Efnahagsmál

Fréttamynd

Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun Seðlabanka um lækkun vaxta um 25 punkta vera fagnaðarefni. Hann segir þó að hann hefði viljað sjá lækkun upp á 50 punkta en segir ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árs­lok 2020

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fríar skólamáltíðir séu skamm­góður vermir

Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engar efndir hjá Einari

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar að reynast pólitískt þynnildi í húsnæðismálum. Samkvæmt nýlegri íbúðatalningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur íbúðum í byggingu fækkað nokkuð í Reykjavík.

Innherji
Fréttamynd

Veru­lega minni verð­bólga

Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2024 lækkar um 0,24 prósent frá fyrri mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá verð­bólgu undir fjórum prósentum á næsta ári

Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrá­lát verð­bólga og hægari vöxtur geti skapað á­skoranir fyrir fjár­mála­kerfið

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inga skelli­hló að Sigurði Inga

Formaður Flokks fólksins segir að það myndi bæta lífskjör almennings og minnka verðbólgu verulega að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingum og spyr hvers vegna það sé ekki gert. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það af og frá.

Innlent
Fréttamynd

Eftir hækkun Moo­dy´s er láns­hæfi Ís­lands einum flokki neðar en Bret­lands

Náist samkomulag við lífeyrissjóðina um úrvinnslu skulda ÍL-sjóðs og salan á Íslandsbanka klárast ætti það að leiða til meiri lækkunar á skuldahlutfalli ríkissjóðs en núverandi áætlun Moody´s gerir ráð fyrir, en lánshæfismatsfyrirtækið hefur hækkað einkunn Íslands í A1, einum flokki neðar en hjá löndum á borð við Bretland og Írland. Vaxtabyrði íslenska ríkisins í hlutfalli af tekjum er umtalsvert meiri í samanburði við önnur ríki með sama lánshæfismat en Moody´s telur að það muni lækka nokkuð á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Maður margra storma í­hugar stöðu sína

Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Snúum hjólunum á­fram

Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Um vaxta­hækkanir og verð á hveiti

Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft.

Skoðun
Fréttamynd

Vaxta­lækkanir er­lendis „opna gluggann“ fyrir Seðla­bankann að fylgja á eftir

Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

„Merki­lega sterkar“ korta­veltu­tölur drifnar á­fram af aukinni neyslu er­lendis

Heildarvelta innlendra greiðslukorta jókst talsvert í liðnum mánuði, drifin áfram af meiri neyslu Íslendinga á ferðalögum erlendis, og voru tölurnar „merkilega sterkar,“ að sögn hagfræðings í Greiningu Arion banka. Þróunin í kortaveltunni getur gefið vísbendingar um þróttinn í einkaneyslu landsmanna, sem peningastefnunefnd mun horfa til þegar tilkynnt verður um næstu vaxtaákvörðun eftir tvær vikur, en sú fylgni hefur hins vegar veikst nokkuð á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir

Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefur slæm á­hrif á heimilin sem hafa aug­ljós­lega minna á milli handanna“

Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 400 fyrir­tæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu

Hundruð fyrirtækja hafa síðustu mánuði hætt að nota greiðslumiðlun Rapyd vegna þrýstings frá Sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu. Þá hefur innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega á milli ára. Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í dag. Gangan er farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður Mið­flokksins rak augun í undar­lega grein

Þingmanni Miðflokksins finnst undarlegt að gert sé ráð fyrir aukinni aðkomu stjórnvalda að rekstri borgarlínu, umfram það sem gert væri ráð fyrir í nýundirrituðu samkomu lagi ríkis og sveitarfélaga. Samgöngumálin voru rædd í tengslum við fjárlög næsta árs á Alþingi í dag.

Innlent