Þrír voru handteknir vegna málsins, þar af einn vistaður í fangaklefa, og einn fluttur á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Sá síðastnefndi er ekki talinn mikið eða alvarlega slasaður.
Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Átökunum er meðal annars lýst á þann veg að sparkað hafi verið í höfuð brotaþolans. Þó að fjórir hafi verið handteknir þá hafi átökin fyrst og fremst verið milli tveggja mannanna.
Ásgeir telur að hægt verði að notast við efni úr öryggismyndavélum við rannsókn málsins.
Sjö mál af minni toga
Lögreglu var tilkynnt um sjö aðrar líkamsárásir, eða mál þar sem kom til átaka milli fólks, sem tengdust skemmtanalífinu í miðborginni í nótt.
Þau mál eru þó af minni toga en það sem er reifað hér að ofan.
Að sögn Ásgeirs var talsverður erill í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt, sem er oft raunin fyrstu helgina í mánuði þegar fólk hefur fengið útborgað.