Orkumál

Fréttamynd

Þúsund vindmyllur

Hjarðhegðun er varasöm og mér bregður þegar ég verð hennar var. Ef mig misminnir ekki voru 146 fiskeldisstöðvar á Íslandi árið 1989.

Skoðun
Fréttamynd

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að virkja sig frá lofts­lags­vánni

Það er áríðandi, að mínu mati, að það samtal sem við eigum nú um orkumál og orkuskipti byggist á raunsæi og glöggum upplýsingum. Við erum einfaldlega farin að sjá til botns í hefðbundnum orkulindum okkar; vatnsafli og jarðvarma.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­veita Reykja­víkur rekin með tapi á þriðja árs­fjórðungi

Orkuveita Reykjavíkur var rekin með tæplega 230 milljóna króna tapi á þriðja ársfjórðungi, samanborið við tveggja milljarða króna hagnað á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri fyrirtækisins. Skýring á verri afkomu er lækkandi álverð sem og hækkandi fjármagnskostnaður félagsins sem tvöfaldaðist úr 1,9 milljarði í tæpa fjóra milljarða á þriðja ársfjórðungi.

Innherji
Fréttamynd

Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót

Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land ekki undan­skilið hugsan­­legum skorti á dísil­olíu á komandi ári

Íslensku olíufélögin munu næstu vikur semja um olíukaup næsta árs við erlenda birgja. Ef óvænt aukning verður í eftirspurn olíu hér á landi, til dæmis með auknum loðnukvóta eða stærra ferðamannasumri en spár gera ráð fyrir, er allsendis óöruggt að hægt verði að tryggja meira magn af eldsneyti til landsins en pantað var fyrir árið.

Innherji
Fréttamynd

Breyttar áherslur í rekstri Landsvirkjunar og horft til aukinna fjárfestinga

Fjárfestingar Landsvirkjunar í aukinni raforkuframleiðslu munu nema meira en 100 milljörðum króna á næstu fjórum til fimm árum, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Bundnar eru vonir við að Orkustofnun gefi út leyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir lok mánaðarins. Ekki er lengur stefnt að því að greiða niður skuldir í sama mæli og síðustu ár. 

Innherji
Fréttamynd

Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarn­orku­verið

Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins.

Erlent
Fréttamynd

Á að fækka húsum?

Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra.

Skoðun
Fréttamynd

Hitaveitur landsins komnar að þolmörkum

Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­legt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni

Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið.

Innlent
Fréttamynd

Áfram með orkuskiptin

Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti.

Skoðun
Fréttamynd

Orkumál á krossgötum

Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­sjálf­stæði Ís­lands

Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Jarðvarminn: Mikilvægasta auðlind Íslands

Áframhaldandi orkuskipti eru ein af forsendum þess að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og stuðla að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði landsins. Orkuauðlindirnar okkar – vatnsaflið, jarðvarminn og jafnvel vindurinn – eru undirstaða orkuskipta.

Skoðun