26
Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart. Innlent 14.10.2021 11:03
Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum. Innlent 13.10.2021 21:01
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Innlent 13.10.2021 19:01
Hótað vegna kynhneigðar sinnar: „Þeir sögðu að það ætti að setja homma í útrýmingarbúðir“ Hinseginfólk og fatlað fólk hefur undanfarna daga fengið símtöl og skilaboð á samfélagsmiðlum frá óprúttnum aðilum sem hafa hótað þeim barsmíðum og lífláti. Upptökur af slíkum símtölum hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga en málið hefur verið kært til lögreglu. Innlent 13.10.2021 15:30
Gátu rakið staðsetningu símans og fundu í öðrum skáp Um klukkan 22.30 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað úr skáp í búningsaðstöðu í Smárahverfinu í Kópavoginum. Innlent 13.10.2021 06:13
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Innlent 12.10.2021 19:00
Leita enn svara við því sem gerðist í Sky Lagoon Rannsókn lögreglunnar á andláti í baðlóninu Sky Lagoon á Kársnesi stendur enn yfir. Innlent 12.10.2021 14:12
Líkamsárás á krá og ekið á ljósastaura Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út rétt fyrir miðnætti eftir að maður tilkynnti um líkamsárás á bar í póstnúmeri 108. Innlent 12.10.2021 06:39
Áfram í gæsluvarðhaldi og rannsókn langt komin Rannsókn á meintum brotum karlmanns sem lögreglumenn skutu á Egilsstöðum í ágúst er langt á veg komin. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku. Innlent 11.10.2021 10:09
Handtekinn fyrir að áreita börn og brot á vopnalögum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann sem grunaður er um að áreita börn og brot á vopnalögum. Maðurinn bar því við að börnin hafi verið að gera dyraat við heimili hans. Innlent 11.10.2021 06:08
Handtekinn þegar hann sneri aftur á vettvang glæpsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um þjófnað og eignaspjöll á hóteli í Reykjavík. Fram kemur í dagbók lögreglu að legið hafi fyrir hver var þar að verki, en viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 10.10.2021 17:38
Tólf ára stúlkan fundin Tólf ára gömul stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir á Facebook fyrir stuttu er fundin og komin heim til sín. Innlent 10.10.2021 16:14
Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. Innlent 10.10.2021 13:00
Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. Innlent 10.10.2021 08:10
Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Innlent 9.10.2021 12:19
Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 9.10.2021 07:25
Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi. Innlent 8.10.2021 18:31
Hættustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. Innlent 8.10.2021 14:31