Lögreglumál

Fréttamynd

Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát

Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Hver er þessi Sveddi tönn? Þræðir liggja víða

Það er óhætt að segja að Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er kallaður, sé nokkurskonar huldumaður undirheima Íslands. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn í Ríó de Janeiro í vikunni eftir að unnusta hans var handtekinn á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E töflur. Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára gamall. Þá voru brot hans nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast, hann var dæmdur fyrir minniháttar fíkniefnabrot og umferðalagabrot. Sverrir fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stakur sak­sóknari telur rann­sóknina ekki ó­nýta

Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja lög­reglu­menn hafa haft beina per­sónu­lega hags­muni af rann­sókn

Verjendur telja að lögreglumenn sem rannsökuðu Vafningsmálið svokallaða hafi verið vanhæfir til að rannsaka það þar sem þeir höfðu sjálfir beina fjárhagslega hagsmuni af því að rannsókn myndi leiða til ákæru og af þeim sökum beri að vísa málinu frá. Tekist verður um kröfu þeirra um frávísun í lok þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærðir fyrir að ræna Michelsen úr­smið

Tveir pólskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að rán í úra- og skartgripaverslun Michelsen að Laugavegi, þar sem þeir tóku 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen að verðmæti 50 milljónir króna. Samkvæmt ákærðu var þetta allt gert eftir fyrirfram gerði áætlun mannanna og tveggja samverkamanna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir hrottalegt morð

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hlífari Vatnari Stefánssyni, 23 ára Hafnfirðingi sem varð fyrrverandi unnustu sinni að bana í húsi að Skúlaskeiði í Hafnarfirði í byrjun febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Voru um tíma trúlofuð

Maður á þrítugsaldri, sem grunaður er um manndráp í Hafnarfirði, var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hann var um tíma trúlofaður konunni sem hann er talinn hafa orðið að bana. Hún lætur eftir sig tæplega tvítugan son.

Innlent
Fréttamynd

Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja

Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur.

Innlent
Fréttamynd

Óreglumaður í haldi grunaður um morð

Ungur maður kom í annarlegu ástandi á lögreglustöð í gær og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst látin kona á heimili hans og svo virðist sem henni hafi verið ráðinn bani með hníf. Maðurinn er góðkunningi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Úrin úr Rolex-ráninu seld í dag

Michelsen úrsmiðir á Laugavegi hafa sett úrin sem rænt var úr búðinni á dögunum í almenna sölu. Salan hófst í dag og má gera góð kaup enda um nokkurn afslátt að ræða. Magnús Michelsen sölumaður segir að salan hafi gengið vel það sem af er degi. Úrin sem tekin voru eru seld á niðursettu verði en Magnús vill þó ekki nefna neina sérstaka prósentutölu í því sambandi. Það fer allt eftir því hvernig úrið er farið því nokkur þeirra rispuðust töluvert í hamaganginum. Um 40 Rolex úr var að ræða, sjö úr af Tudor gerð og tvö Michelsen úr.

Innlent
Fréttamynd

Undan­þága ver þegna Ís­lands fyrir fram­sali - frétta­skýring

Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evrópu þrátt fyrir fyrirhugaða lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópusambandið um innleiðinguna árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Bíða DNA-rannsóknar á hnúajárni

Rannsókn á máli manns sem réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík í júlí er á lokastigi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einungis er beðið eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á hnúajárni sem maðurinn er talinn hafa beitt við árásina.

Innlent
Fréttamynd

Úraræningjarnir eru þekktir glæpa­menn

Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Interpol lýsir eftir Rolex-ræningjunum

Myndir af Pólverjunum þremur sem grunaðir eru um ránið hjá Michelsen úrsmiði hafa verið birtar á síðu Interpol. Lögreglan vonast til þess að þeir finnist í Evrópu. Mennirnir þrír sem frömdu ránið fóru úr landi strax að því loknu, en þeir flugu til Kaupmannahafnar innan við sólarhring eftir ránið.

Innlent
Fréttamynd

Rolex telur ránið stórt á al­þjóða­vísu

Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið.

Innlent
Fréttamynd

Unnið úr á­bendingum varðandi ránið

Rannsóknadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er nú að vinna úr ýmsum ábendingum sem henni bárust í gær varðandi ránið í úraverslun Michelsens við Laugaveg á mánudagsmorgun, en lögregla gefur ekki upp hvort einhver hefur verið yfirheyrður.

Innlent
Fréttamynd

Michelsen býður eina milljón króna í fundar­laun

Frank Michelsen, eigandi úra- og skargripaverslunarinnar sem rænd var í gær, býður fundarlaun hverjum þeim sem geta gefið upplýsingar um ránið. Komi vísbending sem leiði til þess að málið verði upplýst og ránsfengurinn endurheimtur, fær sá hinn sami milljón króna fundarlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigandanum.

Innlent
Fréttamynd

Skotum hleypt af í ráninu

Mennirnir sem réðust inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi í morgun hleyptu af alvöru byssu inni í versluninni þegar þeir voru að ræna hana. Þetta telur Frank Úlfar Michelsen, eigandi búðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ræningjarnir ganga enn lausir

Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaðir lög­reglu­menn hand­tóku þrjá menn á Hring­braut

Þrír menn voru handteknir á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar nú fyrir stundu en talið er að þeir tengist vopnuðu ráni sem var framið í Michelsen úraverslun í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni vildi þó ekki staðfesta að mennirnir séu þeir sem frömdu ránið - rannsókn sé í enn í fullum gangi. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðar við aðgerðir lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur skipu­lögð glæpa­gengi takast á

Íslensku Vítisenglarnir eru taldir gera út áhangendahópa til glæpaverka. Mótorhjólamenn hafa heimsótt fyrirtæki sem hafa orðið fyrir skemmdarverkum og innbrotum og boðið þeim vernd gegn gjaldi. Lögregla óttast að slái í brýnu á milli fjögurra skipulagðra glæpasamtaka sem hafa hreiðrað um sig á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ísland er óviðbúið árásum tölvuþrjóta

Engar varnir gegn tölvuárásum sem gagn er að eru til staðar hér á landi, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður á ofsahraða

Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður.

Innlent