Bókmenntir

Fréttamynd

Tékknesk fyrirmynd að Atómstöðinni

Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði <em>Atómstöðina</em>. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.

Menning
Fréttamynd

Brynhildur hlaut verðlaunin

Brynhildur Þórarinsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu nú síðdegis. Verðlaunin hlaut Brynhildur fyrir bók sína <em>Leyndardómur ljónsins</em> en hún fjallar um fjóra krakka í sjöunda bekk sem kynnast í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði og upplifa dularfulla atburði.

Menning
Fréttamynd

Ævisaga Laxness á þýsku

Bókaforlagið JPV-útgáfa hefur samið við þýska forlagið Random House/Bertelsmann um að það gefi út ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson á þýsku.

Menning
Fréttamynd

Skáldsaga um Snorra Sturluson

Í nýrri norskri sögulegri skáldsögu um síðustu daga Snorra Sturlusonar er ljósi brugðið á mann sem óraði engan veginn fyrir þeim atburðum sem áttu sér stað umhverfis hann og leiddu til dauða hans. Höfundur bókarinnar hélt erindi í Norræna húsinu í tilefni af 763. ártíð Snorra.

Menning
Fréttamynd

Leyndardómsfullur Ólafur Jóhann

Það er óhætt að segja að sköpunarkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir en fimm mánaðagömul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menningar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins.

Menning
Fréttamynd

Liza Marklund til Íslands

Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði.

Menning