Lögreglumál

Fréttamynd

Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni

Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kýldi öryggisvörð í andlitið

Laust eftir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað og líkamsárás í verslun í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum

Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning.

Innlent
Fréttamynd

Fötin tekin og færð á milli skápa í sundi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað í Árbæ í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Sundlaugargestur hafði týnt lykli að skáp sínum í sundklefanum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan á Suður­nesjum á harða­spretti

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, tók á rás frá lögreglu en var hlaupinn uppi og handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga

Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu

Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

„Hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga“

Það verður að teljast ólíklegt að líkamsleifar sem komu í troll við Vestmannaeyjar árið 1980 séu Geirfinnur Einarsson. Spurningin er hvar þær eru niðurkomnar og hvers vegna þær hafa ekki verið rannsakaðar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­að­gerð við MH vegna sprengju­hótunar

Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Beit í fingur lögreglumanns

Skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Kjalarnesi. Að því er segir í dagbók lögreglu ók tjónvaldur af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á gæsluvarðhald yfir öllum fimm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsókn sína á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þegar mest var voru níu í gæsluvarðhaldi en tveimur var sleppt í gær en gerð krafa um farbann.

Innlent
Fréttamynd

Bar því við að hafa ekki haft nægi­lega þekkingu á lífs­loka­með­ferðum

Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Flestar skammbyssurnar íþrótta- eða atvinnutæki

Lögregla verður ekki mikið vör við að skotvopnum sé smyglað til landsins. Þetta sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent