Bobby Fischer

Fréttamynd

Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda

„Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk vega­bréf Bobby Fischer fundust fyrir til­viljun

Stefán Haukur Jóhanns­son, sendi­herra Ís­lands í Japan, af­henti Fischer­setrinu á Sel­fossi tvö ís­lensk vega­bréf skák­snillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkis­borgara­rétt hér á landi. Vega­bréfin voru týnd en fundust fyrir til­viljun, eitt í sendi­ráðinu í Japan og annað á skrif­stofu utan­ríkis­ráðu­neytisins.

Lífið
Fréttamynd

Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði

Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís

Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki.

Innlent
Fréttamynd

Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers

Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fischer-setrið líklegasta nafnið

Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira, segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss.

Innlent
Fréttamynd

Fischer að skákborðinu að nýju

Bobby Fischer sest að líkindum við skákborðið á ný á næstunni til þess að taka slembiskák við einn af sterkustu skákmönnum heims. Fornvinur Fischers, Borís Spasskí, kom ásamt rússneskum auðmanni hingað til lands til að sannfæra Fischer um ráðagerðina.

Innlent
Fréttamynd

Einvígi við heimsmeistarann?

Vonir standa til að Bobby Fischer og núverandi heimsmeistari í skák heyi einvígi. Verði af því fer einvígið fram á Íslandi og Fischer teflir þá að sjálfsögðu sem Íslendingur.

Innlent
Fréttamynd

Lögsækir ekki Bandaríkjamenn

Bobby Fischer hefur fallið frá lögsókn á hendur bandarískum stjórnvöldum sem þingfest var fyrir hann í San Diego í Bandaríkjunum daginn sem hann var látinn laus í Japan og hélt til Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Rangt að veita ríkisborgararéttinn

Meirihluti landsmanna telur það hafa verið ranga ákvörðun hjá stjórnvöldum að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt nýrri skoaðnakönnun Gallups. Fjórðungur aðspurðra tekur ekki afstöðu en 40 prósent telja þessa ákvörðun vera ranga og 35 prósent að hún hafi verið rétt.

Innlent
Fréttamynd

Útvegaði fulltrúanum skírteini

Yfirmenn japanska fjölmiðlafyrirtækisins Mainichi hafa leyst ritstjóra ensku vefsíðu fyrirtækisins frá störfum tímabundið eftir að hann varð uppvís að því að hafa útvegað fulltrúa Bobbys Fischers fréttamannaskírteini til þess að komast á fölskum forsendum inn á öryggissvæði á Narita-flugvelli þegar Fischer var á leið til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fischer ekki framseldur

Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi.  

Innlent
Fréttamynd

Fischer: Interpol sendi erindi

Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja vita ef Fischer fer úr landi

Bandaríkjamenn vilja vera látnir vita ef Bobby Fischer ferðast frá Íslandi en hafa ekki ákveðið hvort þeir muni fara fram á framsal hans. Engar líkur eru á að orðið verði við því. Davíð Oddsson segir að Bandaríkjamenn viti vel að samkvæmt íslenskum lögum megi ekki framselja íslenska ríkisborgara. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fischer verði sviptur ríkisfanginu

Símon Wiesenthal stofnunin í Jerúsalem skorar í dag á íslensk stjórnvöld að svipta Bobby Fischer íslenskum ríkisborgararétti vegna andúðar hans á gyðingum og yfirlýsingum um að Helförin sé uppspuni. Forstöðumaður stofnunarinnar segir Ísland halda uppteknum hætti að veita alræmdum gyðingahöturum hæli.

Innlent
Fréttamynd

Fischer stefnir stjórnvöldum

Bobby Fischer hefur stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir ólöglega frelsissviptingu vegna níu mánaða varðhaldsvistar í Japan. Í kærunni segir að japönsk stjórnvöld hafi að undirlægi bandarískra stjórnvalda haldið skákmeistaranum í slæmum aðbúnaði þar til hann samþykkti að snúa aftur til Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Fischer fór mikinn um gyðinga

Bobby Fischer fór mikinn um gyðinga á blaðamannafundinum í gær. Framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss segja það stefnu hússins að tjá sig ekkert um Fischer að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Fischers verði rannsökuð

Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar algerlega skákóðir

Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju þessi áhugi á Fischer?

Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. 

Innlent
Fréttamynd

Fischer tók daginn snemma

Bobby Fischer tók daginn snemma og fór í gönguferð, þrátt fyrir að hann væri örþreyttur eftir langt ferðalag frá Japan, en hann kom loksins til landsins með íslenskt vegabréf og íslenskt ríkisfang seint í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Segja Stöð 2 hafa stýrt heimkomu Fischers

Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni.

Innlent