Dómsmál

Fréttamynd

Mun þögn Þjóð­kirkjunnar senda tvo menn í fangelsi?

Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld.

Skoðun
Fréttamynd

Stúdent lagði Vörð í deilu um bóta­upp­hæð

Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarka

Íslenska ríkið braut gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Bjarka Diego, sem starfaði sem framkvæmdastjóri útlana hjá Kaupþingi, var kallaður inn sem vitni í maí 2010, við rannsókn sérstaks saksóknara, í stað þess að fá réttarstöðu grunaðs.

Innlent
Fréttamynd

Umdeild ákvörðun og vanhæfi kjörins fulltrúa gætu kostað Dalabyggð skildinginn

Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið dæmt til að greiða skólabílstjóra 800 þúsund krónur í miskabætur. Bílstjórinn var starfsmaður fyrirtækis sem tók að sér skólaakstur í sveitarfélaginu en sagði starfsmanninum upp vegna sjö ára ásökunar um kynferðislega áreitni. Þá var skaðabótaábyrgð Dalabyggðar í málinu viðurkennd.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn þyngdur yfir karlinum sem hrinti konu fram af svölum

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóni Rúnar Péturssyni, rúmlega fertugum karlmanni, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu árið 2019. Jón Rúnar fékk 21 mánaða dóm í héraði í fyrra en Landsréttur þyngdi refsinguna í tvö og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Allsber í auglýsingu og afar ósáttur við það

Maður nokkur sem birtist allsnakinn í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova telur á sér brotið; hann hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást koma nakinn fram. Það fór þó ekki svo og hefur maðurinn stefnt þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur stað­festir úr­skurð Fé­lags­dóms í máli Ólafar Helgu

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni

Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur.

Innlent