Skroll-Lífið Sum grillpartý eru skemmtilegri en önnur Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikum hljómsveitarinnar HumanWoman á Faktory síðasta sunnudag undir yfirskriftinni "Með kokteil í hönd niðr'á strönd“. Hljómsveitina HumanWoman skipa þeir Gísli Galdur og Jón Atli en sá síðarnefndi fagnaði einnig afmæli sínu þennan dag. Af því tilefni var haldin heljarinnar grillveisla þar sem gestum var boðið upp á ljúffengan Grand Orange kokteil, kjúklingaspjót og sykurpúða. Lífið 15.6.2011 11:38 Svei mér þá nemendur gerast ekki fallegri Meðfylgjandi myndir voru teknar á útskriftardegi Make up skóla Beautyworld.is þar sem nemendur undirbjuggu sig fyrir próf og myndatökur. Nemendur voru í fjórtán vikur að læra allt það nýjasta í förðun ásamt tímabila förðun, tísku og ljósmynda förðun, brúðarförðun, umhirða húðar, stíliseringu og í raun allt sem góður förðunarfræðingur þarf að vita og kunna," segir Guðrún Möller eigandi Beautyworld spurð út í námsefnið. Þær fengu ýmsa fyrirlesara til að fjalla um sögu förðunar, special effects og fleira í þeim dúr. Nýtt námskeið hefst í september." Lífið 15.6.2011 09:08 Skemmdu bíl öryrkja og ældu á hann líka "Ekki nóg með að það sé búið að skemma bílinn svona þá er búið að æla á hann hérna," segir Una Nikulásdóttir í meðfylgjandi myndskeiði þegar hún lýsir skemmdarverknaði sem unninn var á bíl föður hennar, Toyotu Hiace árgerð 1998, aðfaranótt mánudags. Lífið 14.6.2011 10:01 Arnar Grant og Ívar í matarbisness Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar félagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson héldu glæsilegt partý um helgina upp á efstu hæð í Turninum á Höfatorgi þar sem vinir og vandamenn komu saman til að fagna nýjustu afurð þeirra, Pakkanum, en þar bjóða þeir upp á heilan dag af hollum, næringarríkum og hitaeiningasnauðum mat. Matarpakkinn inniheldur allar máltíðir dagsins og kemur í tveimur stærðum, 1.800 og 1.500 hitaeiningum. Meistarakokkurinn Snorri Snorrason sér um matseldina fyrir Pakkann og er maturinn eingöngu unninn úr fersku hráefni. Snorri hefur viðamikla alþjóðlega reynslu af ljúffengri og hollri matargerð sem gerir matarpakkana afar fjölbreytta. Arnar og Ívar passa að öll hlutföll próteins, kolvetna og fitu séu virt svo að líkaminn fái alla þá næringu sem hann þarfnast án þess að fara umfram 1.500 eða 1.800 hitaeiningar. Arnar og Ívar segja að Pakkinn sé góð leið til að grennast og byggja upp heilsusamlegan lífsstíl. “Hver þekkir ekki að vera að hamast á fullu í ræktinni en ná ekki þeim árangri sem lagt var upp með. Það er langoftast vegna þess að ekki hefur verið hugað nægilega vel að mataræðinu. Fólk gleymir nefnilega að rétt mataræði vegur um 70% í að ná árangri í líkamsrækt. ” segja hreystikapparnir. “Við ætlum að koma góðu orði á pakkamat og í leiðinni að hjálpa Íslendingum að grennast og komast í gott form með hollu mataræði” segja félagarnir. Nánar má sjá um Pakkann á Pakkinn.is. Lífið 14.6.2011 07:19 Hættu að tuða og láttu dekra almennilega við þig Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld á Hótel Loftleiðum þegar Sóley Elíasdóttir leikkona sem framleiðir Sóley organics lífrænar húðvörur og Þórhalla Ágústsdóttir snyrtifræðimeistari opnuðu nýja heilsulind sem ber heitið Sóley Natura Spa. Sóley Natura Spa á Facebook. Lífið 9.6.2011 21:01 Liðið skemmti sér greinilega Meðfylgjandi myndir voru teknar í teiti hjá auglýsingastofunni PIPAR/TBWA 1. júní þar sem ný deild í samfélagsmiðlum var kynnt. 1.017 manns sóttu um vinnu í umræddri deild og voru fjórir ráðnir. Auglýsingastofan átti 17 ára afmæli þennan dag og Valli, Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri stofunnar varð 43 ára þann dag líka. Margt var um manninn og stóð gleðskapurinn fram eftir nóttu. Lífið 6.6.2011 10:51 Gellurnar mættu á sumarhátíð Bleikt.is Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is í gær á sumarhátíð vefsins Bleikt.is sem fram fór á Grand hótel og í miðbæ Reykjavíkur þegar leið á kvöldið. Lífið 2.6.2011 21:14 Sumardagskrá Stöðvar 2 kynnt Það var margt um manninn og mikið fjör þegar Stöð 2 kynnti sumardagskrá sína í glæsilegum húskynnum KEX hostel við Skúlagötu í dag. Boðið var upp á léttar veitingar og sýndar svipmyndir úr spennandi og skemmtilegri sumardagskrá Stöðvar 2. Undanfarin ár hefur Stöð 2 lagt mikla áherslu á öfluga sumardagskrá og á afmælisárinu verður dagskráin glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Lífið 1.6.2011 15:29 Það var ógeðslega gaman hjá sumum Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir Hjálma tónleika Gogoyoko síðasta fimmtudag á veitingahúsinu Hvítu Perlunni. Um var að ræða fyrsta kvöldið í gogoyoko wireless tónleikaröðinni. Brosandi aðdáendur hljómsveitarinnar urðu ekki fyrir vonbrigðum. Lífið 31.5.2011 09:04 Snilldarhönnun fyrir barnshafandi konur Hera Guðmundsdóttir nemandi á öðru ári í fatahönnun í LHÍ, sigraði samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf, sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Hera hönnunina ásamt Ásdísi Birtu Gunnarsdóttur verslunareiganda. Lífið 27.5.2011 15:11 Hangover II Meðfylgjandi myndir voru teknar á sérstakri forsýningu Sambíóanna á kvikmyndinni Hangover 2 í Egilshöll. Gestirnir veinuðu úr hlátri nánast alla myndina sem toppar fyrri myndina svo sannarlega. Hangover 2 verður frumsýnd í dag í Sambíóunum Álfabakka og Sambíóunum Kringlunni og Egilshöll. Sjá nánar hér. Lífið 27.5.2011 14:26 Slasaður hundur horfinn Gísli Rúnar Kristinsson saknar Millu sem er þriggja ára tík. Síðast sást til hennar snemma í gærmorgun á Dalvegi í Kópavogi. Hún svarar ef nafn hennar er kallað. Milla, sem er af mini doberman tegundinni, er væntanlega slösuð en Gísli fékk þær upplýsingar stuttu eftir að viðtalið var tekið við hann í dag að keyrt hafi verið utan í Millu og hún flúið óttaslegin af vettvangi í kjölfarið en það staðfestir að hún er á lífi. Vinsamlegast hafið samband við Gísla í síma 895-6667 ef þið hafið einhverjar upplýsingar um ferðir Millu. Lífið 27.5.2011 11:19 Takið eftir því hvað allir eru glaðir Það voru allir áberandi brosmildir í gær eins og myndirnar sýna greinilega þegar Aurora velgerðasjóður úthlutaði 10 milljónum til sviðslista en styrkurinn var tilkynntur í árlegri úthlutun sjóðsins 15. febrúar síðastliðinn þegar úthlutað var rúmlega 100 milljónum til ýmissa verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Með þessum styrk vill Aurora efla enn frekar sviðslistir með því að styrkja framúrskarandi verkefni sem væntanlega munu hafa varanleg áhrif og nýtast til framtíðar. Sjóðnum bárust alls 67 umsóknir sem var langt umfram það sem búist var við og er því ljóst að um mikla grósku er að ræða á vettvangi sviðslista á Íslandi. Stjórn Auroru fékk með sér í lið þau Viðar Eggertsson leikstjóra og Ingibjörgu Þórisdóttur dramatúrg og leiklistagagrýnanda, til að veita faglega ráðgjöf við val á verkefnum en lögð var mikil áhersla á að verkefnin væru listræn, metnaðarfull og unnin af fagfólki. Styrktarverkefnin: Vesturport - Nýtt leikrit byggt á þjóðsögunni um Axlar-Björn (4 milljónir) Íslenski dansflokkurinn - Uppfærsla á verki Ohad Naharin, Minus 16 (3 milljónir) 16 elskendur - Sýning ársins (2 milljónir) Brúðuleikhúsið 10 fingur - Litla skrímslið (1 milljón) Lífið 26.5.2011 17:37 Léttist um 53 kg (hljómar eins og lygasaga) Mamma og pabbi þau gáfu mér skíðatæki til að byrja heima því ég vildi ekki vera að fara í ræktina og láta alla sjá mig, svaraði Karen Anna Guðmundsdóttir, 30 ára, sem var 120 kg en hún hefur misst 53 kg síðan hún tók ákvörðun um að taka sig í gegn með því að hreyfa sig reglulega og borða rétt. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Karen Anna frá því hvernig hún fór að því að léttast um 53 kg og líðanin samhliða breytingunum. Þá má einnig sjá Freyju Sigurðardóttur einkaþjálfara. Lífið 26.5.2011 15:44 Mikið rétt fallega fólkið sigraði Hugmynd okkar sem komum að keppninni Goð og Gyðjur var að finna einstaklinga sem hafa sterka sjálfsvirðingu og hafa ákveðið að fara vel með anda sinn, sál og líkama, sagði Ósk Norðfjörð spurð út í keppnina sem hún hélt síðustu helgi. Sigurvegararnir Björn M. Sveinbjörnsson, 33 ára, lögreglumaður og Íris María Bjarkardóttir, 23 ára, nemi voru leyst út með gjöfum. Ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is tók flestar myndirnar í meðfylgjandi myndasafni. Lífið 24.5.2011 18:06 Sigraði fatahönnunarkeppni fyrir barnshafandi konur Meðfylgjandi myndir voru teknar í versluninni Tvö Líf þegar úrslitin í samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf, sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu, voru kynnt. Hera Guðmundsdóttir nemandi á öðru ári í fatahönnun sigraði en hún ásamt fleiri nemenda tóku þátt í námskeiði undir leiðsögn Lindu Bjargar, fagstjóra fatahönnunarbrautar, þar sem markmiðið var að hanna fatalínu fyrir Tvö líf. Hver nemandi hannaði tíu alklæðnaði fyrir barnshafandi konur. Tvö Líf á Facebook. Lífið 24.5.2011 15:26 Íslensk list í skýjunum Meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar Iceland Express í samvinnu við listahópinn VIÐVERA setti formlega í gang sameiginlegt verkefni sem snýr að kynningu á íslenskum listamönnum og verkum þeirra um borð í vélum Iceland Express. Verkefnið kallast Listagallerí háloftanna og er listasýningin sem sýnd er um borð er í formi póstkortabókar sem seld er í vélum Iceland Express og í verslunum Eymundsson á jörðu niðri. Þá má einnig sjá myndir af starfsfólki Iceland Express fagna verkefninu. Lífið 24.5.2011 11:33 Ofurkropparnir æfðu samviskusamlega Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri World Class sá til þess að ofurkropparnir í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland í ár blómstruðu sem aldrei fyrr. Í myndskeiðinu segir Hafdís hvernig fegurðardísirnar stóðu sig þegar kom að því að rækta kroppana. Lífið 22.5.2011 14:08 Takið eftir hvað Gillz er þolinmóður Í meðfylgjandi myndskeiði fagna Egill Gillz Einarsson og Ásgeir Kolbeinsson með unnustu Egils, Gurrý Jónsdóttur sem varð í 4. sæti í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland á Broadway á föstudaginn. Athygli vakti hvað Gillz var skilningsríkur og þolinmóður gagnvart skipandi ljósmyndurum. Lífið 22.5.2011 08:14 Ungfrú Ellingsen og ljósmyndafyrirsæta Hagkaups Eva Rakel Jónsdóttir var valin Ungfrú Ellingsen og Ljósmyndafyrirsæta Hagkaups á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland á Broadway í gærkvöldi. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við Evu, Agnar unnusta hennar og móður, Sigrúnu Karlsdóttur. Lífið 21.5.2011 18:59 Ungfrú Ísland er ólofuð (ótrúlegt en satt) Fegurðardrottning Íslands 2011, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, viðurkenndi fúslega, eins og sjá má í myndskeiðinu, að hún er ólofuð þegar hún fagnaði sigrinum á Broadway ásamt stoltum foreldrum sínum, Ármanni Haukssyni og Margréti Snorradóttur, í gærkvöldi. Gestir á Broadway (myndir). Sigrún Eva felldi tár þegar titillinn var í höfn (myndband). Lífið 21.5.2011 10:08 Fjölmenni á Ungfrú Ísland Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var húsfyllir á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi þegar Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, var valin Ungfrú Ísland. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn eins og greinilega má sjá hér. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 09:46 Skagamær Ungfrú Ísland 2011 Í meðfylgjandi myndasafni og myndskeiði má sjá þegar Ungfrú Vesturland, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland sem fram fór á Broadway í kvöld. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 01:40 Ósk Norðfjörð með keppni í útgeislun Erum í leit af goði og gyðju Íslands þar sem hæð, þyngd og skóstærð skipta engu máli. Erum aðeins í leit af glæsilegu fólki með frábæra útgeislun," stóð í auglýsingu fyrirsætunnar Ósk Norðfjörð þegar hún hóf leit sína að keppendum fyrir viðburð sem nefnist Goð og Gyðjur. Um er að ræða keppni í útgeislun þar sem innri manneskjan skiptir máli sem verður haldin á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ósk frá keppninni og kynnir til leiks nokkra af keppendunum. Goð og gyðjur á Facebook. Lífið 20.5.2011 09:12 Fegurðardrottning í poppið Fegurðardrottningin Magdalena Dubik og Védís Vantída Guðmundsdóttir kórstjóri í Vestmannaeyjum skipa nýja poppgrúbbu sem ber heitið Galaxies en þær frumflytja glænýtt popplag á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland 20. maí næstkomandi. Við litum við á æfingu hjá þessum hæfileikaríku söngkonum í vikunni. Lífið 19.5.2011 12:15 Léttist um 20 kg Ég er búin að vera í megrun meira og minna í tuttugu ár, sagði Júlía Albertsdóttir sem léttist um 20 kg eftir að hún byrjaði að nota náttúrulegt efni sem nefnist CC Flax sem er sérhannað fyrir konur. Í meðfylgjandi myndskeiði segir hún hvernig hún fór að því að léttast og líða betur í kjölfarið. Ekki nóg með að náttúruefnið, sem Júlía hefur tekið inn síðan árið 2010, vinni gegn fyrirtíðarspennu og einkennum breytingarskeiðsins hjá konum þá sýnir kanadísk rannsókn sem gerð var á 115 konum að þær sem juku neyslu á efninu höfðu lægri fitumassa. CC Flax inniheldur mulin hörfræ (Lignans), trönuberjafræ og kalk úr sjávarþörungum. Lífið 19.5.2011 10:26 Lokaæfing fyrir Ungfrú Ísland Fegurðardrottning Íslands 2011 verður krýnd við glæsilega viðhöfn á Broadway næsta föstudag þar sem fegurstu fljóð landsins keppa um þessa eftirsóttu nafnbót. Það ríkti góður andi í hópnum á lokaæfingu keppenda í gær eins og sjá má í myndskeiðinu. Stúlkurnar koma fram í tískusýningu, á baðfötum og auðvitað í síðkjólum þar sem glæsileikinn skín í gegn. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. Lífið 19.5.2011 07:51 Busta Rhymes áður en hann fékk sér smók Rapparinn Busta Rhymes kom fram á tónleikum á Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi hjá Superman.is áður en rapparinn bauð áhorfendum smók. „Langar ykkur til að reykja gras?" spurði rapparinn áður en hann og félagi hans, Spliff Star, ræddu um gras og grasreykingar áður en þeir drógu fram pípu og kveiktu í við mikinn fögnuð viðstaddra. Lífið 18.5.2011 21:27 Sjáðu þessa handleggi maður Heiðrún Fitness Sigurðardóttir kynnti nýja Fitness poppið í höfuðstöðvum Iðnmark í dag. Fitnesspoppið er hvítur maís laus við transfitu og því kjörið sem millimál eða snakk á kvöldin fyrir þá sem vilja halda sér í líkamlega góðu formi að sögn Heiðrúnar. Þá má einnig sjá stælta handleggi Heiðrúnar í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 13.5.2011 15:19 Elma Lísa á leiðinni til Cannes Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer á kvikmyndahátíðina í Cannes á fimmtudaginn því kvikmyndin Edlfjall, fyrsta mynd Rúnars Rúnarssonar, sem hefur ekki enn verið sýnd hér á landi, keppir í tveimur flokkum, Camera d´Or og Directors Fortnight eða fyrstu mynd leikstjóra en Elma Lísa fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir tekur að sér hlutverk Elmu Lísu í leikritinu Nei Ráðherra! í Borgarleikhúsinu á meðan Elma Lísa spókar sig um á rauða dreglinum. Lífið 10.5.2011 16:51 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 30 ›
Sum grillpartý eru skemmtilegri en önnur Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikum hljómsveitarinnar HumanWoman á Faktory síðasta sunnudag undir yfirskriftinni "Með kokteil í hönd niðr'á strönd“. Hljómsveitina HumanWoman skipa þeir Gísli Galdur og Jón Atli en sá síðarnefndi fagnaði einnig afmæli sínu þennan dag. Af því tilefni var haldin heljarinnar grillveisla þar sem gestum var boðið upp á ljúffengan Grand Orange kokteil, kjúklingaspjót og sykurpúða. Lífið 15.6.2011 11:38
Svei mér þá nemendur gerast ekki fallegri Meðfylgjandi myndir voru teknar á útskriftardegi Make up skóla Beautyworld.is þar sem nemendur undirbjuggu sig fyrir próf og myndatökur. Nemendur voru í fjórtán vikur að læra allt það nýjasta í förðun ásamt tímabila förðun, tísku og ljósmynda förðun, brúðarförðun, umhirða húðar, stíliseringu og í raun allt sem góður förðunarfræðingur þarf að vita og kunna," segir Guðrún Möller eigandi Beautyworld spurð út í námsefnið. Þær fengu ýmsa fyrirlesara til að fjalla um sögu förðunar, special effects og fleira í þeim dúr. Nýtt námskeið hefst í september." Lífið 15.6.2011 09:08
Skemmdu bíl öryrkja og ældu á hann líka "Ekki nóg með að það sé búið að skemma bílinn svona þá er búið að æla á hann hérna," segir Una Nikulásdóttir í meðfylgjandi myndskeiði þegar hún lýsir skemmdarverknaði sem unninn var á bíl föður hennar, Toyotu Hiace árgerð 1998, aðfaranótt mánudags. Lífið 14.6.2011 10:01
Arnar Grant og Ívar í matarbisness Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar félagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson héldu glæsilegt partý um helgina upp á efstu hæð í Turninum á Höfatorgi þar sem vinir og vandamenn komu saman til að fagna nýjustu afurð þeirra, Pakkanum, en þar bjóða þeir upp á heilan dag af hollum, næringarríkum og hitaeiningasnauðum mat. Matarpakkinn inniheldur allar máltíðir dagsins og kemur í tveimur stærðum, 1.800 og 1.500 hitaeiningum. Meistarakokkurinn Snorri Snorrason sér um matseldina fyrir Pakkann og er maturinn eingöngu unninn úr fersku hráefni. Snorri hefur viðamikla alþjóðlega reynslu af ljúffengri og hollri matargerð sem gerir matarpakkana afar fjölbreytta. Arnar og Ívar passa að öll hlutföll próteins, kolvetna og fitu séu virt svo að líkaminn fái alla þá næringu sem hann þarfnast án þess að fara umfram 1.500 eða 1.800 hitaeiningar. Arnar og Ívar segja að Pakkinn sé góð leið til að grennast og byggja upp heilsusamlegan lífsstíl. “Hver þekkir ekki að vera að hamast á fullu í ræktinni en ná ekki þeim árangri sem lagt var upp með. Það er langoftast vegna þess að ekki hefur verið hugað nægilega vel að mataræðinu. Fólk gleymir nefnilega að rétt mataræði vegur um 70% í að ná árangri í líkamsrækt. ” segja hreystikapparnir. “Við ætlum að koma góðu orði á pakkamat og í leiðinni að hjálpa Íslendingum að grennast og komast í gott form með hollu mataræði” segja félagarnir. Nánar má sjá um Pakkann á Pakkinn.is. Lífið 14.6.2011 07:19
Hættu að tuða og láttu dekra almennilega við þig Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld á Hótel Loftleiðum þegar Sóley Elíasdóttir leikkona sem framleiðir Sóley organics lífrænar húðvörur og Þórhalla Ágústsdóttir snyrtifræðimeistari opnuðu nýja heilsulind sem ber heitið Sóley Natura Spa. Sóley Natura Spa á Facebook. Lífið 9.6.2011 21:01
Liðið skemmti sér greinilega Meðfylgjandi myndir voru teknar í teiti hjá auglýsingastofunni PIPAR/TBWA 1. júní þar sem ný deild í samfélagsmiðlum var kynnt. 1.017 manns sóttu um vinnu í umræddri deild og voru fjórir ráðnir. Auglýsingastofan átti 17 ára afmæli þennan dag og Valli, Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri stofunnar varð 43 ára þann dag líka. Margt var um manninn og stóð gleðskapurinn fram eftir nóttu. Lífið 6.6.2011 10:51
Gellurnar mættu á sumarhátíð Bleikt.is Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is í gær á sumarhátíð vefsins Bleikt.is sem fram fór á Grand hótel og í miðbæ Reykjavíkur þegar leið á kvöldið. Lífið 2.6.2011 21:14
Sumardagskrá Stöðvar 2 kynnt Það var margt um manninn og mikið fjör þegar Stöð 2 kynnti sumardagskrá sína í glæsilegum húskynnum KEX hostel við Skúlagötu í dag. Boðið var upp á léttar veitingar og sýndar svipmyndir úr spennandi og skemmtilegri sumardagskrá Stöðvar 2. Undanfarin ár hefur Stöð 2 lagt mikla áherslu á öfluga sumardagskrá og á afmælisárinu verður dagskráin glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Lífið 1.6.2011 15:29
Það var ógeðslega gaman hjá sumum Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir Hjálma tónleika Gogoyoko síðasta fimmtudag á veitingahúsinu Hvítu Perlunni. Um var að ræða fyrsta kvöldið í gogoyoko wireless tónleikaröðinni. Brosandi aðdáendur hljómsveitarinnar urðu ekki fyrir vonbrigðum. Lífið 31.5.2011 09:04
Snilldarhönnun fyrir barnshafandi konur Hera Guðmundsdóttir nemandi á öðru ári í fatahönnun í LHÍ, sigraði samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf, sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Hera hönnunina ásamt Ásdísi Birtu Gunnarsdóttur verslunareiganda. Lífið 27.5.2011 15:11
Hangover II Meðfylgjandi myndir voru teknar á sérstakri forsýningu Sambíóanna á kvikmyndinni Hangover 2 í Egilshöll. Gestirnir veinuðu úr hlátri nánast alla myndina sem toppar fyrri myndina svo sannarlega. Hangover 2 verður frumsýnd í dag í Sambíóunum Álfabakka og Sambíóunum Kringlunni og Egilshöll. Sjá nánar hér. Lífið 27.5.2011 14:26
Slasaður hundur horfinn Gísli Rúnar Kristinsson saknar Millu sem er þriggja ára tík. Síðast sást til hennar snemma í gærmorgun á Dalvegi í Kópavogi. Hún svarar ef nafn hennar er kallað. Milla, sem er af mini doberman tegundinni, er væntanlega slösuð en Gísli fékk þær upplýsingar stuttu eftir að viðtalið var tekið við hann í dag að keyrt hafi verið utan í Millu og hún flúið óttaslegin af vettvangi í kjölfarið en það staðfestir að hún er á lífi. Vinsamlegast hafið samband við Gísla í síma 895-6667 ef þið hafið einhverjar upplýsingar um ferðir Millu. Lífið 27.5.2011 11:19
Takið eftir því hvað allir eru glaðir Það voru allir áberandi brosmildir í gær eins og myndirnar sýna greinilega þegar Aurora velgerðasjóður úthlutaði 10 milljónum til sviðslista en styrkurinn var tilkynntur í árlegri úthlutun sjóðsins 15. febrúar síðastliðinn þegar úthlutað var rúmlega 100 milljónum til ýmissa verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Með þessum styrk vill Aurora efla enn frekar sviðslistir með því að styrkja framúrskarandi verkefni sem væntanlega munu hafa varanleg áhrif og nýtast til framtíðar. Sjóðnum bárust alls 67 umsóknir sem var langt umfram það sem búist var við og er því ljóst að um mikla grósku er að ræða á vettvangi sviðslista á Íslandi. Stjórn Auroru fékk með sér í lið þau Viðar Eggertsson leikstjóra og Ingibjörgu Þórisdóttur dramatúrg og leiklistagagrýnanda, til að veita faglega ráðgjöf við val á verkefnum en lögð var mikil áhersla á að verkefnin væru listræn, metnaðarfull og unnin af fagfólki. Styrktarverkefnin: Vesturport - Nýtt leikrit byggt á þjóðsögunni um Axlar-Björn (4 milljónir) Íslenski dansflokkurinn - Uppfærsla á verki Ohad Naharin, Minus 16 (3 milljónir) 16 elskendur - Sýning ársins (2 milljónir) Brúðuleikhúsið 10 fingur - Litla skrímslið (1 milljón) Lífið 26.5.2011 17:37
Léttist um 53 kg (hljómar eins og lygasaga) Mamma og pabbi þau gáfu mér skíðatæki til að byrja heima því ég vildi ekki vera að fara í ræktina og láta alla sjá mig, svaraði Karen Anna Guðmundsdóttir, 30 ára, sem var 120 kg en hún hefur misst 53 kg síðan hún tók ákvörðun um að taka sig í gegn með því að hreyfa sig reglulega og borða rétt. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Karen Anna frá því hvernig hún fór að því að léttast um 53 kg og líðanin samhliða breytingunum. Þá má einnig sjá Freyju Sigurðardóttur einkaþjálfara. Lífið 26.5.2011 15:44
Mikið rétt fallega fólkið sigraði Hugmynd okkar sem komum að keppninni Goð og Gyðjur var að finna einstaklinga sem hafa sterka sjálfsvirðingu og hafa ákveðið að fara vel með anda sinn, sál og líkama, sagði Ósk Norðfjörð spurð út í keppnina sem hún hélt síðustu helgi. Sigurvegararnir Björn M. Sveinbjörnsson, 33 ára, lögreglumaður og Íris María Bjarkardóttir, 23 ára, nemi voru leyst út með gjöfum. Ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is tók flestar myndirnar í meðfylgjandi myndasafni. Lífið 24.5.2011 18:06
Sigraði fatahönnunarkeppni fyrir barnshafandi konur Meðfylgjandi myndir voru teknar í versluninni Tvö Líf þegar úrslitin í samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf, sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu, voru kynnt. Hera Guðmundsdóttir nemandi á öðru ári í fatahönnun sigraði en hún ásamt fleiri nemenda tóku þátt í námskeiði undir leiðsögn Lindu Bjargar, fagstjóra fatahönnunarbrautar, þar sem markmiðið var að hanna fatalínu fyrir Tvö líf. Hver nemandi hannaði tíu alklæðnaði fyrir barnshafandi konur. Tvö Líf á Facebook. Lífið 24.5.2011 15:26
Íslensk list í skýjunum Meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar Iceland Express í samvinnu við listahópinn VIÐVERA setti formlega í gang sameiginlegt verkefni sem snýr að kynningu á íslenskum listamönnum og verkum þeirra um borð í vélum Iceland Express. Verkefnið kallast Listagallerí háloftanna og er listasýningin sem sýnd er um borð er í formi póstkortabókar sem seld er í vélum Iceland Express og í verslunum Eymundsson á jörðu niðri. Þá má einnig sjá myndir af starfsfólki Iceland Express fagna verkefninu. Lífið 24.5.2011 11:33
Ofurkropparnir æfðu samviskusamlega Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri World Class sá til þess að ofurkropparnir í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland í ár blómstruðu sem aldrei fyrr. Í myndskeiðinu segir Hafdís hvernig fegurðardísirnar stóðu sig þegar kom að því að rækta kroppana. Lífið 22.5.2011 14:08
Takið eftir hvað Gillz er þolinmóður Í meðfylgjandi myndskeiði fagna Egill Gillz Einarsson og Ásgeir Kolbeinsson með unnustu Egils, Gurrý Jónsdóttur sem varð í 4. sæti í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland á Broadway á föstudaginn. Athygli vakti hvað Gillz var skilningsríkur og þolinmóður gagnvart skipandi ljósmyndurum. Lífið 22.5.2011 08:14
Ungfrú Ellingsen og ljósmyndafyrirsæta Hagkaups Eva Rakel Jónsdóttir var valin Ungfrú Ellingsen og Ljósmyndafyrirsæta Hagkaups á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland á Broadway í gærkvöldi. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við Evu, Agnar unnusta hennar og móður, Sigrúnu Karlsdóttur. Lífið 21.5.2011 18:59
Ungfrú Ísland er ólofuð (ótrúlegt en satt) Fegurðardrottning Íslands 2011, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, viðurkenndi fúslega, eins og sjá má í myndskeiðinu, að hún er ólofuð þegar hún fagnaði sigrinum á Broadway ásamt stoltum foreldrum sínum, Ármanni Haukssyni og Margréti Snorradóttur, í gærkvöldi. Gestir á Broadway (myndir). Sigrún Eva felldi tár þegar titillinn var í höfn (myndband). Lífið 21.5.2011 10:08
Fjölmenni á Ungfrú Ísland Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var húsfyllir á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi þegar Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, var valin Ungfrú Ísland. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn eins og greinilega má sjá hér. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 09:46
Skagamær Ungfrú Ísland 2011 Í meðfylgjandi myndasafni og myndskeiði má sjá þegar Ungfrú Vesturland, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland sem fram fór á Broadway í kvöld. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 01:40
Ósk Norðfjörð með keppni í útgeislun Erum í leit af goði og gyðju Íslands þar sem hæð, þyngd og skóstærð skipta engu máli. Erum aðeins í leit af glæsilegu fólki með frábæra útgeislun," stóð í auglýsingu fyrirsætunnar Ósk Norðfjörð þegar hún hóf leit sína að keppendum fyrir viðburð sem nefnist Goð og Gyðjur. Um er að ræða keppni í útgeislun þar sem innri manneskjan skiptir máli sem verður haldin á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ósk frá keppninni og kynnir til leiks nokkra af keppendunum. Goð og gyðjur á Facebook. Lífið 20.5.2011 09:12
Fegurðardrottning í poppið Fegurðardrottningin Magdalena Dubik og Védís Vantída Guðmundsdóttir kórstjóri í Vestmannaeyjum skipa nýja poppgrúbbu sem ber heitið Galaxies en þær frumflytja glænýtt popplag á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland 20. maí næstkomandi. Við litum við á æfingu hjá þessum hæfileikaríku söngkonum í vikunni. Lífið 19.5.2011 12:15
Léttist um 20 kg Ég er búin að vera í megrun meira og minna í tuttugu ár, sagði Júlía Albertsdóttir sem léttist um 20 kg eftir að hún byrjaði að nota náttúrulegt efni sem nefnist CC Flax sem er sérhannað fyrir konur. Í meðfylgjandi myndskeiði segir hún hvernig hún fór að því að léttast og líða betur í kjölfarið. Ekki nóg með að náttúruefnið, sem Júlía hefur tekið inn síðan árið 2010, vinni gegn fyrirtíðarspennu og einkennum breytingarskeiðsins hjá konum þá sýnir kanadísk rannsókn sem gerð var á 115 konum að þær sem juku neyslu á efninu höfðu lægri fitumassa. CC Flax inniheldur mulin hörfræ (Lignans), trönuberjafræ og kalk úr sjávarþörungum. Lífið 19.5.2011 10:26
Lokaæfing fyrir Ungfrú Ísland Fegurðardrottning Íslands 2011 verður krýnd við glæsilega viðhöfn á Broadway næsta föstudag þar sem fegurstu fljóð landsins keppa um þessa eftirsóttu nafnbót. Það ríkti góður andi í hópnum á lokaæfingu keppenda í gær eins og sjá má í myndskeiðinu. Stúlkurnar koma fram í tískusýningu, á baðfötum og auðvitað í síðkjólum þar sem glæsileikinn skín í gegn. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. Lífið 19.5.2011 07:51
Busta Rhymes áður en hann fékk sér smók Rapparinn Busta Rhymes kom fram á tónleikum á Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi hjá Superman.is áður en rapparinn bauð áhorfendum smók. „Langar ykkur til að reykja gras?" spurði rapparinn áður en hann og félagi hans, Spliff Star, ræddu um gras og grasreykingar áður en þeir drógu fram pípu og kveiktu í við mikinn fögnuð viðstaddra. Lífið 18.5.2011 21:27
Sjáðu þessa handleggi maður Heiðrún Fitness Sigurðardóttir kynnti nýja Fitness poppið í höfuðstöðvum Iðnmark í dag. Fitnesspoppið er hvítur maís laus við transfitu og því kjörið sem millimál eða snakk á kvöldin fyrir þá sem vilja halda sér í líkamlega góðu formi að sögn Heiðrúnar. Þá má einnig sjá stælta handleggi Heiðrúnar í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 13.5.2011 15:19
Elma Lísa á leiðinni til Cannes Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer á kvikmyndahátíðina í Cannes á fimmtudaginn því kvikmyndin Edlfjall, fyrsta mynd Rúnars Rúnarssonar, sem hefur ekki enn verið sýnd hér á landi, keppir í tveimur flokkum, Camera d´Or og Directors Fortnight eða fyrstu mynd leikstjóra en Elma Lísa fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir tekur að sér hlutverk Elmu Lísu í leikritinu Nei Ráðherra! í Borgarleikhúsinu á meðan Elma Lísa spókar sig um á rauða dreglinum. Lífið 10.5.2011 16:51