Úkraína Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. Erlent 24.7.2023 11:47 Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. Erlent 24.7.2023 08:11 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Erlent 21.7.2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. Erlent 20.7.2023 14:10 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. Erlent 19.7.2023 20:15 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. Erlent 19.7.2023 11:54 Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. Erlent 19.7.2023 10:13 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. Erlent 19.7.2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. Erlent 18.7.2023 19:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. Erlent 18.7.2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. Erlent 18.7.2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. Erlent 18.7.2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. Erlent 17.7.2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. Viðskipti erlent 17.7.2023 11:08 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. Erlent 17.7.2023 06:51 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. Erlent 17.7.2023 00:00 Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Erlent 14.7.2023 15:51 Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Rússar halda þúsundum óbreyttra úkraínskra borgara í fangelsum, bæði á yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og í Rússlandi. Verið er að undirbúa mögulega fangelsun þúsunda Úkraínumanna til viðbótar en margir borgarar eru þvingaðir til þrælkunarvinnu. Erlent 13.7.2023 23:13 „Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. Erlent 13.7.2023 08:26 Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. Erlent 13.7.2023 07:29 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Erlent 12.7.2023 19:29 „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Erlent 12.7.2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 12.7.2023 14:00 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Erlent 12.7.2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Erlent 11.7.2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 11.7.2023 11:59 Á degi leiðtogafundar NATO í Litháen Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Skoðun 11.7.2023 07:00 Biden og Sunak funda um mögulega aðild Úkraínu að Nató Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, munu funda í Lundúnum í dag þar sem efsta mál á dagskrá verður ósk Úkraínumanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 10.7.2023 07:01 Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Erlent 9.7.2023 08:57 Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. Erlent 8.7.2023 14:13 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 79 ›
Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. Erlent 24.7.2023 11:47
Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. Erlent 24.7.2023 08:11
Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Erlent 21.7.2023 11:26
Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. Erlent 20.7.2023 14:10
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. Erlent 19.7.2023 20:15
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. Erlent 19.7.2023 11:54
Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. Erlent 19.7.2023 10:13
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. Erlent 19.7.2023 08:21
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. Erlent 18.7.2023 19:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. Erlent 18.7.2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. Erlent 18.7.2023 11:27
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. Erlent 18.7.2023 08:03
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. Erlent 17.7.2023 19:20
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. Viðskipti erlent 17.7.2023 11:08
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. Erlent 17.7.2023 06:51
Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. Erlent 17.7.2023 00:00
Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Erlent 14.7.2023 15:51
Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Rússar halda þúsundum óbreyttra úkraínskra borgara í fangelsum, bæði á yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og í Rússlandi. Verið er að undirbúa mögulega fangelsun þúsunda Úkraínumanna til viðbótar en margir borgarar eru þvingaðir til þrælkunarvinnu. Erlent 13.7.2023 23:13
„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. Erlent 13.7.2023 08:26
Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. Erlent 13.7.2023 07:29
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Erlent 12.7.2023 19:29
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Erlent 12.7.2023 15:00
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 12.7.2023 14:00
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Erlent 12.7.2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Erlent 11.7.2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 11.7.2023 11:59
Á degi leiðtogafundar NATO í Litháen Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Skoðun 11.7.2023 07:00
Biden og Sunak funda um mögulega aðild Úkraínu að Nató Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, munu funda í Lundúnum í dag þar sem efsta mál á dagskrá verður ósk Úkraínumanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 10.7.2023 07:01
Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Erlent 9.7.2023 08:57
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. Erlent 8.7.2023 14:13