Ætla að gera tilraunir með göngugötu á Ísafirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 08:46 Veitingahúsagestir í sól og sumaryl á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill gera tilraunir með að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum. Formaður bæjarráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrirkomulag nokkra daga strax í sumar. „Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Sjá meira
„Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Sjá meira