Erlent

Danir auka framlag til hermála um 215 milljarða króna

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að ógn stafi af Rússum.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að ógn stafi af Rússum. Vísir/AFP
Danskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp um að verja 12,8 milljörðum danskra króna aukalega til hermála næstu sex árin. Árið 2023 verða útgjöld til hermála tuttugu prósent hærri en þau eru nú. Reuters greinir frá.

Frumvarpið var lagt fram í október í fyrra en dönsk stjórnvöld telja að helsta ógnin stafi af Rússlandi. „Ógn Rússa er raunveruleg og eykst stöðugt. Við þurfum því að sýna ákveðni þegar kemur að varnarmálum,“ segir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Í fyrra brutust rússneskir tölvuþrjótar inn í tölvupóstkerfi danska hersins. Claus Hjort Fredriksen, varnarmálaráðherra Danmerkur, fullyrti að tölvuþrjótarnir tengdust stjórnvöldum í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×