Lögreglumál

Fréttamynd

Rannsókn á brunanum á Selfossi svo gott sem lokið

Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Ók inn í garð á Snorrabraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði það nokkuð náðugt í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu. Aðeins 46 mál komu inn á borð lögreglu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sunn­a Elvir­a ekki á vitn­a­list­a í Skák­sam­bands­mál­in­u

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni og sætti farbanni vegna fíkniefnamáls, kemur ekki til með að bera vitni í Skákasambandsmálinu svokallaða. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eiginmaður Sunnu, er einn þriggja sakborninga í málinu, sem snýr að smygli á fíkniefnum til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun skráðra afbrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2018

Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að afbrotum hafi fjölgað umtalsvert í fyrra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innbrotum fjölgaði um tæp 60 prósent. Umferðarlagabrot voru um 45 þúsund. Tilkynnt var um 9.762 hegninarlagabrot. Í heild voru skráð 16 prósent fleiri mál en var að meðaltali 2015 til 2017.

Innlent
Fréttamynd

Tugir dóma um heimilisofbeldi á árinu

Ákærum og dómum í heimilisofbeldismálum fjölgar og lögregla þarf sjaldnar að hafa ítrekuð afskipti af sama heimilinu eftir að verklagi var breytt fyrir fjórum árum. Tölur benda til að útköllum fjölgi um hátíðir. Aukin umræða hefur valdið viðhorfsbreytingu og nágrannar líta síður í hina áttina.

Innlent
Fréttamynd

Beraði sig í Leifsstöð

Nokkur erill hefur verið hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði.

Innlent