Ragnheiður Tryggvadóttir Ekki er öll vitleysan eins Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. "Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!“ myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi. Bakþankar 2.10.2012 21:44 Mánudagur til mæðu Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!“ Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum. Bakþankar 18.9.2012 17:06 Í blíðu og stríðu Ég blótaði sjálfri mér í huganum meðan ég þeytti saman sykur og egg. Skildi ekkert í mér að hafa gleymt þessu. Bakþankar 4.9.2012 17:01 Eitt sinn verður allt fyrst Ég get þetta alveg, hef bara aldrei gert þetta!“ Sex ára dóttir mín slengdi þessari staðhæfingu fram þar sem við horfðum á unga fimleikastúlku gera lipurlegar æfingar á slá í sjónvarpinu en sjálf á dóttirin að baki eitt barnanámskeið í fimleikum. Ég glotti út í annað að þessari digurbarkalegu yfirlýsingu hennar þar sem stúlkan í sjónvarpinu sýndi talsverð tilþrif og fram kom að hún hafði æft þessa íþrótt í nokkur ár. Sjálfri stökk henni þó ekki bros, það er að segja dóttur minni. Hún horfði bara áhugasöm á tilþrifin og stakk upp í sig pítsusneið með skinku og ananas. Bakþankar 21.8.2012 17:08 Hreint ekki boðlegt Ég fer bráðum í sumarfrí, langþráð auðvitað. Eru sumarfrí ekki alltaf langþráð? Veðrið er búið að vera gott og ég hlakka mikið til að geta verið úti að slæpast, hangsa með fjölskyldunni og safna freknum. Það er þó ekki alveg komið að því, ég þarf að vinna nokkra daga áður en ég er laus. Klára mína plikt. Það geri ég auðvitað þó sumarfiðringurinn kitli magann og mér verði oft litið út um gluggann. Bakþankar 26.6.2012 16:55 Appelsínugult naglalakk Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið "neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Bakþankar 12.6.2012 16:55 Reyni aftur á morgun Þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með ánægju eftir augnablik,“ malaði stimamjúkur símsvarinn í eyrað á mér. Ég hafði reyndar enga trú á því, enda höfðu þeir "því miður“ allir verið uppteknir í stundarfjórðung þegar þarna var komið sögu. Ég hékk enn á línunni. Sá stimamjúki hélt mér við efnið með því að gauka öðru hvoru að mér upplýsingum um heimasíðuna, hvar ég væri í röðinni og að erindi mínu yrði jú, sinnt með ánægju, bráðum. Ég var númer 7. Loks gaukaði hann því að mér að ég gæti líka lagt nafnið mitt og síma inn á símsvarann og þá yrði hringt í mig innan klukkutíma. Ég gerði það. Tveimur tímum síðar hafði enginn hringt. Ég náði engu sambandi þennan daginn. Bakþankar 5.6.2012 17:02 Löngun í laumi Öldurnar er að lægja. Ég heyri minna og minna talað um þetta, varla eitt orð núna upp á síðkastið. Mér hlýtur að vera óhætt. Ég er ekki viss um að ég þurfi einu sinni að gera mér upp erindi, get bara skroppið ef mér sýnist. Þarf ekkert að kaupa neitt, þarf ekki að bráðvanta neitt. Svona skreppiferð er orðin samfélagslega ásættanleg. Ágætt hvað Íslendingar eru alltaf fljótir að gleyma. Bakþankar 17.5.2012 21:56 Þessi kvennastörf Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Bakþankar 24.4.2012 17:23 Njótum frídagsins Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól. Bakþankar 10.4.2012 16:58 Marserað fram á við Bakþankar 27.3.2012 17:03 Samhengi hlutanna Ef ég ætti fyrirtæki mundi ég aldrei ráða konu í vinnu,“ sagði sextán ára bekkjarfélagi minn í félagsfræði 101 án þess að blikna. Verið var að ræða stöðu kynjanna í kennslustund og spruttu af þessu hressilegar umræður. Drengurinn lét þó ekki haggast enda fannst honum einfaldlega liggja í augum uppi að konur væru verri starfskraftur en karlar. Það fylgdi þeim vesen og þá aðallega "vesen í kringum börn“ með tilheyrandi fjarveru frá vinnu. Hann lét það ekki slá sig út af laginu að kennarinn var útivinnandi kona og móðir, né að sjálfur var hann barn konu. Bakþankar 13.3.2012 16:49 Nýtt og endurnýtt Það er í tísku að endurnýta og endurvinna. Gera upp hús á sniðugan og hagkvæman hátt, jafnvel lífrænan. Það er í tísku að leggja bílnum og ganga eða hjóla. Sumir ganga svo langt að selja bílinn og tala um frelsun frá oki bensínreikningsins. Þetta sé ekkert mál, maður þurfi bara að skipuleggja sig, leggja tímanlega af stað. Þeir sem frelsast hvað harðast breiða út boðskapinn og verður mikið í mun að frelsa fleiri. Bíllaus dagur, tökum strætó, hjólum í vinnuna og brennum kaloríum í leiðinni. Bakþankar 6.3.2012 16:44 Vélin er því miður full Aren"t you glad we never had any children?“ Ég leit undrandi upp við nefmælta spurninguna og horfði beint upp í nefið á amerískum ferðamanni á sjötugsaldri, íklæddum liprum æfingagalla en súrum á svip. Spurningin var ekki ætluð mér beinlínis þó hann hefði ekki lækkað róminn, heldur eiginkonu hans sem stóð við hlið hans, í eins galla. Ég var að baksast gegnum flugstöðina í Reykjavík með tvo organdi smákrakka, barnakerru, ferðatösku, skiptitösku og bílstóla og manninum blöskraði svo fyrirgangurinn að hann gat ekki orða bundist, í trausti þess að ég skildi fullkomlega ensku. Bakþankar 14.2.2012 20:49 Flutt að heiman Inn um lúguna kom bréf um daginn. Það var stílað á heimasætuna en þó tekið fram að bréfið væri ætlað foreldrunum. Ég reif það upp annars hugar og sá að þetta var tilkynning um skráningu skottunnar í grunnskóla. Fyrstu viðbrögð mín voru að hér væri einhver misskilningur á ferðinni, stelpan rétt nýfædd að mér fannst! Bakþankar 31.1.2012 16:32 Á frímiða inn í nýja árið Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta. Bakþankar 30.12.1899 00:00 Amstrið tekur yfir Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á "ferskari“ vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. Bakþankar 3.1.2012 20:22 Gleðin í gjöfunum Ragnheiður TryggvadóttirÁ jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu. Bakþankar 20.12.2011 22:11 Verslað eins og fífl Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum. Bakþankar 6.12.2011 16:12 Segðu nú mömmuað… Ljósaseríurnar spretta nú fram í hverjum eldhúsglugganum á fætur öðrum. Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og margir að komast í jólaskapið enda aðventan tími kertaljósa og kósýheita. Öll vitum við að varlega skal fara með eld en þó heyrum við aldrei oftar en einmitt í desember fréttir af eldsvoðum á heimilum fólks. Bakþankar 22.11.2011 17:48 Auðvelt val Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu. Bakþankar 8.11.2011 22:16 Sjóleiðis skal það vera Nokkur ár eru síðan strandflutningar voru lagðir af á Íslandi og vöruflutningar landshluta á milli fara nú landleiðina með bíl. Tröllvaxnir vöruflutningabílar æða því um þjóðvegina og mylja undan sér malbikið, stundum með tengivagn í eftirdragi, svo það er eins og að mæta járnbrautarlest þegar þeir koma brunandi á móti manni. Bakþankar 25.10.2011 22:06 Íslensk gestrisni Pönnukökur með sykri og rjóma, göngutúrar og einkakennsla í lopapeysuprjóni er meðal þess sem Íslendingar ætla að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ef þeir vilja kíkja við. Mér skilst að Dorrit ætli sjálf að þeyta rjómann á Bessastaðabýlinu og Felix Bergsson ætlar að bjóða heim í ekta íslenskan mat. Það verður líka hægt að fara í notalegt fótabað með iðnaðarráðherra við sjávarsíðuna ef marka má myndbrot á vefsíðunni inspiredbyiceland.com! Sú leiðindaklisja að Íslendingar séu kuldalegir og lokaðir skal nú kveðin niður. Bakþankar 12.10.2011 22:16 Spennið beltin kæru farþegar Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni. Bakþankar 28.9.2011 16:39 Hundsúrar húsmæður Börnum þykja feður sínir skemmtilegri en mæður sínar. Þetta er niðurstaða danskrar könnunar sem ég las um hér í blaðinu um daginn. Niðurstöðurnar komu mér ekki beinlínis á óvart. Þær eru í samræmi við það lífseiga lögmál að velferð fjölskyldulífsins sé á ábyrgð móðurinnar, og þá gömlu lummu að stúlkur séu ábyrgðarfullar og drengir þurfi þess ekki. Ég hef löngum öfundað stráka af frelsi hins ábyrgðarlausa og það súrnaði í mér. Fastir pennar 14.9.2011 16:54 Sólskin í skúffunum "Sumarið kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri,“ heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stundum tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar! Bakþankar 31.8.2011 22:43 Litla lambið mitt Íslenska sauðkindin er misvinsæl hjá landanum. Sumir segja hana heimska og ljóta og eigna henni gróðureyðingu landsins frá fjöru til fjalls. Vestfirskar kindur komust einmitt í fréttir í vor fyrir að éta sumarblómin í görðum Bolvíkinga. Mér finnst hún alls ekki ljót og hélt hún ekki lífinu í íslensku þjóðinni gegnum aldirnar? Það kemur líka annað hljóð í strokkinn þegar búið er að matreiða hana á disk, þá erum við sammála um að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi! Bakþankar 17.8.2011 16:31 Við kaupum ekkert hér! "Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?“ spurði ungæðisleg karlmannsrödd eftir að hafa hringt dyrasímanum mínum um kvöld. "Nei, takk,“ sagði ég úrill og gerði mig líklega til að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við "en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?“ Ég neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið og reyndi að koma böndum á þá upplausn sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað í miðri vögguvísu. Klukkan var að ganga tíu, grislingarnir þurftu í sæng og ég hafði engan tíma til að hlusta á söluræður. Ég heyrði dyrabjölluna klingja uppi hjá nágranna mínum. Bakþankar 6.7.2011 17:18 Eltingaleikur við sólina "Við eltum bara góða veðrið,“ segja Íslendingar gjarnan glaðir í bragði þegar þeir eru inntir eftir því hvert eigi að halda í sumarfríinu. Enda ekki annað hægt, veður eru ótrygg í meira lagi á skerinu og erfitt að stóla á marga sólardaga í röð á sama stað. Við höfum því vanið okkur á að haga seglum eftir vindi. Pökkum bæði sandölum og síðerma peysum og eigum flest frostþolna svefnpoka fyrir tjaldferðir. Til útlanda er heldur ekki auðvelt að komast, flugmiðar kosta hönd og löpp og ekki eru margir möguleikar sjóleiðis. Við sitjum í fjötrum á okkar fjarlægu eyju en reynum að gera gott úr því. Bakþankar 22.6.2011 22:00 Einn situr Geir Æ já, alveg rétt hugsaði ég, þegar ég sá fyrir tilviljun sjónvarpsfréttirnar þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sór af sér sakir. Ég hafði alveg gleymt að fylgjast með landsdómsmálinu og satt best að segja leiði ég hugann alltaf sjaldnar að hruninu mikla. Bakþankar 8.6.2011 21:32 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Ekki er öll vitleysan eins Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. "Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!“ myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi. Bakþankar 2.10.2012 21:44
Mánudagur til mæðu Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!“ Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum. Bakþankar 18.9.2012 17:06
Í blíðu og stríðu Ég blótaði sjálfri mér í huganum meðan ég þeytti saman sykur og egg. Skildi ekkert í mér að hafa gleymt þessu. Bakþankar 4.9.2012 17:01
Eitt sinn verður allt fyrst Ég get þetta alveg, hef bara aldrei gert þetta!“ Sex ára dóttir mín slengdi þessari staðhæfingu fram þar sem við horfðum á unga fimleikastúlku gera lipurlegar æfingar á slá í sjónvarpinu en sjálf á dóttirin að baki eitt barnanámskeið í fimleikum. Ég glotti út í annað að þessari digurbarkalegu yfirlýsingu hennar þar sem stúlkan í sjónvarpinu sýndi talsverð tilþrif og fram kom að hún hafði æft þessa íþrótt í nokkur ár. Sjálfri stökk henni þó ekki bros, það er að segja dóttur minni. Hún horfði bara áhugasöm á tilþrifin og stakk upp í sig pítsusneið með skinku og ananas. Bakþankar 21.8.2012 17:08
Hreint ekki boðlegt Ég fer bráðum í sumarfrí, langþráð auðvitað. Eru sumarfrí ekki alltaf langþráð? Veðrið er búið að vera gott og ég hlakka mikið til að geta verið úti að slæpast, hangsa með fjölskyldunni og safna freknum. Það er þó ekki alveg komið að því, ég þarf að vinna nokkra daga áður en ég er laus. Klára mína plikt. Það geri ég auðvitað þó sumarfiðringurinn kitli magann og mér verði oft litið út um gluggann. Bakþankar 26.6.2012 16:55
Appelsínugult naglalakk Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið "neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Bakþankar 12.6.2012 16:55
Reyni aftur á morgun Þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með ánægju eftir augnablik,“ malaði stimamjúkur símsvarinn í eyrað á mér. Ég hafði reyndar enga trú á því, enda höfðu þeir "því miður“ allir verið uppteknir í stundarfjórðung þegar þarna var komið sögu. Ég hékk enn á línunni. Sá stimamjúki hélt mér við efnið með því að gauka öðru hvoru að mér upplýsingum um heimasíðuna, hvar ég væri í röðinni og að erindi mínu yrði jú, sinnt með ánægju, bráðum. Ég var númer 7. Loks gaukaði hann því að mér að ég gæti líka lagt nafnið mitt og síma inn á símsvarann og þá yrði hringt í mig innan klukkutíma. Ég gerði það. Tveimur tímum síðar hafði enginn hringt. Ég náði engu sambandi þennan daginn. Bakþankar 5.6.2012 17:02
Löngun í laumi Öldurnar er að lægja. Ég heyri minna og minna talað um þetta, varla eitt orð núna upp á síðkastið. Mér hlýtur að vera óhætt. Ég er ekki viss um að ég þurfi einu sinni að gera mér upp erindi, get bara skroppið ef mér sýnist. Þarf ekkert að kaupa neitt, þarf ekki að bráðvanta neitt. Svona skreppiferð er orðin samfélagslega ásættanleg. Ágætt hvað Íslendingar eru alltaf fljótir að gleyma. Bakþankar 17.5.2012 21:56
Þessi kvennastörf Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Bakþankar 24.4.2012 17:23
Njótum frídagsins Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól. Bakþankar 10.4.2012 16:58
Samhengi hlutanna Ef ég ætti fyrirtæki mundi ég aldrei ráða konu í vinnu,“ sagði sextán ára bekkjarfélagi minn í félagsfræði 101 án þess að blikna. Verið var að ræða stöðu kynjanna í kennslustund og spruttu af þessu hressilegar umræður. Drengurinn lét þó ekki haggast enda fannst honum einfaldlega liggja í augum uppi að konur væru verri starfskraftur en karlar. Það fylgdi þeim vesen og þá aðallega "vesen í kringum börn“ með tilheyrandi fjarveru frá vinnu. Hann lét það ekki slá sig út af laginu að kennarinn var útivinnandi kona og móðir, né að sjálfur var hann barn konu. Bakþankar 13.3.2012 16:49
Nýtt og endurnýtt Það er í tísku að endurnýta og endurvinna. Gera upp hús á sniðugan og hagkvæman hátt, jafnvel lífrænan. Það er í tísku að leggja bílnum og ganga eða hjóla. Sumir ganga svo langt að selja bílinn og tala um frelsun frá oki bensínreikningsins. Þetta sé ekkert mál, maður þurfi bara að skipuleggja sig, leggja tímanlega af stað. Þeir sem frelsast hvað harðast breiða út boðskapinn og verður mikið í mun að frelsa fleiri. Bíllaus dagur, tökum strætó, hjólum í vinnuna og brennum kaloríum í leiðinni. Bakþankar 6.3.2012 16:44
Vélin er því miður full Aren"t you glad we never had any children?“ Ég leit undrandi upp við nefmælta spurninguna og horfði beint upp í nefið á amerískum ferðamanni á sjötugsaldri, íklæddum liprum æfingagalla en súrum á svip. Spurningin var ekki ætluð mér beinlínis þó hann hefði ekki lækkað róminn, heldur eiginkonu hans sem stóð við hlið hans, í eins galla. Ég var að baksast gegnum flugstöðina í Reykjavík með tvo organdi smákrakka, barnakerru, ferðatösku, skiptitösku og bílstóla og manninum blöskraði svo fyrirgangurinn að hann gat ekki orða bundist, í trausti þess að ég skildi fullkomlega ensku. Bakþankar 14.2.2012 20:49
Flutt að heiman Inn um lúguna kom bréf um daginn. Það var stílað á heimasætuna en þó tekið fram að bréfið væri ætlað foreldrunum. Ég reif það upp annars hugar og sá að þetta var tilkynning um skráningu skottunnar í grunnskóla. Fyrstu viðbrögð mín voru að hér væri einhver misskilningur á ferðinni, stelpan rétt nýfædd að mér fannst! Bakþankar 31.1.2012 16:32
Á frímiða inn í nýja árið Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta. Bakþankar 30.12.1899 00:00
Amstrið tekur yfir Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á "ferskari“ vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. Bakþankar 3.1.2012 20:22
Gleðin í gjöfunum Ragnheiður TryggvadóttirÁ jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu. Bakþankar 20.12.2011 22:11
Verslað eins og fífl Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum. Bakþankar 6.12.2011 16:12
Segðu nú mömmuað… Ljósaseríurnar spretta nú fram í hverjum eldhúsglugganum á fætur öðrum. Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og margir að komast í jólaskapið enda aðventan tími kertaljósa og kósýheita. Öll vitum við að varlega skal fara með eld en þó heyrum við aldrei oftar en einmitt í desember fréttir af eldsvoðum á heimilum fólks. Bakþankar 22.11.2011 17:48
Auðvelt val Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu. Bakþankar 8.11.2011 22:16
Sjóleiðis skal það vera Nokkur ár eru síðan strandflutningar voru lagðir af á Íslandi og vöruflutningar landshluta á milli fara nú landleiðina með bíl. Tröllvaxnir vöruflutningabílar æða því um þjóðvegina og mylja undan sér malbikið, stundum með tengivagn í eftirdragi, svo það er eins og að mæta járnbrautarlest þegar þeir koma brunandi á móti manni. Bakþankar 25.10.2011 22:06
Íslensk gestrisni Pönnukökur með sykri og rjóma, göngutúrar og einkakennsla í lopapeysuprjóni er meðal þess sem Íslendingar ætla að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ef þeir vilja kíkja við. Mér skilst að Dorrit ætli sjálf að þeyta rjómann á Bessastaðabýlinu og Felix Bergsson ætlar að bjóða heim í ekta íslenskan mat. Það verður líka hægt að fara í notalegt fótabað með iðnaðarráðherra við sjávarsíðuna ef marka má myndbrot á vefsíðunni inspiredbyiceland.com! Sú leiðindaklisja að Íslendingar séu kuldalegir og lokaðir skal nú kveðin niður. Bakþankar 12.10.2011 22:16
Spennið beltin kæru farþegar Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni. Bakþankar 28.9.2011 16:39
Hundsúrar húsmæður Börnum þykja feður sínir skemmtilegri en mæður sínar. Þetta er niðurstaða danskrar könnunar sem ég las um hér í blaðinu um daginn. Niðurstöðurnar komu mér ekki beinlínis á óvart. Þær eru í samræmi við það lífseiga lögmál að velferð fjölskyldulífsins sé á ábyrgð móðurinnar, og þá gömlu lummu að stúlkur séu ábyrgðarfullar og drengir þurfi þess ekki. Ég hef löngum öfundað stráka af frelsi hins ábyrgðarlausa og það súrnaði í mér. Fastir pennar 14.9.2011 16:54
Sólskin í skúffunum "Sumarið kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri,“ heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stundum tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar! Bakþankar 31.8.2011 22:43
Litla lambið mitt Íslenska sauðkindin er misvinsæl hjá landanum. Sumir segja hana heimska og ljóta og eigna henni gróðureyðingu landsins frá fjöru til fjalls. Vestfirskar kindur komust einmitt í fréttir í vor fyrir að éta sumarblómin í görðum Bolvíkinga. Mér finnst hún alls ekki ljót og hélt hún ekki lífinu í íslensku þjóðinni gegnum aldirnar? Það kemur líka annað hljóð í strokkinn þegar búið er að matreiða hana á disk, þá erum við sammála um að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi! Bakþankar 17.8.2011 16:31
Við kaupum ekkert hér! "Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?“ spurði ungæðisleg karlmannsrödd eftir að hafa hringt dyrasímanum mínum um kvöld. "Nei, takk,“ sagði ég úrill og gerði mig líklega til að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við "en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?“ Ég neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið og reyndi að koma böndum á þá upplausn sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað í miðri vögguvísu. Klukkan var að ganga tíu, grislingarnir þurftu í sæng og ég hafði engan tíma til að hlusta á söluræður. Ég heyrði dyrabjölluna klingja uppi hjá nágranna mínum. Bakþankar 6.7.2011 17:18
Eltingaleikur við sólina "Við eltum bara góða veðrið,“ segja Íslendingar gjarnan glaðir í bragði þegar þeir eru inntir eftir því hvert eigi að halda í sumarfríinu. Enda ekki annað hægt, veður eru ótrygg í meira lagi á skerinu og erfitt að stóla á marga sólardaga í röð á sama stað. Við höfum því vanið okkur á að haga seglum eftir vindi. Pökkum bæði sandölum og síðerma peysum og eigum flest frostþolna svefnpoka fyrir tjaldferðir. Til útlanda er heldur ekki auðvelt að komast, flugmiðar kosta hönd og löpp og ekki eru margir möguleikar sjóleiðis. Við sitjum í fjötrum á okkar fjarlægu eyju en reynum að gera gott úr því. Bakþankar 22.6.2011 22:00
Einn situr Geir Æ já, alveg rétt hugsaði ég, þegar ég sá fyrir tilviljun sjónvarpsfréttirnar þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sór af sér sakir. Ég hafði alveg gleymt að fylgjast með landsdómsmálinu og satt best að segja leiði ég hugann alltaf sjaldnar að hruninu mikla. Bakþankar 8.6.2011 21:32
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent