Samgöngur

Fréttamynd

Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð

Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl.

Viðskipti
Fréttamynd

Sam­mála um að upp­færa Sam­göngu­sátt­málann

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­földun Reykja­nes­brautar bætir um­ferðar­öryggi

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki beint kostnaðar­aukning heldur ný fram­kvæmd

Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. 

Innlent
Fréttamynd

Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi

Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið fæst ekki heldur af­hent frá Evrópu

Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli

Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur.

Innlent
Fréttamynd

Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna

Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina.

Innlent
Fréttamynd

Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu

Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“

Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu milljónir á ári fyrir nætur­strætó

Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. 

Innlent
Fréttamynd

Um endurskoðun samgöngusáttmálans

Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða að byggja göngu­brú yfir Hvít­ár­gljúfur við Gull­foss

Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 

Innlent
Fréttamynd

Kyrrstaðan niðurstaðan?

Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans.

Skoðun
Fréttamynd

Brúnni lokað og bræður læstir inni

Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngusáttmáli á gatnamótum

Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi.

Skoðun
Fréttamynd

Næturstrætó snýr aftur um helgina

Næturstrætó mun hefja akstur innan Reykjavíkurborgar aðfaranótt laugardags þann 25. febrúar og aka samkvæmt áætlun. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna þessi magnaði sam­göngu­sátt­máli?

Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðarheiðargöng fyrir fáa?

Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig má bjóða þér að ferðast?

Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi.

Skoðun
Fréttamynd

Samgöngusáttmáli í uppnámi?

Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli.

Skoðun