Jól

Fréttamynd

Tinni var bestur

Dr. Gunni sem er bæði tónlistarmaður og poppsérfræðingur segist ekki vera mikið jólabarn. „Ég læt það nú alveg vera, en konan mín er mikið jólabarn og ég smitast af því. Mér finnst reyndar þessi tími alveg frábær, nema kannski músíkin sem fylgir þessu.“

Jól
Fréttamynd

Auðvelt að finna réttu gjöfina

Tara Brekkan Pétursdóttir förðunarfræðingur hefur haldið úti bloggsíðu og verið með námskeið í heimahúsum þar sem hún aðstoðar konur með förðun. Einnig er Tara með netsíðuna torutrix.is. Tara veit vel hvað ungar sem eldri konur vilja í jólapakkann.

Jól
Fréttamynd

Jólagreiðslan er létt og skemmtileg

Jólagreiðslurnar í ár eru einfaldar og léttar og ættu flestir að geta gert þær, að mati Telmu Daggar Bjarnadóttur, hárgreiðslukonu hjá Kompaníinu, sem farðaði og greiddi Gerði Silju Kristjánsdóttur á jólavísu fyrir Jólablað Fréttablaðsins.

Jól
Fréttamynd

Heimagerðar jólagjafir geta líka slegið í gegn

Hlín Reykdal hönnuður rekur verslun í uppáhaldshverfinu sínu, Granda. Henni var boðin þátttaka í stórri skartgripasýningu í New York á næsta ári. Hlín gefur hugmyndir að heimagerðum jólagjöfum.

Jól
Fréttamynd

Jól í anda fagurkerans

Agla Marta Marteinsdóttir arkitekt setur upp jólaskraut sem henni þykir vænt um og á sér einhverja sögu. Heimilið ber vott um fágaðan smekk fagurkera og jólaskreytingarnar eru í þeim anda. Danskir tréjólasveinar taka á móti gestum.

Jól
Fréttamynd

Jólalegt og náttúrulegt í senn

Jólatréð á heimili Völu Karenar Guðmundsdóttur þarf að vera það hátt að hægt sé að setja toppinn á það af annarri hæð. Hún hrífst af jólaskrauti í náttúrulegum stíl og eru brúnir og hvítir litir ráðandi á heimilinu á jólunum, fyrir utan eldhúsið, þar er skrautið rautt.

Jól
Fréttamynd

Halda í hefðina með öðrum hráefnum

Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur hefur sett saman uppskrift að laufabrauði, án glútens, mjólkur og smjörs. Hún segir vel hægt að halda í rótgrónar hefðir sem snerta hjartastreng þó notuð séu önnur hráefni og kennir ásamt Guðrúnu Bergmann námskeið í hreinni matargerð á jólum.

Jól
Fréttamynd

Eggaldin í staðinn fyrir síld

Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur halda úti matarblogginu Veganistur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þær vegan og borða hvorki dýr né dýraafurðir. Þær segja það síður en svo þýða verri mat eða eintóma hollustu.

Jól
Fréttamynd

Sjö sorta jól

Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, nýtur aðventunnar í botn. Jólastress þekkist ekki í hennar bókum en fjölskyldan sækir saman jólatónleika í miðbænum, skreytir og bakar.

Jól
Fréttamynd

Alveg skreytingaóð fyrir jólin

Guðbjörg Snorradóttir hefur alla tíð haft mjög gaman af jólaskreytingum. Hún byrjaði að safna jóladóti þegar hún var aðeins sautján ára. Venjulega skreytir hún þó ekki fyrr en á fyrsta sunnudegi í aðventu. Guðbjörg bakar fjórar til sex smákökusortir fyrir jólin.

Jól
Fréttamynd

Jólaguðspjallið er rammpólitískur texti

Séra Davíð Þór Jónsson heldur sína fyrstu jólapredikun sem prestur í Laugarneskirkju á aðfangadag. Þetta eru þriðju jól Davíðs Þórs sem prests og honum hefur lærst að huga frekar að auðmýktinni en umgjörðinni í jólamessunni.

Jól
Fréttamynd

Notað við hvert tækifæri

Guðbjörg Halldórsdóttir hefur gaman af því að bjóða fólki í mat og leggur mikið upp úr því að leggja fallega á borð. Hún keypti forláta handmálað postulínsstell í St. Pétursborg fyrir mörgum árum og kom því heilu heim með því að dreifa því í töskur samferðafólks.

Jól
Fréttamynd

Fær enn í skóinn

Lítið leirstígvél er í sérstöku uppáhaldi hjá vöruhönnuðinum Stefáni Pétri Sólveigarsyni en það fer út í glugga fyrir hver jól. Sem krakki fékk hann glaðning frá jólasveinunum í stígvélið og fær reyndar enn.

Jól
Fréttamynd

Spenningurinn að ná hámarkinu

Foreldrar þekkja það vel að þegar aðfangadagur loks rennur upp er spennustig barnanna á heimilinu að nálgast hámark. Svo óþreyjufull börn fari ekki alveg yfir um geta foreldrar nýtt sér ráð Ævars Þórs Benediktssonar, Ævars vísindamanns,

Jól
Fréttamynd

Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku

Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður gaf út sína fyrstu skáldsögu á dögunum, Eyland. Sigríður er jólabarn en sennilega þurfa jólakortin og laufabrauðið að mæta afgangi þessi jól vegna þátttöku hennar í jólabókaflóðinu.

Jól
Fréttamynd

Að eiga gleðileg jól

Verkefnum fjölgar hjá velflestum um jól og áramót og þó takmarkið sé að eiga góðar og gleðilegar stundir getur annríkið stundum orðið til þess að streita og vanlíðan geri vart við sig. Þá er, að sögn sálfræðingsins Önnu Sigurðardóttur, ráð að staldra við og fylgja hjartanu. Hún gefur ráð gegn streitu til að hafa á einni hendi.

Jól
Fréttamynd

Þrír mætir konfektmolar

Konfektgerð fyrir jólin verður æ algengari og margir taka slíkt dúllerí fram yfir smákökubakstur. Fjórir súkkulaðispekúlantar gefa hér þrjár uppskriftir að ljúffengum molum sem gaman er að föndra fyrir fjölskyldu og vini á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Englar og tröll yfirtaka sólstofuna

Nanna Gunnarsdóttir hefur í áratugi safnað að sér skemmtilegum húsum og styttum sem hún raðar saman af kostgæfni um hver jól. Tíu fermetra sólstofa er undirlögð og vekur uppstillt ævintýralandið iðulega aðdáun gesta.

Jól