Atli Fannar Bjarkason

Fréttamynd

Internetið hatar mig

Internetið er ótrúlegt. Vefsíður safna upplýsingum um allt sem maður gerir og nýta þær svo til að klæðskerasníða persónulega fyrir mann auglýsingar og annað efni sem höfðar til manns.

Bakþankar
Fréttamynd

Bönnum allt

Þeir sem framleiða bjór og annað áfengi hér á landi sitja ekki við sama borð og þeir sem gera það erlendis. Íslenskir bjórframleiðendur framleiða löglega vöru en mega ekki auglýsa hana í fjölmiðlum.

Bakþankar
Fréttamynd

Ef ég hefði verið í takkaskóm

Hugsið ykkur: Ef ég hefði verið í takkaskóm en ekki gúmmítúttum sumarið '96 hefði þessi strákur verið ég. Og það hefði verið stórslys. Ég kann ekki einu sinni á gítar. Takk, Ingó.

Bakþankar
Fréttamynd

Forræðismygla

Í haust ætlar Alþingi að ræða frumvarp sem heimilar sölu á áfengi í verslunum. Einu skilyrðin eru að áfengið verði ekki selt eftir klukkan átta á kvöldin og að salan fari fram í afmörkuðu rými. Og að sá sem afgreiðir hafi náð tilskildum aldri.

Bakþankar
Fréttamynd

Spurt er um ár…

Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramótinu í fótbolta en ekki eru allir sáttir við að Ríkissjónvarpið sýni leiki mótsins. Sumir kvarta yfir því að framlengingar seinki fréttatímum en aðrir eru hæstánægðir. Í Bandaríkjunum birta fjölmiðlar fréttir um að fótbolti sé að ná vinsældum á meðal landsmanna

Bakþankar
Fréttamynd

Gunnars majónes í Kauphöll Íslands

Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi.

Bakþankar
Fréttamynd

Undirlýstar myndir af þvottakörfum

Instagram er samfélagsmiðill þar sem fleiri en 200 milljónir notendur deila 60 milljónum mynda daglega. Myndirnar eru af ýmsu tagi; sumir taka myndir af matnum sínum en aðrir af sínum nánustu. Enn aðrir deila hógværum montmyndum af sér í ræktinni, á sólarströndum eða í fjallgöngum. Loks má ekki gleyma þeim sem halda að kettir séu sniðugt myndefni

Bakþankar
Fréttamynd

Mistök vinnustaðargrínarans

Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum.

Bakþankar
Fréttamynd

Stefnumótabylting graða fólksins

Ég hitti kærustuna mína í fyrsta skipti í raunheimum. Hún kom í vísindaferð í þáverandi vinnuna mína og ég addaði henni á Facebook daginn eftir. Hún samþykkti reyndar ekki vinarbeiðnina

Bakþankar
Fréttamynd

Sannasti pistill allra tíma

Hei, Júlíus Vífill! Það er ekki rétt hjá þér að enginn meirihluti hafi átt í jafn miklu stríði við borgarbúa og sá sem nú er við völd. Það er ekki heldur rétt að ekkert kjörtímabil hafi einkennst af jafn miklum ófriði.

Bakþankar
Fréttamynd

Játningar nútímamanns

Ég elska KFC. Fyrir 20 árum spúlaði ég plan hjá rútufyrirtæki fyrir klink til að kaupa vængi á KFC. Ég hef brunað Sæbrautina klukkan fimm mínútur í tíu á sunnudagskvöldi til að ná Tower Zinger út um lúguna fyrir lokun.

Bakþankar
Fréttamynd

Tækifærin í mansali

Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum

Bakþankar
Fréttamynd

Heróínneysla til fyrirmyndar

Charles Barkley var hetjan mín þegar ég var lítill strákur á Selfossi. Ég spilaði körfubolta, lét snoða á mér höfuðið, keypti bolina hans og setti Phoenix Suns-derhúfu á hausinn, þrátt fyrir að vera augljóslega með allt of lágt enni til að bera slíka húfu sómasamlega.

Bakþankar
Fréttamynd

Talað við ókunnuga

Átta af hverjum tíu Íslendingum eru á Facebook. Þrátt fyrir þetta ótrúlega hlutfall erum við eftirbátar margra þjóða þegar kemur að því að nýta samskiptamiðlana til fulls. Facebook hefur fjölmarga samfélagslega kosti en sem tól til að tengja saman ólíka hópa og skoðanir er það glatað.

Bakþankar
Fréttamynd

Ósvífni Gísla Marteins

Forsætisráðherra gerði allt rétt. Í staðinn fyrir að halla sér aftur í stólnum og svara spurningum af yfirvegun og hógværð þá mætti hann tilbúinn til orrustu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjörnurnar í útlöndum

Harmdauði leikarans Philips Seymour Hoffman minnti mig á hræðileg örlög söngvarans Layne Staley. Hann lést árið 2002 eftir að hafa dópað frá sér flest, þar á meðal farsælan tónlistarferil með hljómsveitinni Alice in Chains. Staley kvaddi þennan heim umkringdur krakkpípum og kókaíni en enginn kvaddi hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Víbrandi afturendi Miley Cyrus

Það sem gerðist í Smáralind síðdegis sunnudaginn fimmta janúar var yfirlýsing. Unga fólkið var að segja okkur sem hlustuðum á Ladda á vínyl og drukkum Ískóla að byltingin sé handan við hornið og að hún verði fönguð á sex sekúndna myndband á Vine-síðu Jerome Jarre.

Bakþankar
Fréttamynd

Írskt smjör á harðfiskinn

Írskt smjör er flutt til landsins vegna skorts á því íslenska. Tollaverndaður iðnaður, sem réttlætir fordæmalausa samkeppnisstöðu sína með því að innræta í huga fólks að varan sé einstök á heimsvísu, nýtir útlenskt smjör við framleiðslu íslenskra osta. Kaldhæðni verður ekki betur skilgreind.

Bakþankar
Fréttamynd

Ef verðlaun væru marktæk

Málið er að verðlaunahátíðir eru ekki haldnar af örlátu hugsjónafólki. Þær eru haldnar til að hampa þeim sem þjóna best hagsmunum þeirra sem veita viðurkenninguna. Þess vegna er ekkert skrýtið að Beyoncé fái stærstu verðlaunin fyrir plöturnar sínar en ekki Will Oldham.

Bakþankar
Fréttamynd

Mín dýpstu vefleyndó

Vodafone-lekinn er toppurinn á ísjakanum. Við dælum persónuupplýsingum inn á samfélagsmiðla daglega og það er tímaspursmál hvenær samskipti okkar af Facebook, Snapchat og fleiri samfélagsmiðlum verða gerð opinber.

Bakþankar
Fréttamynd

Takk, stelpur

Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki.

Skoðun
Fréttamynd

Best í heimi

Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þáttinn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfðatöluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tímabundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga.

Bakþankar
Fréttamynd

Vonandi skemmtið' ykkur vel

Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið "fullkomlega misheppnuð og skammarleg“.

Bakþankar
Fréttamynd

Mannlegir skildir í Eyjum

Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini.

Bakþankar
Fréttamynd

Tom Cruise og allir hinir

Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Rifist um snittur

Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög?

Bakþankar
Fréttamynd

Lokaorð um Nasa

Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðisins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé.

Bakþankar
Fréttamynd

Bölvun hlýrabolsins

Með hækkandi sól hafa áhyggjur mínar af klæðaburði sumarsins aukist. Það er augljóst að stigvaxandi hitastig hefur gríðarleg áhrif á hvernig fólk klæðir sig, ásamt því reyndar að umturna viðhorfi heillar þjóðar til lífsins. Það er því fullkomlega eðlilegt að ég verji öllum frítíma mínum í vangaveltur, mátanir, upplýsingaöflun og njósnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fitnessþrælarnir

Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum.

Bakþankar
Fréttamynd

Sykursíkið

Páskadagur er á morgun og ég er búinn með helminginn af páskaegginu mínu. Þegar ég segi "helminginn“ meina ég "eiginlega allt“. Ég er kámugur á puttunum eftir óhóflega neyslu af unaðslegu súkkulaði og sé ekki eftir neinu. Samt er ég meðvitaður um að sykur er ávanabindandi eitur sem er að drepa okkur öll.

Bakþankar