Lögreglumál

Fréttamynd

Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku

Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Engar ábendingar borist vegna Sölva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að hinum nítján ára gamla Sölva Guðmundssyni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa enn engar ábendingar borist vegna Sölva en lýst var eftir honum fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nafn hinnar látnu ekki gefið upp

Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan lýsir eftir Sölva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sölva Guðmundssyni. Sölvi er nítján ára, tæpir 190 sentimetrar að stærð, grannvaxinn með dökkt, hrokkið hár og brún augu. Hann er klæddur í svartar jogging buxur, ljósa hettupeysu og svartan primaloft jakka með hettu. Hann er í hvítum slitnum Nike skóm.

Innlent
Fréttamynd

Horfði á þátt í símanum á meðan hann keyrði

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi bifreið vegna gruns um að ökumaður hennar væri að keyra undir áhrifum áfengis. Þegar lögreglan stöðvaði bílinn komst hún að því að ökumaðurinn var allsgáður en var að horfa á þátt í símanum sínum á meðan hann keyrði.

Innlent
Fréttamynd

Hélt vöku fyrir ná­grönnum sínum

Maður var í nótt handtekinn fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Tilkynning barst lögreglu frá nágrönnum hans um að maðurinn væri ölvaður og héldi vöku fyrir nágrönnum sínum með hávaða í sameign. Maðurinn dróg ekki úr hávaða þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli lögreglu og var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á gæslu­varð­hald yfir mönnunum

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 

Innlent
Fréttamynd

Dyra­vörður réðst á gest á skemmti­stað

Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dyravörður staðarins er grunaður um að hafa beitt gest ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar aðgerðir lögreglu voru eða hvort slys voru á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­för lög­reglu endaði á göngu­stíg á Völlunum

Lögreglan veitti ökumanni eftirför á Völlunum í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Að sögn sjónarvotta spændi ökumaður gegnum göngustíga og keyrði loks fram af bílaplani niður á göngustíg. Í kjölfarið flúðu ökumaður og farþegi á fæti áður en lögregluþjónar handsömuðu þá.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast gæslu­varð­halds yfir þremur vegna manndrápsins

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarhald yfir þremur ungum mönnum sem grunaðir eru um að eiga þátt í dauða manns sem stunginn var til bana á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í hádeginu og fram eftir degi. 

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldismyndbönd og deiling geti verið liður í frekara of­beldi

Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna og að svo virtist sem ofbeldismyndbönd ungmenna og dreifing þeirra sé liður í enn frekara ofbeldi og niðurlægingu viðkomandi þolanda.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald yfir sakborningum rennur út á morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir ungum karlmönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn á manndrápi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nítján ára karlmaður sem hefur játað aðild að málinu var síðast yfirheyrður vegna málsins á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Vill 700 þúsund króna sekt við hnífa­burði á kvöldin

Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra.

Innlent