Dómsmál

Fréttamynd

Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest

Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður hið svokallaða LÖKE-mál gegn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf

Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé.

Innlent
Fréttamynd

Titlarnir teknir af lögmönnum

Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi

Fjármunir sem gerðir eru upptækir renna beint í ríkissjóð. Ríkið hagnaðist um tæplega hundrað milljónir króna á síðustu tveimur árum og búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár, eftir að lögregla haldlagði hátt í 200 milljónir króna á dögunum. Þá segist lögreglan ætla að spýta í lófana í þessum málefnum.

Innlent
Fréttamynd

Deilan um vinnubúðir álversins fer fyrir dóm

Alcoa Fjarðaál hefur stefnt Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar á Reyðarfirði árið 2012. Ætla að gagnstefna álverinu og krefjast 128 milljóna auk virðisaukaskatts. Fjarðaál setti vegartálma en er ekki búið að selja.

Innlent
Fréttamynd

Lagði hendur á barnsmóður sína

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni á tjaldstæði á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu

Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri.

Innlent
Fréttamynd

Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka

Forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri vildu ekki elta ólar við þjóf og skiluðu ekki inn skaðabótakröfu. Vilja aðstoða menn betur en að senda þá í fangelsi. Þjófurinn hafði á brott með sér 6.000 krónur og fékk fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Subway greiði þrotabúi fimmtán milljónir

Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs.

Viðskipti innlent